fbpx
Miðvikudagur 15.júlí 2020
Kynning

HEI Medical Travel – Fjölbreyttar læknismeðferðir erlendis

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Laugardaginn 10. ágúst 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HEI Medical Travel er íslenskt fyrirtæki sem aðstoðar fólk við að velja sér góða heilbrigðisþjónustu erlendis, en markmið þess er að auðvelda fólki að sækja sér góða heilbrigðisþjónustu með hagkvæmum hætti.

 

Þéttur hópur bak við fyrirtækið

Bak við fyrirtækið standa þau Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur, Leifur Steinn Elísson hagfræðingur og Sigrún Lilja Guðjónsdóttir viðskiptakona, en öll hafa þau fjölþætta reynslu úr atvinnulífinu. „Hópurinn sem stendur bak við HEI Medical Travel gerir sér grein fyrir því að langtíma velferð viðskiptavina er lykilatriði varðandi velgengni þeirra,“ segir Guðjón Sigurbjartsson.

 

Ýmis þjónusta í boði

HEI Medical Travel býður upp á þá heilbrigðisþjónustu sem mest þörf er á og tengir viðskiptavini sína við fagaðila í hinum ýmsu löndum.

 

Megrunaraðgerðir 

Talsverður fjöldi fólks, sem er í ofþyngd, leitast við að bæta heilsu sína með því að fara í þyngdarstjórnandi aðgerðir svo sem magaermi eða magahjáveitu. Magabandið er á undanhaldi og læknar almennt hættir að mæla með því.

 

Aðal samstarfsaðili þeirra á þessu sviði er KCM sjúkrahúsið í Suður-Póllandi.

Kostnaðurinn er 5.490 € eða um 750.000 miðað við núverandi gengi. Innifalið er nánast allt sem lýtur að aðgerðinni, en flugið sem er ódýrt beint flug með Wizz air, er ekki innifalið.

 

Tannlækningar 

Vinsælt er að fara í tannviðgerðir til Búdapest en HEI Medical Travel er í samstarfi við Helvetic Clinics, en hún er marverðlaunuð hágæða tannlæknaklíník í miðborg Búdapest. Helvetic er fornt rómanskt heiti á Sviss, enda er stofan að hluta til í eigu Svisslendinga, sem hefur góð áhrif á gæði þjónustunnar. Helvetic er sambyggð hótelinu 12 Revay, sem er mjög þægilegt þegar oft þarf að fara á milli. Bílstjóri sækir fólk á flugvöllinn og skilar því aftur að dvöl lokinni. Stöðin er með ISO vottun og kappkostar að stunda vönduð vinnubrögð og forðast oflækningar.

 

Kostnaður hjá Helvetic er um það bil helmingurinn af því sem gengur og gerist hér á landi. Ferðakostnaður bætist við en hann er mjög hagkvæmur og gott að vera í Búdapest sem er áhugaverð borg í Ungverjalandi og vinsæll áfangastaður.

Fegrunarlækningar – Lýtalækningar 

Fyrir stuttu bætti HEI Medical Travel við lýtalækningarþjónustu og bjóða upp á nokkra valkosti hjá framúrskarandi og öruggum heilbrigðisstofnunum í Búdapest, Póllandi og Tyrklandi. Stofan í Búdapest heitir Dr. Rose og er lúxusstofa á fallegum stað við Dóná.

 

Frá lýtalæknastofunni í Búdapest

 

Það er auðvelt að hafa samband við okkur gegnum heimasíðuna hei.is 

Svo má senda póst á hei@hei.is og hringja í síma 820-0725. 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
23.05.2020

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
06.04.2020

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu
Kynning
19.03.2020

CoreData Solutions: Íslenskt hugvit og fjarlausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir

CoreData Solutions: Íslenskt hugvit og fjarlausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir
Kynning
19.03.2020

Einum gesti á dag boðið á hlýða á ljóðalestur af Stóra sviðinu á meðan samkomubanni stendur

Einum gesti á dag boðið á hlýða á ljóðalestur af Stóra sviðinu á meðan samkomubanni stendur