fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Matur

Ofureinfaldur kvöldverður: Ljúffengar kjötbollur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 19. október 2018 16:30

Einfaldur og góður kvöldverður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi réttur er afskaplega einfaldur, en góður er hann og klassískur – sérstaklega þegar hugmyndaflugið í eldhúsinu er af skornum skammti.

Ofureinfaldar kjötbollur

Sósa – Hráefni:

¼ bolli ólífuolía
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 msk. oreganó
1 dós saxaðir tómatar
salt og pipar

Kjötbollur – Hráefni:

750 g nautahakk
½ bolli brauðrasp
¼ bolli rifinn parmesan ostur
2 msk. steinselja, fersk eða þurrkuð
2 hvítlauksgeirar, maukaðir með hvítlaukspressu
1 stórt egg
½ tsk. chili flögur
salt og pipar
1/3 bolli rifinn ostur
1/3 bolli rifinn parmesan ostur
ferskt basil til skreytingar

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C. Byrjið á að búa til sósuna. Hitið olíu í stórum potti yfir lágum hita. Bætið hvítlauk og oreganó út í og hrærið í um 1 mínútu og passið að hvítlaukurinn brenni ekki. Bætið tómötum út í og kryddið með salti og pipar. Leyfið þessu að malla á meðan kjötbollurnar eru gerðar.

Blandið hakki, brauðrasp, parmesan osti, steinselju, hvítlauki, eggi og chili flögum vel saman í skál og kryddið með salti og pipar. Búið síðan til bollur úr blöndunni, um það bil fimmtán meðalstórar bollur. Raðið bollunum í eldfast mót og bakið í 20 mínútur í ofni. Hellið síðan sósunni yfir og drissið rifnum osti og parmesan osti yfir. Bakið í 15 til 20 mínútur til viðbótar. Skreytið með basil og parmesan og berið fram, jafnvel með pasta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“