fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Matur

Einfaldasta bernaise sósan í bænum

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 6. ágúst 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bearnaise sósa er í miklu uppáhaldi heima hjá mér og oftar en ekki verður hún fyrir valinu þegar við grillum gott kjöt. Þegar ég hef lítinn tíma hef ég skellt í bearnaise sósuna á örfáum mínútum og er þessi aðferð snilld þegar maður vill góða sósu á methraða.

3 Eggjarauður settar í hrærivélina með þeytaranum á

300 gr ekta íslenskt smjör sett í gler mælikönnu á 1 mínútu í örbygjuna.

Þegar rauðurnar eru orðnar ljósar og vel þeyttar þá bæti ég kryddi útí.

2 msk Estragon
1 teskeið nautakjötkraftur í duftformi
2 msk bernaise essense
Pipar eftir smekk

Þegar rauðurnar eru orðnar léttar og ljósar kíki ég á smjörið og sé hvort það þurfi lengri tíma.

Ég vil hafa smá af óbráðnuðu smjöri eftir í mælikönnunni sem ég hræri svo í svo að smjörið sé ekki of heitt þegar það fer útí eggjablönduna.

Helli svo smjörinu í mjórri bunu út í eggjablönduna og læt vélina hræra um leið.

Þá er sósan tilbúin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna