fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Matur

Ketó-vænt kvöldsnarl: Bökuð egg fyrir tvo

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 30. október 2018 17:30

Virkilega bragðgott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vef matartímaritsins Bon Appétit er að finna þessa stórkostlegu uppskrift að bökuðum eggjum fyrir tvo. Rétturinn er góður fyrir þá sem eru á lágkolvetnamataræði og einstaklega einfaldur í þokkabót.

Bökuð egg

Hráefni:

kókos- eða grænmetisolía
2 stór egg
2 msk. kókosmjólk
salt
½ bolli ferskur kóríander
1 tsk. ferskur súraldinsafi
1 tsk. „hot sauce“
steiktur laukur (til skreytingar)

Aðferð:

Hitið ofninn í 150°C og takið til tvær litlar skálar eða form sem þola að fara í ofn. Smyrjið þær með olíu. Setjið 1 egg og 1 msk kókosmjólk í hvort formið. Setjið formin inn í ofn og bakið í 11 til 14 mínútur. Drissið salti yfir. Blandið kóríander, súraldinsafa og „hot sauce“ saman í lítilli skál og kryddið með salti. Skreytið eggin með sósunni og steikta lauknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
05.02.2025

„Það vantar meiri kærleik!“

„Það vantar meiri kærleik!“
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival