fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Örlagasaga sem er lyginni líkust

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 2. september 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagan af því hvernig Gallerí skart varð til hjá þeim hjónum, Vilborgu og Brynleifi er lyginni líkust. En það er oft með lygilegustu sögur að þær eru alveg örugglega dagsannar, því hver gæti kokkað upp þvílíka frásögn? „Þetta byrjaði allt á því að kunningi minn sagði mér í óspurðum fréttum að ég ætti eftir að vinna við það að búa til og selja skart. Hann sagði líka að ef ég vildi að starfsframinn yrði farsæll mætti ég alls ekki velja verðið sjálfur, heldur þyrfti ég að bíða eftir tákni sem segði mér hversu dýrt ég ætti að selja hvern hlut. Mér fannst þetta drepfyndið enda kunni ég varla að festa á mig hálsmen hvað þá að búa þau til. Stuttu síðar vann ég handverksborvél í leik og þá kviknaði löngun hjá mér að prófa skartgripagerð. Þá fer mig að dreyma skartgripi og handverksmuni. Við konan förum í stutt frí til Skotlands og ég þræði götur Glasgowborgar í leit að frekari innblæstri, en finn ekkert sem mig langar að kaupa svo ég fer tómhentur heim. Rúmri viku síðar bankar upp á hjá mér kona með fullan kassa af grjóti, ýmisskonar efni til skartgripagerðar og umbúðum til að selja þetta allt í. Hún segir að sig hafi dreymt að hún ætti að gefa mér þetta allt. Það var þá sem boltinn fór að rúlla og Gallerí skart varð til,“ segir Brynleifur.

Umhverfisvænar umbúðir

Gallerí skart er afar farsæll sölubás í Kolaportinu og hugarfóstur þeirra hjóna. Þar selja þau ýmsa áhugverða og fallega hluti, skart, saltkristals lampa, heilunarreykelsi, víkingarúnir og margt fleira. „Allar vörurnar okkar koma í umhverfisvænum og endurvinnanlegum umbúðum. Okkur er afar annt um umhverfið enda fáum við innblásturinn og efnin sem við notum í skartgripagerðina þaðan.“

Innblástur frá víkingum og náttúrunni

„Innblásturinn kemur frá víkingamenningunni og íslenskri náttúru því það stafar svo mikil orka frá hvoru tveggja. Á göngum er ég alltaf með augun hjá mér og lít eftir fallegum steinum sem ég gæti notað í skartgripagerðina. Oft set ég þá í gegnum steinslípivélina til að slétta þá. Svo búum við til hálsmen, eyrnalokka og fleira úr steinunum. Þetta er mjög vinsælt hjá ferðamönnum en Íslendingar eru margir hverjir að uppgötva hversu mikinn fjársjóð náttúra landsins okkar hefur að geyma. Einnig flytjum við inn steypta málmhluti til skartgripagerðar eins og hauskúpuhringi sem og ýmis nisti og smáhluti sem tengjast víkingatímanum og Ásatrúnni. Svo fíníserum við efnið og búum til okkar eigið skart úr því.“

Rúnir og galdrastafir

Vilborg og Brynleifur tóku saman rúnatáknin og gáfu út á bók ásamt leiðbeiningum um hvernig skuli leggja rúnir til þess að spá. „Við seljum þessa bók og poka af íslenskum rúnasteinum úr fjörunni. Steinarnir eru náttúrulega slípaðir af hafinu og við málum rúnirnar á steinana. Einnig málum við galdrastafi á steina. Það stafar afar góð orka af þessum galdrasteinum og fólk hefur komið til mín sem hefur haft svona stein lengi í vasanum. Margir hverjir eru orðnir alveg rennisléttir öðru megin þar sem fólk hefur nuddað. Það getur ekki hugsað sér að skipta út steininum, „þetta er minn steinn,“ segja þau og geyma eins og gull. Svo kaupa þau stein í gjafir handa vinum og vandamönnum.“

Saltkristals lampar á hvert heimili

Gallerí skart flytur inn Himalaya saltkristals lampa frá Póllandi. „Áhrifin eru ótrúleg. Lamparnir eru sérstaklega þarfir á nútímaheimili þar sem mikið er af rafmagnstækjum. Í kringum þessi raftæki safnast gífurlegt magn af ryki. Saltkristals lampinn afjónar andrúmsloftið og bindur rykið, sem verður til þess að loftið afrafmagnast. Saltkristals lampinn tekur einnig burt neikvæða orku í loftinu og hefur róandi áhrif, sem minnkar stress. Þetta sést með berum augum ef saltsteinslampi er settur við hliðina á t.d. afruglara. Svæðið í kringum saltkristals lampann helst ryklaust. Við erum með sjónvarp inni í svefnherbergi hjá okkur heima. Ég veit að það er ekki æskilegt, en konan hefur gaman af því að líta á skjáinn áður en hún fer að sofa. Ég átti alltaf erfitt með að sofna með sjónvarpið í gangi en eftir að við settum saltsteinslampa við hliðina á sjónvarpinu, þá rotast ég á hverju kvöldi og sef eins og steinn. Ég mæli hiklaust með saltkristals lampa á hvert heimili.“

Champa heilunarreykelsi og Epsom salt

„Við erum sjálf mikið á andlega sviðinu og viljum endilega deila okkar reynslu og þekkingu með öðrum og leyfa þeim að njóta með okkur. Við flytjum því inn heilunarreykelsi sem hjálpa til við andlega slökun. Við erum alltaf með gott úrval af reykelsum og getum ráðlagt fólki um ilmi sem henta við hvaða aðstæður sem er.“

Gallerí skart selur einnig poka af Epsom salti en saltið er þekkt úti í heimi fyrir heilsufarsleg áhrif sín. „Þekktasta leiðin til að nota saltið er að setja það út í baðið. Þá setur maður fáeinar matskeiðar í baðið og það losar um bjúg sem og hjálpar gegn streitu. Einnig er hægt að búa til skrúbb úr saltinu með því að blanda um 3 msk við 2 msk af laxerolíu. Skrúbburinn hreinsar burt dauðar húðflyksur og mýkir húðina og laxerolían hefur mýkjandi áhrif á liðina. Þetta er náttúruleg lækningaraðferð sem hentar t.d. gigtarsjúklingum.“

Vörurnar frá Gallerí skart fást í Kolaportinu og heima hjá þeim hjónum að Valbraut 7 í Garði á Suðurnesjum, opið eftir samkomulagi.

Einnig fást vörur frá þeim í Betra Líf, Gjafir jarðar, Sálarannsóknarfélagi íslands, Sálarannsóknarfélagi suðurnesja og Sápan ehf. í Reykjanesbæ.

Fylgstu með á Facebook: Gallerí Skart

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum