fbpx
Miðvikudagur 08.febrúar 2023
Kynning

Tónlistarveisla á Sjálandi fram til jóla

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 13. desember 2021 15:11

Jólin eru hátíðleg og skemmtileg á Sjálandi í Garðabænum. Myndir/aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjáland Matur & Veisla hefur getið sér gott orð síðasta árið, bæði sem dýrindis veitingastaður við Arnarnesvoginn en líka sem stórskemmtilegur viðburðarstaður. Útsýnið skemmir svo ekki fyrir enda stórglæsilegt allt árið um kring.

Viðburðir Sjálands fara fram í glæsilegum veislusal staðarins og hefur tónleikaröðin Söngbók Sjálands / Matur & Veisla, meðal annarra viðburða, slegið rækilega í gegn hjá gestum. Þar hafa komið fram ýmsir þjóðþekktir hljómlistamenn á borðvið Stefán Hilmars, Eyfa, Daníel Ágúst, Jón Ólafsson, Bríet, Eyþór Inga og marga fleiri.

Auk þess hafur staðurinn haldið ýmsa spennandi og vinsæla viðburði eins og herra- og konukvöld þar sem mikil gleði er við völd. Dagskráin í veislusal og á veitingastað Sjálands er svo glæsileg yfir jólin og hátíðarnar.

Jólabröns með DJ Dóru Júlíu

Glæsilegur jólabrönsseðill og jólakokteilar verða í boði í Sjálandi yfir hátíðarnar. Stórbrotið útsýni yfir Arnarnesvoginn fyrlgir að sjálfsögðu með í kaupbæti.

DJ Dóra Júlía sér um jólabröns í ár.

DJ Dóra Júlía sér um jólabröns í ár og mun hún fá til sín góða gesti fram að jólum sem við kynnum þegar nær dregur hverju sinni. Þann 19.desember verður það engin önnur en Sigríður Thorlasius sem ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni. Við hvetjum áhugasama um að fylgjast vel með á vefsíðu staðarins sjaland210.is hvaða fleiri þjóðþekktu einstaklingar munu kíkja í heimsókn til okkar.

Jólabrönsið slær alltaf í gegn.

Tryggðu þér og þínum borð tímanlega í síma 555-3255, bokanir@sjaland210.is eða á www.sjaland210.is

Gerðu jólin gleðileg

Við höfum komið fyrir glæsilegu og fagurlega skreyttu jólatréi þar sem við söfnum saman gjöfum frá samstarfsaðilum, vinum og gestum okkar sem við síðan komum áfram til þeirra sem þurfa á að halda í samstarfi við Grensáskirkju. Við hvetjum alla til þess að hjálpa okkur að gera jólin gleðileg fyrir sem flesta með því að lauma pakka undir jólatréð, merktan aldri og kyni þess sem pakkinn er ætlaður. Látum gott af okkur leiða.

Jólaveisla Sjálands í veislusal

Nú er allra síðasti séns að sjá Stefán Hilmarsson syngja jólin inn, ásamt honum kemur hún Klara Elías fram, en saman munu þau skemmta gestunum okkar í veislusal Sjállands í sannkallaðri jólaveislu. Bókanir fara eingöngu í gegnum netfangið veislur@sjaland210.is

  1. desember. Fimmtudagur – Örfá borð laus!
  2. desember. Föstudagur – UPPSELT
  3. desember. Laugardagur – Tvö laus borð á síðustu sýninguna!

Tónlistardagskráin á jólahlaðborðinu er bæði vönduð og metnaðarfull. Í ár verða það þau Stefán Hilmarsson og Klara Elíasdóttir sem munu skemmta gestunum okkar ásamt Þórir Úlfarssyni píanóleikara.

Stefán og Klara halda uppi stuðinu.

Stefán Hilmarsson þarf ekki að kynna fyrir nokkru mannsbarni en hann hefur verið í fremstu víglínu íslenskrar tónlistar síðan 1987. Jólalögin eru orðin ansi mörg og jóla- og vetrarplöturnar nokkrar. Fyrir utan öll hugljúfu lögin sem hann hefur sungið og eru fyrir löngu orðið að helstu perlum íslenskrar tónlistarsögu.

Klöru Elías þekkja margir frá því að hún braut blað í íslenskri tónlist þegar hún og vinkonur hennar í Nylon söngflokknum stukku fram á sjónvarsviðið árið 2004. Síðan þá hefur hún ferðast og komið fram bæði hérna heima, víða í Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem hún bjó. Nú er hún flutt heim og við fáum að njóta hennar einstöku raddar í meira mæli hérna heima.

Tónlistarstjóri er Þórir Úlfarsson undarbarn í tónlist í rúmlega 40 ár.
Gestgjafi er hinn geðþekki Einar Bárðarson

Verð: 14.900 kr. á mann. / lágmarks bókun: 10 manna borð.
Húsið opnar: 18:00 / borðhald: hefst kl. 19:00

Bókanir fara fram í gegnum tölvupóst veislur@sjaland210.is

Jözzuð jól á veitingastaðnum

Helgarnar á Sjálandi verða heldjassaðar í desember. Jazzy jól á Sjálandi hafa slegið í gegn enda fátt betra en að borða góðan mat með smá dass af jazz.

Jazzy Jól á Sjálandi verða alla helgina föstudags- og laugardagskvöld á veitingastaðnum. Fimm rétta glæsilegur jólamatseðill er í boði sem kemur þér í sannkallað jólaskap. Auk þess eru jólakokteilar hússins á frábæru verði.

Kjartan blæs inn jólin á trompetinu.

Benni B-Ruff sér um tónlistina og fær hann til sín gest hverju sinni. Meðal annars munu Steinar Sigurðsson, Kjartan Hákonarson og Ari Bragi koma í heimsókn og skapa einstaka stemmningu yfir glæsilegum matseðli. Vertu viss um að panta í tæka tíð fyrir þessa helgi, 17. eða 18. desember.

Steini leikur svo ljúfa tóna á saxófóninn.

Tryggðu þér og þínum borð tímanlega í síma 555-3255, bokanir@sjaland210.is eða á www.sjaland210.is
Sjáland er staðsett að Ránargrund 4, 210 Garðabæ.

Benni B. Ruff sér um að halda stuðinu uppi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
07.12.2022

Stjörnurnar á frumsýningu Avatar: The Way of Water

Stjörnurnar á frumsýningu Avatar: The Way of Water
Kynning
25.11.2022

Líkamsmeðferðir stjarnanna á alvöru Black Friday tilboðum

Líkamsmeðferðir stjarnanna á alvöru Black Friday tilboðum
Kynning
08.11.2022

1,5 milljón frá Orkunni til Bleiku slaufunnar 

1,5 milljón frá Orkunni til Bleiku slaufunnar 
Kynning
04.11.2022

Heimsfrumsýning á rafmagnsjeppanum Volvo EX90

Heimsfrumsýning á rafmagnsjeppanum Volvo EX90
Kynning
20.09.2022

Mazda CX-60 PHEV: Frumsýning laugardaginn 24. september í Reykjavík

Mazda CX-60 PHEV: Frumsýning laugardaginn 24. september í Reykjavík
Kynning
19.09.2022

Íslensk steinefni sem slegið hafa í gegn!

Íslensk steinefni sem slegið hafa í gegn!