fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Matur

Klassísku lasagna breytt í lúxusmáltíð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 11. október 2018 12:00

Þetta lasagna er mörgum númerum of gott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lasagna er klassískur réttur á kvöldverðarborðum, en til eru fjölmargar mismunandi tegundir af þessu lostæti. Uppskriftin hér fyrir neðan er af vefnum Delish og er án efa eitt besta lasagna sem við höfum smakkað.

Ravioli Lasagna

Hráefni:

500 g hakk
½ meðalstór laukur, saxaður
salt og pipar
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
900 g marinara-sósa eða tómat pastasósa
450 g ricotta-ostur eða kotasæla
1 stórt egg
1 bolli rifinn parmesan ostur
¼ bolli ferskt basil, saxað
1 tsk hvítlaukskrydd
340 g osta ravioli
2 bollar rifinn ostur

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og smyrjið eldfast mót, sem er sirka þrjátíu sentímetrar að lengd. Hitið stóra pönnu yfir meðalhita og steikið hakk og lauk. Kryddið með salti og pipar og steikið þar til hakkið er eldað og laukurinn mjúkur, eða í um 10 mínútur. Hellið fitunni af pönnunni og setjið hana aftur á helluna. Hrærið hvítlauk og marinara-sósunni saman við. Lækkið hitann og leyfið þessu að malla í um 5 mínútur.

Blandið ricotta-osti, eggi, ¼ bolla parmesan osti, basil, hvítlaukskryddi, salti og pipar saman í skál.

Setjið 1/3 af kjötsósunni í botninn á eldfasta mótinu. Raðið ravioli yfir, setjið síðan helminginn af kjötsósunni, helminginn af ricotta-blöndunni, helminginn af ostinum og restina af parmesan ostinum yfir. Endurtakið og endið á ostinum.

Hyljið eldfasta mótið með álpappír og bakið í 30 mínútur. Takið álpappírinn og bakið í 15 mínútur í viðbót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“