fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Maur.is verktakaþjónusta á netinu: Og þú munt aldrei týnast í frumskóginum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 25. janúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maur.is er stórsniðugur þjónustuvefur sem tengir einstaklinga og fyrirtæki við þá sem þurfa á þjónustu þeirra að halda. Maur.is var opnaður síðasta sumar og nú þegar hafa næstum 300 aðilar skráð sig og fjölbreytta þjónustu sína. „Í náttúrunni eru maurar pínulítil skordýr sem varla sjást, en eru þó hörkuduglegir. Vinnumaurarnir sem skráðir eru á síðunni eru að sama skapi dugnaðarforkar, en við sjáum að auki til þess að þeir séu sýnilegir þannig að það sé auðvelt og einfalt fyrir viðskiptavini að leita til þeirra þegar á þarf að halda,“ segir Ilmur Sæmundsdóttir, einn stofnenda maur.is.

 

Ekki bara fyrir iðnaðarmenn

„Við viljum hafa fjölbreytt úrval af verktökum eða svokölluðum vinnumaurum á síðunni. Maur.is er ekki bara fyrir iðnaðarmenn eins og málara og múrara, heldur er síðan fyrir alla sem hafa einhvers konar hæfileika eða þjónustu sem þeir vilja bjóða upp á. Á síðunni getur þú fundið förðunarfræðinga, málara, einkakennara, forritara, þjóna, saumastofur og margt fleira. Síðan er frábær fyrir t.d. námsmenn sem vantar aukapening, fyrirtæki sem vilja bæta á sig verkefnum eða hvern sem er sem vill ráða sínum vinnutíma og handvelja verkefni sín,“ segir Ilmur.

 

Þú þarft ekki að týnast í frumskóginum

„Ég hef sjálf lent í því að leita að förðunarfræðingi fyrir árshátíð og það er frumskógur þarna úti af snyrtifræðingum, förðunarfræðingum, make up-artistum, með og án prófs og margt fleira. Fyrir leikmann er ekkert grín að rata í gegnum þetta skógarþykkni með milljón glugga opna á internetinu. Á maur.is geturðu auðveldlega fundið verktaka sem býður upp á þá þjónustu sem þú leitar að. Viðskiptavinir gefa svo umsögn og stjörnur í lok hvers verkefnis og því er auðvelt að taka upplýsta ákvörðun. Einnig fáum við alla pappíra á hreint. Ef verktaki er með vottun eða próf í sínu fagi, þá sannreynum við það og það birtist um leið og leitað er að viðkomandi á maur.is. Við öftrum þó engum að skrá sig sem vinnumaur þótt hann sé ekki með próf. Fólk getur verið hæft og með starfsreynslu þótt það sé ekki með menntunina. En það skráir sig enginn undir lögvernduðu starfsheiti nema viðkomandi geti sýnt fram á prófskírteini.“

 

Auðvelt fyrir báða aðila

„Maur.is auðveldar ekki bara þeim sem vilja kaupa þjónustu leitina heldur einfaldar einnig vinnuna fyrir verktakann. Verktaki þarf ekki að vera meðlimur í mörgum mismunandi Facebook-hópum til þess að reyna að næla sér í verkefni eða eyða tíma og peningum í auglýsingar og fleira. Hjá maur.is sjáum við um að vinnumaurinn okkar sé sýnilegur á samfélagsmiðlum og það eina sem hann þarf að hugsa um er að taka að sér verkefni og vinna þau.“ Maur tekur enga prósentu af unnum verkefnum! Þeir sem vilja vera á síðunni skrá sig í áskrift og eftir það eru engin aukagjöld.

 

Sýnileg þjónusta

Maur auglýsir mjög mikið og aðallega á samfélagsmiðlum. Yfir 100 manns skoða maur.is daglega og töluvert af beiðnum fer þar í gegn. Einnig er síðan tengd við Google ads, sem þýðir að þegar tilvonandi viðskiptavinur leitar að ákveðinni þjónustu á Google, þá koma upp valmöguleikar frá Maur. Í náinni framtíð mun Maur síðan bjóða upp á sérsniðnar markaðsherferðir fyrir hvern og einn sem þess óskar. „Einstaklingar og fyrirtæki sem skráð eru hjá okkur geta þá frekar ráðstafað dýrmætum tíma sínum í að taka að sér fleiri verkefni í stað þess að stússast í einhverju sem við erum frábær í.“

 

Hver og einn skapar sér orðspor

„Það er aukakostur sem fylgir svona fyrirkomulagi. Vefsíðan mun auðvelda Íslendingum af erlendum uppruna að koma sér á framfæri hér á landi. Maður leitar ósjálfrátt í þjónustu frá þeim sem talar sama tungumál og maður sjálfur, en það er fjöldi hæfileikaríkra verktaka þarna úti sem eru af erlendu bergi brotnir sem margir líta framhjá. Hjá maur.is getur hver sem er skapað sér gott orðspor út frá vel unnum verkum og því aukið líkurnar á því að verða fyrir valinu hjá næsta viðskiptavini.“

 

Skráðu þig frítt í dag!

„Við hvetjum alla sem geta bætt við sig aukaverkefnum til þess að skrá sig á maur.is. Það er frítt að skrá sig fram til 1. mars, en þeir sem eru búnir að skrá sig fyrir þann tíma fá að auki tvo mánuði fría. Það er engin skuldbinding fólgin í skráningu og mælum við hiklaust með að fólk nýti sér þennan tíma til að skrá sig og sjá hvort Maur henti ekki starfsemi þess.“

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni maur.is

Facebook: Vinnumaur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum