fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Febrúar er ástarmánuður í home&you

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 15. febrúar 2020 15:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólska húsbúnaðarverslunin home&you var opnuð með pomp og prakt í apríl síðastliðinn og stimplaði sig samstundis inn sem ein af skemmtilegustu heimilisvöruverslunum Reykjavíkur. Vörurnar falla svo sannarlega í kramið hjá stílmeðvituðum Íslendingum og vinsælar vörutegundir seljast fljótt upp. „Við erum með hátt yfir þrjú þúsund fjölbreyttar vörutegundir frá home&you merkinu hér í búðinni. Við erum með allt frá þvottapokum og baðvörum yfir í barnavörur, skartgripaskrín, veggspegla og einstaka sófaborð. Home&you vörurnar eru fallegar og vandaðar og það besta er að þær eru á sanngjörnu verði sem dregur að viðskiptavini,“ segir Anna Guðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri home&you á Íslandi.

Mynd: Eyþór Árnason

Komdu ástinni þinni á óvart með fallegum konudagsgjöfum

Febrúar er sannkallaður ástarmánuður. Valentínusardagurinn er upprunninn og konudagurinn er handan við hornið og því upplagt að sýna ást sína til makans í verki. „Við eigum fullt af fallegum kvensloppum sem eru fullkomnir í konudagsgjöf. Slopparnir koma í ýmsum litum, mynstrum og efnum. Þá eigum við bæði hlýja og notalega kúrusloppa og fallega þunna sloppa úr silkiefni.“

Mynd: Eyþór Árnason

Hvað er heimili án ilms? Húsilmur og ilmkerti eru klassískar konudagsgjafir sem skjóta alltaf í mark, alveg eins og ástarengillinn Kúpid. „Við eigum gott úrval af æðislegum ilmi sem setur punktinn yfir i-ið á fallegu heimili.“

Mynd: Eyþór Árnason

Játaðu ást þína í kaffibolla

Færðu elskunni þinni heitt súkkulaði eða kaffi í rúmið í bolla sem segir allt. „Hjá okkur færðu kaffi- eða tebolla með fallegum áletrunum og ástarjátningu, því það er aldrei hægt að játa ást sína of oft. Fyrir klaufska er samt kannski sniðugra að fylla bollann af súkkulaðimolum.“

Mynd: Eyþór Árnason

Home&húmor

Það vantar svo ekki húmorinn hjá fyrirtækinu. „Við eigum stórskemmtilega sparigrísi fyrir pör. Þá er stór grís með minni grís sem hvílir ofan á þeim stóra. Á litla grísnum stendur „his money“ og á stóra grísnum stendur „her money“, en brandarinn er að grísirnir eru samtengdir og því er peningurinn þeirra beggja.“

 

Vandaðar heimilisvörur

Home&you er með gott vöruúrval af fallegum settum á baðherbergi. „Þá færðu tannburstaglas, sápupumpu, bómullarkrukku, klósettbursta og fleira, allt í stíl. Þetta er svo auðveld og áhrifarík leið til þess að breyta aðeins til heima hjá sér. Ég vil líka minnast á að míkrófíber pólýesterblöndu lökin okkar eru á frábæru verði, enda sívinsæl. Ólíkt mörgum ódýrari lökum þá svitnarðu ekki neitt með þessi. Lökin fást í helstu stærðum og það dýrasta er á 3.990 kr., sem telst afar gott verð fyrir 200×220 cm lak.“

Mynd: Eyþór Árnason

Baðmotturnar frá home&you eru alger himnasending inn á heimili þar sem enginn gólfhiti er. „Ég er með svona mottu í svefnherberginu mínu því hún er bæði mjúk og notaleg og stöm undir. Svo skemmir ekki fyrir hvað hún er falleg.“

Mynd: Eyþór Árnason

Í stofudeildinni er að finna allt milli himins og jarðar til að fegra heimilið: kertastjaka, styttur, vasa, gerviblóm, blómapotta og skálar. Marga af þessum vöruflokkum er hægt að fá í stíl sem setur fallegan heildarsvip á stofuna. „Þá erum við með falleg box á sófaborðið t.d. til þess að geyma sjónvarpsfjarstýringar eða prjónadótið í. Einnig erum við með mikið úrval af styttum sem við seljum ógrynni af daglega. Svo eigum við líka glæsileg skartgripaskrín fyrir konur á öllum aldri sem hafa meðal annars verið vinsæl í fermingargjafir. Álíka skartgripaskrín hafa víst ekki fengist lengi á Íslandi og því er gaman að geta boði upp á þau hér hjá okkur.“

Mynd: Eyþór Árnason

Hjá home&you færðu líka allt fyrir borðhaldið: bollastell, leirtau, falleg vínglös, dúka, löbera og margt fleira. „Undanfarið hafa vinsælustu löberarnir verið í hvítu, svörtu, gylltu, silfruðu og rósagulli, en með árstíðaskiptum koma bjartari litir. Við erum t.d. að fá nýja löbera í fallegum flöskugrænum og kóngabláum lit. Við erum dugleg að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að hátíðahöldum og þegar nýjar árstíðir ganga í garð. Smekkur manna breytist enda með hækkandi og lækkandi sól.“

Mynd: Eyþór Árnason

Barnavörur í úrvali

Barnalínan frá home&you hefur slegið í gegn enda ýmislegt að finna þar sem ekki finnst annars staðar. „Við eigum mælistikur fyrir börn í bleiku og bláu. Á ákveðnu tímabili verða börn virkilega spennt yfir því hvað þau stækka hratt. Þetta er því tilvalið til að hengja í barnaherbergi. Stikan mælir hæð barnsins og svo er pláss fyrir þrjár myndir af barninu á mismunandi aldri. Einnig eigum við gullfalleg skartgripaskrín fyrir stelpur sem elska að punta sig. Skrínin eru með dansandi ballerínu og spiladós sem kveikir heldur betur í nostalgíunni hjá mömmunum.“

Mynd: Eyþór Árnason

„Ég get haldið endalaust áfram því listinn er ótæmandi. Í home&you færðu allt sem hugsast getur inn á heimilið og það sem viðskiptavinunum finnst best er að þarna eru þeir ekki bara að finna gjafavöru heldur líka fallegar vörur fyrir sig sjálfa á flottu verði.“

Geggjaðir glimmerinniskór. Mynd: Eyþór Árnason.

Komdu og heillastu af vönduðum heimilisvörum frá Home&you í Skeifunni 11b, 108 Reykjavík.

Facebook: Home&you Iceland.

Sími: 421-6100

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum