fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Gefðu dass af jólakryddi í tilveruna

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 5. desember 2020 08:00

Nú er hægt að taka jólahlaðborðið með sér heim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki að ástæðulausu að KRYDD Veitingahús er einn helsti áfangastaður matgæðinga Hafnafjarðar og gera margir sér sérstaka ferð þangað. Skemmtileg og hressandi stemning og spennandi kokteilar einkenna staðinn. Það sem dregur samt flesta að er auðvitað fjölbreyttur matseðillinn, en kokkarnir leggja gífurlegan metnað í að framreiða góðan og girnilegan mat þar sem nostrað er við hvert einasta smáatriði.

KRYDD Veitingahús í Hafnarfirði er rómað fyrir rífandi stemningu og dýrindis mat.

„Þessi jól verður nú verður hægt að panta jólasteikina og jólamatinn með meðlæti og öllu hjá okkur og taka með heim. Þetta er stórsniðugur kostur fyrir þá sem stússast í mörgu fyrir jól og langar að upplifa smá ró á aðfangadagskvöld. Við verðum bæði með dýrindis hnetusteik í boði og fylltar kalkúnabringur með beikonsultu vacuum innpakkaðar þannig að þær eru tilbúnar beint í sousvide græjurnar sem margir fengu eflaust í jólapakkann í fyrra. Nú er kominn tími til að dusta af þeim rykið og framreiða einfaldasta og gómsætasta jólamat sem hugsast getur. Einnig verðum við með nokkra forrétti í boði eins og hin klassísku beikonvöfðu humar- og döðluspjót. Svo er meðlætið ekki af verri kantinum. Þá verður sætkartöflumús með hvítu súkkulaði og svo mega jólin ekki koma án heimagerða rauðkálsins,“ segir Hilmar Þór Harðarson, einn af eigendum staðarins.

Taktu jólin með

Veitingastaðurinn hefur boðið upp á sérstaka take-away matseðla til þess að koma til móts við viðskiptavini og hafa þeir algerlega slegið í gegn. „Við munum að sjálfsögðu halda áfram með þann valmöguleika og í desember bjóðum við upp á sérstakan jólamatseðil sem þú tekur með heim. Þetta er alger snilld fyrir fyrirtæki sem langar að bjóða starfsfólki sínu upp á jólahlaðborðsstemningu eða fjölskyldur sem langar að verja saman fallegum jólastundum með góðan mat með lítilli fyrirhöfn. Innifalið er þá kalt forréttaborð með allskonar girnilegum réttum eins og gröfnu folaldi, graflax og gröfnum rauðrófu- og piparrótarsilungi, sultuðum lauk, beikonsultu og fleiru. Aðalréttirnir eru kalkúnn, tartalettur og Bayonneskinka, jólalegt eplasalat og allt með því. Svo eru þrír eftirréttir; Ris a la mande, kirsuberjacompot og súkkulaðikaka. Það besta við þetta er að allt kostar þetta ekki nema 4.990 kr. á mann.“

Take-away jólaseðillin er alger snilld fyrir fyrirtæki sem langar að bjóða starfsfólki sínu upp á jólahlaðborðsstemningu eða fjölskyldur sem langar að verja saman fallegum jólastundum með góðan mat með lítilli fyrirhöfn.

Jólin beint í hjartastað

KRYDD Veitingahús býður heldur betur upp á girnilegar jólagjafir í ár sem bókað er að munu gleðja og æsa upp bragðlauka ástvina. „Við erum að selja virkilega girnilegar smáréttamiðaðar jólagjafakörfur sem munu svo sannarlega hitta beint í mark hjá matgæðingnum í þínu lífi. Gjafakörfurnar innihalda spennandi sultur sem smellpassa með villibráðinni. Þar má nefna eina með hindberjum, Ron Zacapa rommi og bökuðu hvítu súkkulaði. Svo er appelsínu- og engifermarmelaði með Grand Mariner líkjör. Sú sem vekur oftast mesta undrun er svo kúrbíts- og sítrónusultan, en hún er alveg geggjuð með bragðmikilli villibráð. Einnig er í körfunni sérstakt jólahunang með negul, appelsínuberki, kanil og karemommum sem er ómissandi með villipatéinu. Þá má líka nefna grafna bleikju, hvort heldur er hefðbundna með fennel og dilli, bláberjum og timjan eða rauðrófu og piparrót. Svo má ekki gleyma grafna folaldinu sem bræðir mestu jólatröll og kemur þeim í ljúft jólaskap. Við byrjuðum að selja stakar sultur í Jólaþorpinu í Hafnarfirði fyrir tveimur árum og höfum verið að bæta við okkur sultum og gúmmelaði síðan þá. Það má víst alltaf á sig sultum bæta,“ segir Hilmar og hlær. „Jólakörfurnar eru í boði fyrir fyrirtæki sem vilja gera vel við starfsfólk sitt um jólin. Einnig verðum við með þær til sölu hjá okkur á veitingastaðnum. Svo er hægt að næla sér í þær í Jólaþorpinu í desember. Þar verður einnig hægt að komast í stakar vörur frá okkur eins og kúrbítssultuna eða grafna folaldið.“

Gjafakörfurnar innihalda spennandi sultur sem smellpassa með villibráðinni, grafið folald, jólahunang, grafna bleikju og ýmislegt annað sem gleður bragðlaukana yfir hátíðarnar.

Jólaafsláttur af gjafabréfum

KRYDD býður einnig upp á sérstakan jólaafslátt af gjafabréfunum út desember. „Þú velur upphæð í heilli tölu og við gefum 20% afslátt. Ef þú kaupir t.d. gjafabréf fyrir 15.000 kr., þá borgaðu ekki nema 12.000 kr. fyrir það. Gjafabréfin gilda hvort heldur á staðnum eða fyrir take-away matseðlana. Einnig erum við með sérstakt tilboð á gjafabréfi fyrir tvo í fjögurra rétta lúxus matseðilinn okkar, á aðeins 13.990 kr., en fullt verð er 23.690 kr. Gjafabréfin gilda frá 17. janúar.“

KRYDD Veitingahús er staðsett að Strandgötu 34, Hafnarfirði

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu staðarins

Facebook

Instagram

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum