fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Matarkjallarinn Grófinni: Kósí kjallari og kræsingar sem koma á óvart

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 28. febrúar 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á litlum bletti í Grófinni er nokkur fjöldi veitinga- og skemmtistaða af ýmsum toga þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Einn af veitingastöðunum er Matarkjallarinn, staður sem fagnar í maí 2 ára afmæli. Við vinkonurnar ákváðum að kíkja út mánudagskvöld fyrir stuttu og sáum fyrir okkur að við yrðum þær einu íslensku á staðnum, fyrir utan hópa af ullarpeysu/dúnúlpudúðuðumferðamönnum, en svo reyndist alls ekki vera.

Inngangurinn á staðinn er niður nokkrar tröppur á afmarkað svæði og inngang og höfðum við orð á hvað allt væri snyrtilegt fyrir utan og sáum fyrir okkur að þegar betur viðraði í sumar væri tilvalið að sitja þarna fyrir framan með eitt glas og smárétt.

Þegar inn er komið er anddyrið alveg afmarkað frá gestarýminu, sem kemur í veg fyrir að þeir sem koma inn og bíða eftir borði, eða þeir sem eru að fara og eru að borga, standi og stari á matargesti og trufli þá, mikill kostur.

Okkur var vísað til borðs, þar sem fimm tveggja manna borð voru í röð. Sitt hvoru megin sátu pör, annað íslenskt, þannig að mánudagskvöld virka greinilega alveg vel sem „deit“kvöld. Ingvar þjóninn okkar lagði til að við færðum okkur, sem var vel þegið, þá var eitt borð laust milli hvers pars, aðeins meira prívat, þar til leið á kvöldið og staðurinn varð þéttsetnari.

Eftir að hafa skimað yfir matseðilinn vorum við fljótar að tjá Ingvari að við værum lítið fyrir fisk, en til í að prófa sem flest og þá helst forréttina og rétti hússins, en okkur langaði í þá alla.

Frískandi fordrykkir byrja kvöldið
En fyrst fordrykkir, einn á mann til að prófa. Mojito on draft hljómaði skemmtilega og þar sem ég hef blandað ófáa slíka, aðallega í vinnu, þá varð ég að prófa einn slíkan. Vinkonan fékk sér Piscoteka, sem inniheldur pisco,grenadine og eggjahvítur. Báðir einstaklega góðir, en ég myndi samt bara fá mér einn og prófa svo annan kokteil í næstu umferð, það er ef ég ætlaði að fá mér fleiri en einn.


Piscoteka og Mojito on draft.

Brauð kom líka á borðið, eins konar brauðkringla í útliti saltkringlu, en mjúkt og gott á bragðið.

Forréttir og réttir hússins mæta í tveimurhollum
Ingvar tók að sér að velja og kom með fyrstu sex réttina á borðið í tveimur hollum. Grafin gæs með geitaosti og pekanhnetum, bakað blómkál með ísbúa, lautarhunangi og valhnetum, nauta carpaccio með parmesan og möndlum, heilbakaður brieostur með lautarhunangi og heslihnetum, spicy andavængir með vorlauk og chili og grillaður lundi og gæsalæri með bláberjum og kastaníusveppum. Eins og sjá má af upptalningunni var nokkuð um ost og hnetur,sem er kannski ekki fyrir alla, en við erum að elska þetta. Ég byrjaði auðvitað á því sem hendi var næst: grafin gæs, sem var alveg hreint geggjuð, en pínuklúður að byrja ekki á spicy andavængjunum, því þeir voru ekki lengur heitir þegar ég færði mig í þá, en bara mín mistök. Vinkonan var hins vegar vitrari og byrjaði þar og kláraði sinn skammt með mikilli ánægju. Við vorum langsælastar með spicy andavængina, nauta carpaccio (sem ég gæti borðað í morgunmat alla daga) og heilbakaða brieostinn (næst pöntum við klárlega tvo slíka). Síst, en þó alls ekki slæmt var blómkálið, sem var bara ekki okkar smekkur. Okkur fannst líka þar sem við deildum öllum réttum að hefði mátt fylgja skeið með heilbakaða brieostinum, en það dró ekkert úr gæðum matarins.

 
Spicy andavængir.

 
Lundi og gæsalæri.

 
Nauta carpaccio.

Við þurftum á smá pásu að halda þar til haldið var í aðalrétt og það var nú minnsta málið, ekkert stress á Ingvari eða tilfinning um að rekið væri á eftir okkur til að fá borðið. Hugsað var vel um okkur án þess að alltaf væri verið að ónáða okkur. Fyllt á vatn reglulega og stór plús að þurrkað var af borðinu milli rétta. Ég man bara ekki eftir að það hafi verið gert áður þar sem ég hef borðað.


Heilbakaður brieostur.

 
Grafin gæs.

Aðalrétturinn- bland af því besta
Í aðalrétt fengum við okkur steikarplanka, sem innihélt naut, lamb, svín og humar. Sem betur fer fyrir mig kann vinkonan ekki að borða humar, þannig að ég sat ein að honum, crunchy, kryddaður og góður, akkúrat eins og ég myndi elda hann, ef ég kynni að elda! Nautið og lambið mjög góð líka, en okkur fannst svínið síst.

 

Ljónið lauk máltíðinni
Eftirrétturinn var ekki flókinn eins og Ingvar sagði, Lion bar súkkulaði með rifsberjum og karamellusósu. En gott þarf aldrei að vera flókið og við vorum ekki lengi að ráða niðurlögum ljónsins og klára eftirréttinn.

 

Eins og getið var í upphafi þá sögðust við ekki mikið fyrir fisk og höfnuðum því tígrisrækjum þegar Ingvar stakk upp á þeim. Konan á næsta borði,sem var ferðamaður, fékk okkur hins vegar til að iðrast þeirra ákvörðunar, því tígrisrækjurnar koma á borðið í gríðarlega flottri Skull könnu og ég hlýt að geta samið um að fá að kaupa könnuna líka næst þegar ég kem! Henni virtist líka líka vel við rækjurnar, tékka á þeim næst!

Eftir að hafa setið til borðs rúmlega fjóra klukkutíma, þar sem tíminn gjörsamlega flaug áfram var kominn tími til að halda heim. Ingvar hinsvegar benti okkur á að á föstudags- og laugardagskvöldum byrjar Happy Hour kl. 23 og stendur til kl. 1 og þá tilvalið að koma í kokteila eða rétti til að deila (já eða halda áfram eftir matinn í Happy Hour). Allir réttirnir sem við smökkuðum eru tilvaldir til að deila og smakka þá jafnvel fleiri en tvo eða þrjá.

Í fremri salnum er flygill og boðið upp á lifandi dinnertónlist öll kvöld vikunnar, sem gerir stemmninguna í kjallaranum skemmtilega og kósí og erum við ákveðnar við fyrsta tækifæri að mæta snemma í miðbæinn og taka Happy Hour á Matarkjallaranum áður en farið er á pöbbarölt.

 

Matarkjallarinn er í Aðalstræti 2 og  borðapantanir eru í síma 558-0000 eða á heimasíðu staðarins.
Matarkjallarinn er líka á Facebook.

Opnunartímar eru alla daga frá kl. 11.30-15.00 virka daga og kl. 17.00 – 23.00 öll kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum