fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Matur

Súkkulaði, hnetusmjör og sæla: Nú mega jólin koma

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 15. desember 2018 10:00

Góður biti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó stutt sé til jóla er enn tími til að baka dýrindis smákökur, eins og til dæmis þessar hér.

Súkkulaðikökur með hnetusmjörskremi

Smákökur – Hráefni:

115 g smjör
2 bollar súkkulaðibitar
3/4 bolli ljós púðursykur
1/2 bolli sykur
2 stór egg
1 eggjarauða
1 tsk. vanilludropar
1 1/2 bolli hveiti
2 msk. kakó
1 tsk. maíssterkja
1/2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. matarsódi
1/4 tsk. salt

Fallegar á borði.

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C og klæðið ofnplötur með smjörpappír. Setjið smjör og súkkulaði í skál og bræðið í örbylgjuofni í 30 sekúndur í senn þar til allt er bráðnað. Munið að hræra inná milli. Leyfið smjörblöndunni að kólna aðeins og bætið síðan púðursykri, sykri, eggjum, eggjarauðum og vanilludropum saman við og hrærið vel með písk. Blandið þurrefnum vel saman í annarri skál og bætið þeim síðan varlega saman við smjörblönduna. Raðið deigkúlum á ofnplöturnar með góðu millibili því þessar dreifa úr sér. Bakið í 9-10 mínútur og leyfið kökunum alveg að kólna áður en kremið er sett á.

Krem – Hráefni:

1 1/2 bolli hnetusmjör
4 msk. mjúkt smjör
1 1/2 bolli flórsykur
1 tsk. vanilludropar
1/4 tsk. salt
2-3 msk. mjólk

Aðferð:

Hrærið hnetusmjör og smjör vel saman í 3-4 mínútur. Bætið flórsykri, vanilludropum og salti saman við og hrærið vel. Bætið mjólk út í ef þarf. Setjið krem á helminginn af kökunum og notið hinn helminginn af kökunum til að loka samlokunum. Borðið með bestu lyst!

Gleðilegar smákökur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar