fbpx
Föstudagur 03.apríl 2020
Kynning

Hlynur kokkur: Töfrahráefnið í góðri veislu

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 29. febrúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á rúmu ári hefur veisluþjónustunni Hlyni kokki heldur betur vaxið fiskur um hrygg. „Ég byrjaði smátt og hef svo aukið við mig hægt og bítandi,“ segir Hlynur Guðmundsson. Eftir aðeins eitt ár í veisluþjónustubransanum er Hlynur kokkur á allra vörum, bókstaflega, enda hefur hann séð um gómsætan veislumat í fjölda einkaviðburða um land allt.

Hlynur með syni sínum.

„Ég hef verið kokkur í yfir þrjátíu ár. Lengst af var ég kokkur á sjó og eftir það fór ég að starfa á ýmsum veitingahúsum í landi. Fyrir ári stofnaði ég veisluþjónustuna. Þetta er virkilega gefandi starf enda hittir maður margt skemmtilegt fólk, oftar en ekki við miklar hamingjustundir í lífi þess. Hingað til hef ég starfað við þetta svo til einn míns liðs, en þegar um stærri veislur er að ræða eins og stór brúðkaup eða útskriftarveislur, fæ ég til liðs við mig hjálparkokka. Eftir 30 ár í bransanum þekkir maður orðið margt fært matreiðslufólk.“

Eftirspurnin eykst hratt

Veisluþjónusta Hlyns kokks sér um hvers kyns viðburði, stóra sem smáa, svo sem útskriftarveislur, fermingar, brúðkaup, fundi, smærri veislur, og margt fleira. Nú eru fermingarnar á næsta leiti og að sögn Hlyns er fólk duglegt að panta veisluþjónustu með góðum fyrirvara. „Það er að verða ansi mikið bókað hjá hjá mér í apríl, enda eru flestar fermingar þá. Einnig hef ég fengið fjölmargar pantanir fyrir hinar ýmsu veislur og viðburði í sumar og haust, og þá er ég farinn að bóka fyrir næsta ár. Það eru bara spennandi tímar fram undan og eftirspurnin eykst hratt.“

Vinsælustu réttirnir fyrir fermingarveislurnar eru að sögn Hlyns kjúklingasúpa og hinir ýmsu smáréttir, svo sem kjúklingaspjót og smáhamborgarar. „Borgarana er hægt að fá í margs konar útfærslu svo sem með nautalund, pulled pork, vegan og margt fleira.

Við erum afar sveigjanleg og tökum að sjálfsögðu við öllum séróskum í mat. Við gerum ávallt okkar besta til að uppfylla óskir viðskiptavina okkar, enda er matur algert töfrahráefni í veislum. Góður matur er það sem dregur fólk saman á flestum okkar mikilvægustu stundum. Veisla án matar er eins og dansleikur án tónlistar.“

Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðunni Hlynur kokkur

Hlynur tekur við pöntunum og fyrirspurnum í síma 854-6116 og í gegnum tölvupóst á hlynurkokkur@gmail.com

Bókanir fyrir árið 2020 og 2021 eru í fullum gangi!

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 vikum

Súperbygg: Öflugt byggingarfyrirtæki á Selfossi

Súperbygg: Öflugt byggingarfyrirtæki á Selfossi
Kynning
Fyrir 3 vikum

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð
Kynning
Fyrir 3 vikum

Reistur frá dauðum með ofurkrafta – Bíómiðar í boði á hasarmyndina Bloodshot

Reistur frá dauðum með ofurkrafta – Bíómiðar í boði á hasarmyndina Bloodshot
Kynning
Fyrir 3 vikum

Ritsmiðja, listasýning og notaleg stemning á Bókasafni Árborgar: „Við erum alltaf með heitt á könnunni“

Ritsmiðja, listasýning og notaleg stemning á Bókasafni Árborgar: „Við erum alltaf með heitt á könnunni“
Kynning
Fyrir 3 vikum

LED húsnúmer geta bjargað lífum!

LED húsnúmer geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 4 vikum

Lagðar línur, litríkir skúlptúrar og nýtt kaffihús í Listasafninu á Akureyri

Lagðar línur, litríkir skúlptúrar og nýtt kaffihús í Listasafninu á Akureyri
Kynning
Fyrir 4 vikum

Komdu í áskrift hjá Hydra Flot Spa: Nýtt í ár! Hljóðrituð hugleiðsla, Cryo-air andlitsmeðferðir og vinnustaðarnámskeið

Komdu í áskrift hjá Hydra Flot Spa: Nýtt í ár! Hljóðrituð hugleiðsla, Cryo-air andlitsmeðferðir og vinnustaðarnámskeið