fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Komdu í áskrift hjá Hydra Flot Spa: Nýtt í ár! Hljóðrituð hugleiðsla, Cryo-air andlitsmeðferðir og vinnustaðarnámskeið

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 6. mars 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hydra Flot Spa býður upp á spennandi nýjungar á nýju ári. Frá og með 1. apríl mun heilsulindin bjóða upp á hugleiðslu með hljóði á íslensku og ensku sem verður hægt að hlusta á á meðan maður flýtur. „Við munum ekki rukka aukalega fyrir þessa þjónustu og hægt er að velja á milli mismunandi hljóðheima sem eru þá 15, 30, 45 og 60 mínútur að lengd. Náttúruhljóð, bakgrunnstónlist, hugleiðsla og hvatningarorð frá þekktum jógakennurum og heilsusérfræðingum til þess að örva sköpunargáfu, bæta einbeitingu eða svefn. Þetta er sérstaklega gott fyrir þá sem vilja ekki slökkva á öllum skynfærunum og fljóta í algeru myrkri og þögn,“ segir Ryan Kevinson, annar eigenda Hydra Flot Spa.

Án hugleiðsluhljóðanna býður flottankurinn upp á fullkomna hugræna og líkamlega slökun. Hægt er að vera án nokkurs sjónræns eða hljóðræns áreitis, sem býður upp á enn dýpri slökun. Tankar af þessu tagi hafa meðal annars verið notaðir af NASA og bandaríska hernum til að rannsaka mannshugann. „Fólk líkir þessu oft við að öðlast góðan nætursvefn á eingöngu einni klukkustund.“

 

Jóga shaman á vinnustaðinn þinn

Fríða Rakel Kaaber, annar eigenda Hydra Flot Spa og jógakennari að mennt, mun að auki bjóða upp á sérstök vinnustaðanámskeið þar sem hún kennir hugleiðslu- og jógaaðferðir til þess að vinna á móti stressi í hversdeginum og ná betra jafnvægi og grunnsamræmi. Kennsluaðferðir Fríðu eru byggðar á náttúru shamanisma sem hún stundaði í Perú og Amasonfrumskóginum árið 2019 og samtvinnar við þekktar jógameðferðarleiðir. „Fríða er jafnframt í hópi þeirra sem leiða hljóðritaða hugleiðslu í flottönkunum okkar.“ Hefur þú áhuga á að fá Fríðu inn á vinnustaðinn? Hafðu samband í tölvupósti frida@hydraspa.is eða info@hydraspa.is.

 

Flotið verður sívinsælla með hverjum degi hjá öllum aldurshópum, afreksfólki í íþróttum, kaupsýslumönnum og hinum venjulega meðaljóni. Óléttar konur hrósa einnig Hydra Flot í hástert. „Fólk er síþreytt og orkulaust, á erfitt með að einbeita sér og kann ekki að slaka á. Flotið veitir hámarks afslöppun í fullkomlega hönnuðu umhverfi.“ Það þarf ekki að koma með neitt með sér til þess að njóta sín í Hydra Flot Spa. Hver og einn er í sínu herbergi og allir fylgihlutir, eins og handklæði og fleira, eru til staðar inni í herberginu.

 

Draumkennt þyngdarleysi

Hjónin Ryan og Fríða Rakel Kaaber opnuðu heilsulindina 2018. „Flotið hefur góð og slakandi áhrif á bæði líkama og huga einstaklings. Magnesíumsöltin sem við notum eru þau sömu og eru notuð af íþróttameðferðaraðilum í vöðvabaðmeðferðum. Magnesíum hefur þekkt jákvæð áhrif á líkamann og vinnur meðal annars gegn svefnleysi, kvíða, orkuleysi og einbeitingarskorti, verkjum, þunglyndi og jafnvel fíkn. Að auki eru 500–600 kíló af Epsom-salti leyst upp í hverjum tanki fyrir sig og hitastig er það sama og húðarinnar svo að einstaklingurinn upplifir sig í draumkenndu þyngdarleysi líkt og í Dauðahafinu.“

Andlitsmeðferðir og lúxus nuddstóll

„Nýlega fjárfestum við í þýskum, hágæðanuddstól sem gestum er boðið að setjast í fyrir eða eftir flottíma. Teygjanlegur stóllinn er útbúinn loftpúðum og innbyggðum sætishitara, fjögurra vídda baknuddi og hallast þannig að manni finnst maður svífa um í þyngdarleysi. Í Cryo-air-andlitsmeðferðinni eru engin skaðleg efni notuð eins og nitur í vökvaformi, heldur eingöngu tandurhreint íslenskt loft. Meðferðin er áhrifarík fyrir húðina og taugakerfið og stuðlar að bættu og heilbrigðu útliti. Í öllum okkar meðferðum notum við eingöngu náttúrulegar og skaðlausar aðferðir sem við mögnum upp nútímamanninum í hag og áhrifin eru augljós.“

 

Komdu í flot í hverri viku

Hydra Flot Spa hefur nýlega bætt þjónustu sína til þess að koma til móts við innlenda viðskiptavini. Nú er hægt að komast í áskrift að floti mánaðarlega. Hægt er að velja um eitt, tvö eða fjögur skipti á mánuði. „Vinsælasti áskriftarmöguleikinn er að fara tvisvar í flot á mánuði fyrir 9.900 kr. Hverjum flottíma fylgir svo frí afnot af nuddstólnum okkar. Fyrir áskriftarhafa kostar hver auka tími í flot einungis 5.900 kr. Einnig fá áskriftarhafar góðan afslátt í cryo-andlitsmeðferðir.“ Skoðaðu áskriftarmöguleika undir „Aðild“ á vefsíðunni hydraflot.is.

Viltu gjafabréf í Hydra Flot?

Hydra Flot býður lesendum DV upp á sérstaka aðildargjöf. „Þeir lesendur DV sem skrá sig í áskrift að floti hjá Hydra Flot hljóta að gjöf gjafabréf fyrir einn í flot, sem þeir geta notað sjálfir eða gefið öðrum. Gjafabréfið gildir í eitt ár frá aðildarskráningu. Hægt er að skrá sig á netinu eða hjá okkur að Rauðarárstíg 1.“ Áskriftin er endurnýjuð sjálfkrafa mánaðarlega. Hvern flotáskriftartíma er hægt að nota innan 45 daga svo að þú missir ekki af flottíma í annasömum mánuðum. Þá er hægt að deila flottíma með maka. Svo er hægt að segja upp skráningu hvenær sem er eftir fyrstu tvo mánuðina.

„Fór út fyrir þægindarammann í dag og skellti mér í flot, var bæði mjög spennt að prófa e-ð nýtt en líka kvíðin og stressuð þar sem ég fæ stundum innilokunarkennd. En þetta var „out of this world“ upplifun! … Þetta var algjör unaður, bæði náði ég betri slökun en ég hef áður upplifað og saltið í vatninu gerði húð og hár silkimjúkt. Ég mun að öllum líkindum verða fastakúnni hér og get 100% mælt með þessu. Takk fyrir mig.“  Sylvía Rut.

Sjá nánar á vefsíðunni hydraflot.is og Facebook-síðunni: hydraflot.

Fyrir nánari upplýsingar má senda póst á cryo@hydraflot.is

Hydra Flot Spa er staðsett að Rauðarárstíg 1, á Hlemmtorgi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum