fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Matur

Jólin nálgast: Ómótstæðilegar smákökur með leynihráefni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 11. desember 2018 11:00

Æðisleg dúlla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leynihráefnið í þessum æðislegu smákökum er ekki af verri endanum en það er brúnað smjör. Það er búið til með því að bræða smjör og láta það malla þar til það er hætt að freyða, orðið brúnt og komin þessi dýrindis karamellulykt af því.

Brúnaða smjörið gerir þessar skemmtilegu smákökur algjörlega ómótstæðilegar.

Ómótstæðilegar smákökur með leynihráefni

Hráefni:

230 g smjör
1 3/4 bolli hveiti
2 tsk. sjávarsalt
1 tsk. matarsódi
1/2 bolli púðursykur
1 bolli sykur
1 stórt egg
1 eggjarauða
2 msk. mjólk
2 tsk. vanilludropar
1/2 bolli hvítt súkkulaði (grófsaxað)
1/2 bolli mjólkursúkkulaði (grófsaxað)
1/4 bolli pistasíuhnetur (grófsaxaðar)

Jólin eru að koma!

Aðferð:

Hér byrjum við á að brúna smjörið en það er ofureinfalt. Setjið smjör í pott og bræðið það yfir miðlungshita. Passið að hræra stanslaust í smjörinu. Leyfið smjörinu að sjóða en þá myndast loftbólur og blandan gefur frá sér hljóð sem minna helst á brothljóð. Það gerist því vatnið er að gufa upp úr smjörinu. Leyfið því að malla í pottinum þangað til brothljóðin minnka og loftbólur hætta að myndast. Þá kemur froða á yfirborð smjörsins og litur þess breytist úr gulum í ljósbrúnan og loks dökkbrúnan. Þetta tekur um átta til tíu mínútur en passið ykkur – smjörið getur brunnið við á nokkrum sekúndum. Um leið og smjörið er orðið dökkbrúnt og lyktin af því minnir á karamellu þá er það tilbúið. Takið pottinn af hellunni og hellið smjörinu í skál. Setjið inn í ísskáp eða frysti og kælið í tvo klukkutíma. Blandið hveiti, salti og matarsóda vel saman í annarri skál. Blandið púðursykri og sykri vel saman við smjörið. Bætið síðan eggi og eggjarauðu saman við. Blandið þurrefnum saman við smjörblönduna. Blandið síðan mjólk og vanilludropum vel saman við. Blandið súkkulaði og hnetum saman við með sleif eða sleikju. Kælið deigið í ísskáp í klukkutíma. Hitið ofninn í 175°C og takið til ofnplötur. Klæðið þær með smjörpappír. Búið til litlar kúlur úr deiginu og raðið á ofnplöturnar. Bakið í 10 til 14 mínútur, eða þar til kantarnir hafa tekið góðan lit. Leyfið kökunum að kólna lítið eitt og hefjist svo handa við gúffið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“