fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Einföld og klassísk lauksúpa

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 8. október 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert aðdáandi franskrar lauksúpu, þá er þetta akkúrat uppskrift fyrir þig. Getur ekki klikkað!

Frönsk lauksúpa

Hráefni:

4 msk smjör
3 laukar, skornir í þunna hálfmána
2 msk hveiti
salt og pipar
1/2 bolli hvítvín
2 bollar kjúklingasoð
4 bollar nautasoð
8 greinar af fersku timjan + meira til að skreyta með
8 baguette-brauðsneiðar
1 bolli rifinn Gruyére-ostur (eða annar rifinn ostur)

Aðferð:

Bræðið smjör í stórum potti yfir meðalhita. Bætið lauknum saman við og eldið í um 25 mínútur og hrærið reglulega í þar til laukurinn er ljósbrúnn og flottur. Bætið hveitinu saman við og eldið í 1 mínútu til viðbótar. Kryddið með salti og pipar og bætið síðan hvítvíni saman við. Náið upp léttri suðu og látið malla í 3 mínútur. Bætið kjúklinga- og nautasoði og timjan út í og náið upp suðu. Lækkið hitann og leyfið þessu að malla í um korter. Saltið og piprið eftir smekk og takið timjangreinarnar úr súpunni.

Raðið brauðsneiðunum á ofnplötu sem klædd er með smjörpappír og drissið osti yfir. Hitið í ofni á háum hita þar til osturinn er bráðnaður. Berið súpuna fram með brauðinu og skreytið með timjan ef vill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa