fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Matur

Auðveldar súkkulaðibitakökur úr smiðju Sollu Eiríks

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 17. nóvember 2018 11:45

Solla gefur uppskrift að súkkulaðibitakökum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferð ný uppskrift frá Sollu Eiríks að súkkulaðibitakökum sem henta vegan lífsstíl. Allt hráefnið er að auki lífrænt ræktað.

Súkkulaðibitakökur

Hráefni:

⅔ bolli kókosolía, bráðin
⅔ bolli kókospálmasykur
⅔ bolli hrásykur
½ bolli mjólk, t.d. möndlu eða haframjólk
2 tsk. vanilla
2 ½ bolli spelt, fínt og gróft til helminga
1 tsk. vínsteinslyftiduft
1 tsk. matarsódi
½ tsk. sjávarsaltflögur
200 g 71% dökkt súkkulaði, saxað

Girnilegar. Mynd: Hildur Ársælsdóttir

Aðferð:

Blandið saman kókosolíu og sykri, t.d. í hrærivél eða skál. Bætið möndlumjólkinni og vanillunni út í. Setjið þurrefnin út í og blandið létt. Að lokum bætist saxað súkkulaðið við, rétt blandið því lauslega út í. Fínt er að kæla deigið aðeins áður en þið mótið litlar kökur til að setja á bökunarpappír. Kökurnar breiða vel úr sér í ofninum svo passið að hafa nóg bil á milli. Bakið kökurnar í forhituðum ofninn við 175°C, í 12-14 mínútur. Takið bökunarpappírinn af ofnplötunni og látið kökurnar kólna áður en þið freistist til að smakka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“