fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Matur

Kjúklinga- og kókossúpa: Kvöldmaturinn kominn á borðið á innan við hálftíma

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 19. desember 2018 18:30

Ljúffengur réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er í mörg horn að líta þessa dagana enda afar stutt í jólin. Hér fylgir uppskrift að einföldum rétti sem tekur enga stund að útbúa.

Kjúklinga- og kókossúpa

Hráefni:

3–4 kjúklingabringur, skornar í munnbita
1 lítill laukur, saxaður
1 rauð paprika, söxuð
4 msk. karrí
1 msk. rautt „curry paste“
2 dósir kókosmjólk
2 tsk. sykur
salt eftir smekk
safi úr 1 súraldin
2 bollar rauðkál, þunnt skorið
handfylli ferskt kóríander, grófsaxað
4 bollar soðin hrísgrjón (má sleppa)

Litríkur kvöldmatur.

Aðferð:

Hitið olíu í stórum potti yfir meðalhita. Steikið kjúkling, lauk og papriku í 1 til 2 mínútur. Kryddið með karrí og steikið í 5 til 7 mínútur til viðbótar, eða þar til kjúklingur er fulleldaður. Bætið „curry paste“, kókosmjólk, sykri og súraldinsafa saman við og hrærið þar til suða kemur upp. Hrærið rauðkálinu saman við og eldið í 1 til 2 mínútur til viðbótar. Saltið eftir smekk, skreytið með kóríander og berið fram með hrísgrjónum ef vill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði