fbpx
Mánudagur 21.september 2020
Kynning

Engillinn – leikrit sem byggir verkum Þorvaldar Þorsteinssonar frumsýnt í Kassanum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 16. desember 2019 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

  • Leikmyndin sem unnin er úr nytjahlutum er til sölu eins og hún leggur sig 
  • Verk Þorvaldar  hafa fyrir löngu unnið sér sess í hjörtum þjóðarinnar
  • Finnur Arnar myndlistamaður tekst á við sitt fyrsta leikstjórnarverkefni


Laugardagskvöldið 21. desember frumsýnir Þjóðleikhúsið Engilinn, sýningu sem byggir á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar rithöfundar og myndlistarmanns. Leikstjóri er Finnur Arnar Arnarsson sem jafnframt þreytir frumraun sína sem leikstjóri. Þorvaldur féll frá langt fyrir aldur fram einungis 53 ára gamall. Eftir hann liggur fjöldi verka, svo sem bækurnar um Blíðfinn og leikritið Skilaboðaskjóðan sem hafa fyrir löngu skapað sér sess í hjarta þjóðarinnar. Fjölhæfni Þorvaldar í myndlistinni var mikil og breiddin í ritverkum hans var ekki minni.

Rithöfundurinn, myndlistarmaðurinn og kennarinn Þorvaldur Þorsteinsson (1960-2013) féll frá langt fyrir aldur fram, en skildi eftir sig fjölda verka sem notið höfðu mikillar hylli, meðal annars örleikrit, leikrit í fullri lengd og handrit fyrir sjónvarp og útvarp. Í leiksýningunni Englinum er arfleifð Þorvaldar heiðruð.  Í Englinum skapar Finnur Arnar Arnarson, myndlistarmaður og leikmyndahöfundur, sýningu upp úr verkum Þorvaldar þar sem saman koma örverk, brot úr lengri verkum og vísanir í myndlist og gjörninga.  Englinum hefur verið lýst sem hversdagslega súrrealískri sýning sem kemur á óvart.

Verkið er frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu, laugardaginn 21. desember.

Leikmynd úr nytjahlutum

Þjóðleikhúsið í samstarfi við Sorpu og Stólpa Gáma stóð fyrir söfnun á nytjahlutum í nóvember á endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum í Reykjavík. Tilgangur söfnunarinnar var að safna efnivið í leikmynd sýningarinnar. Leikmynd þar sem persónulegir munir, hversdagslegir og veraldlegir hlutir sem fólk hefur eignast, notið, geymt, gleymt og losað sig við fá nýtt hlutverk á leiksviði. Sérstökum söfnunargámi var komið fyrir í Sorpu Ánanaustum og fylltist hann á einni helgi. Áhorfendur geta keypt hluti úr leikmyndinni og fengið þá afhenta að síðustu sýningu lokinni.

Hversdagsleikhúsið

Í tengslum við sýninguna stendur Þjóðleikhúsið einnig fyrir listgjörningi um allt land. Hversdagsleikhúsið er að finna á 10 stöðum. Hversdagslegt rými verður leiksvið, fólk að störfum og gestir og gangandi í hversdagslegum erindagjörðum verða leikarar og þeim sem sest í sætið býðst að verða áhorfandi og vonandi sjá hversdagsleikann í öðru ljósi.

Allt um Hversdagsleikhúsið hér!

Þorvaldur Þorsteinsson

Það er margt við uppsetninguna á Englinum sem er óvenjulegt enda hefði Þorvaldur ekki sætt við hefðbundna framsetningu, þótt hann hafi verið sérstakur áhugamaður um hversdagsleikann. Í honum fann hann oftar en ekki yrkisefni sín hvort sem viðfangið var leiklist, ritlist eða myndlist. Þorvaldur starfaði sem myndlistarmaður og rithöfundur og hlaut fjölmargar viðurkenningar víða um heim fyrir listsköpun sína. Hann hélt yfir 40 einkasýningar á Íslandi og í Evrópu auk þátttöku í tugum alþjóðlegra myndlistarviðburða. Fjölhæfni Þorvaldar í myndlistinni var mikil og breiddin í ritverkum hans var ekki minni. Hann skrifaði bækur, leikrit og einþáttunga, ritverk í fullri lengd eða örverk, til útgáfu, fyrir leiksvið, útvarp eða sjónvarp og jöfnum höndum fyrir börn og fullorðna. Barnabækur hans nutu sérstakra vinsælda og sögurnar um Blíðfinn voru þýddar á mörgum tungumálum. Á meðal sviðsverka Þorvaldar er Skilaboðaskjóðan og leikritið And Björk of course sem sett var upp í Borgarleikhúsinu og sýnt hefur verið víða í Evrópu. Fyrir það verk hlaut hann Grímuverðlaunin sem besta leikskáld ársins 2002 og var tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna.

Kökubasar á hverri sýningu

Á hverri sýningu munu konur úr hinum ýmsu kvenfélögum halda kökubasar og rennur ágóði af sölunni til góðgerðamála.

Leikarar

Eggert Þorleifsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Atli Rafn Sigurðarson og Arndís Hrönn Egilsdóttir.

Listrænir stjórnendur

Leikstjórn, handrit og leikmynd

Finnur Arnar Arnarson

Dramatúrg

Gréta Kristín Ómarsdóttir

Aðstoðarleikmyndahönnuður

Þórarinn Blöndal

Búningar

Þórunn María Jónsdóttir

Lýsing

Ólafur Ágúst Stefánsson

Tónlist

Pétur Ben

Hljóðmynd

Kristján Sigmundur Einarsson og Pétur Ben

Sýningastjórn og umsjón, og þátttakandi í sýningu

Guðmundur Erlingsson

Tæknimaður á sýningum

Áslákur Ingvarsson

Leikmunadeild

Halldór Sturluson (yfirumsjón sýningar)

Leikgervadeild

Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri og yfirumsjón sýningar. Þóra G. Benediktsdóttir, Valdís Karen Smáradóttir, Tinna Ingimarsdóttir, Salóme Jónsdóttir og Hildur Ingadóttir

Búningadeild

Berglind Einarsdóttir deildarstjóri, Ásdís Guðný Guðmundsdóttir (yfirumsjón sýningar), Leila Arge, Hjördís Sigurbjörnsdóttir (yfirumsjón sýningar), Sigurbjörg Stefánsdóttir, Ingveldur Elsa Breiðfjörð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
12.08.2020

Útsalan í Tölvulistanum er í fullum gangi

Útsalan í Tölvulistanum er í fullum gangi
Kynning
11.08.2020

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi
Kynning
14.07.2020

Brot af því besta á útsölu Byggt og búið: Allt að 75% afsláttur

Brot af því besta á útsölu Byggt og búið: Allt að 75% afsláttur
Kynning
10.07.2020

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn