fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Kynning

Stúdíó Andri: „Steinhættur að vera hissa á skrítnu lagavali“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 6. júlí 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljóðverið Stúdíó Andri hefur nú verið staðsett á Eiðistorgi í sjö ár og aldrei verið jafnmikið að gera hjá honum Andra Frey Magnússyni. Andri er menntaður hljóðtæknir og með mikla reynslu í þessu þar sem hann hefur verið míkið í tónlist í gegnum árin. „Ég var fyrst með lítið hljóðver í kjallara á Akureyri. Svo flutti ég suður 2011 til að fara í hljóðvinnslunám hjá Tækniskólanum og Stúdíó Sýrlandi. Eftir að ég opnaði Stúdíó Andra á Eiðistorgi þróaðist þetta óvart útí að taka á móti gæsa- og steggjahópum. Það hefur verið mikil aukning í þessu síðustu fjögur árin, nema árið 2016, þegar Ísland keppti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi. Þá fóru  allir bara í fótbolta,“ segir Andri.

 

Gæsatímabilið er hafið

„Á sumrin eru gæsa- og steggjahópar hjá mér næstum því um hverja einustu helgi. Þetta byrjar hægt í mars/apríl, nær hápunkti í júní og svo minnkar þetta hægt og rólega út júlí og ágúst. Ég sló met um daginn þegar það komu fimm hópar til mín á einum laugardegi. Það voru fjórir gæsa- og steggjahópar og einn starfsmannahópur í sumargleði. Ég var að leggja saman fjölda hópa sem hafa rúllað í gegn hjá mér um daginn og sýnist að fjöldinn sé kominn eitthvað vel á annað hundrað gæsa- og steggjahópar. Gaman að segja frá því að ég á orðið nokkra fastakúnnahópa sem koma aftur og aftur. Á haustin taka svo fyrirtækjahóparnir við. Þá er verið að taka upp ýmis lög með frumsömdum textum þar sem menn gera grín og gaman að samstarfsfélögum og svo er þetta spilað á árshátíðum og jólaskemmtunum. Þetta vekur alltaf mikla lukku.“

Alltaf mikið gleði og stemning í Stúdíó Andra.

Falskir steggir og laglausar gæsir

„Í gæsa- eða steggjahópum byrja ég á því að láta stegginn/gæsina syngja. Svo hendum við í kórtökur þar sem allir syngja með. Stundum kemur fyrir að forsöngvarinn er ekki alveg sterkasti söngvari í heimi, en það getur verið skemmtilegra fyrir alla hina sem eru með í hópnum. Ég segi stundum við gæsina/stegginn: „Við erum ekki að gera þetta svo að þú skemmtir þér, þetta er til að skemmta öllum hinum.“ Steggjanir og gæsanir snúasta jú mikið um að ýta einstaklingi út úr norminu og láta hann prufa eitthvað alveg nýtt og öðruvísi. Í þessum upptökum getum við ekki farið fram á að ná fullkomnum söng heldur meira að ýta fólki út fyrir þægindarammann og búa til eitthvað skemmtilegt.

Ég legg mig mikið fram við að ná sem mestu út úr gæsinni/steggnum, til að ná sem bestum flutning, autotune er ekki að fara að bjarga neinum þó svo að það sé hægt að gera margt eftirá, þá er langbest að ná þessu strax fram með bestu upptökunni. En svo er ótrúlegt hvað góður kór getur ýtt undir veikan söng. Ég á yfirleitt lágmark þrjár upptökur af öllum aðalsöng og tvær af kórnum, svo hljóðblanda ég þetta þannig að ég raða saman bestu tökunum í lokaútkomuna. Hóparnir eru einnig teknir uppá myndband í söngklefa sem og í upptökuherbergi og svo tek ég alltaf hópmynd áður en hópurinn fer. Þetta tekur yfirleitt í kringum 45 mín-1 klst og fólk fær myndir, myndbönd og lagið frá mér í gegnum netið samdægurs. Hóparnir hafa þá frjálsar hendur með að klippa myndefnið saman til að sýna í brúðkaupsveislunni.“

 

Páll Óskar vinsælastur

Andri segist alveg hættur að verða hissa á skrítnu lagavali. „Hóparnir sem eru að koma til mín eiga oft eitthvað lag sem fólk djammaði við í gamla daga, eða það er eitthvað lag sem gæsin eða steggurinn tengir sérstaklega við. Þetta geta verið allskonar lög, hvort sem um er að ræða popp, rokk, djass, eða jafnvel eitthvað stórskrítið lag af Youtube. Páll Óskar á samt flytjendaverðlaunin inni hjá mér, enda hafa allir hans slagarar fegnið nýtt líf og texta hjá mér.“

Hljóðverstímar eru nokkurn veginn jafnvinsælir hjá gæsum og steggjum, þó svo gæsirnar séu yfirleitt mun skipulagðari, að sögn Andra. „Þær eru oft búnar að bóka marga mánuði fram í tímann og koma í langflestum tilfellum með frumsaminn texta. Steggirnir eru hins vegar meira í því að hringja með viku- eða dagsfyrirvara. Þetta er langvinsælast um helgar en það kemur alveg fyrir að við séum að vinna á virkum dögum og kvöldin. Fyrir allar nánari upplýsingar þá er bara að hafa samband við mig í gegnum Facebook eða email andrihljod@gmail.com. Við finnum tíma sem hentar.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Frumsýning á afmælisútgáfunum Citroën C3 Aircross Orgins og Citroën C4 Cactus Orgins

Frumsýning á afmælisútgáfunum Citroën C3 Aircross Orgins og Citroën C4 Cactus Orgins
Kynning
Fyrir 5 dögum

Frumsýnt í Kassanum 19. september: Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)

Frumsýnt í Kassanum 19. september: Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílageirinn: Alhliða þjónustuverkstæði fyrir bíla

Bílageirinn: Alhliða þjónustuverkstæði fyrir bíla
Kynning
Fyrir 1 viku

Betra Grip: Frábær dekk fyrir íslenskar aðstæður

Betra Grip: Frábær dekk fyrir íslenskar aðstæður
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílalökkun Kópsson ehf: Gott orðspor er besta auglýsing sem völ er á

Bílalökkun Kópsson ehf: Gott orðspor er besta auglýsing sem völ er á
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílaréttingar Sævars: Gamalgróið fyrirtæki sem býr að áratuga reynslu

Bílaréttingar Sævars: Gamalgróið fyrirtæki sem býr að áratuga reynslu
Kynning
Fyrir 1 viku

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali
Kynning
Fyrir 1 viku

GLÆNÝR MAZDA CX-30 FRUMSÝNDUR LAUGARDAGINN 14.SEPTEMBER!

GLÆNÝR MAZDA CX-30 FRUMSÝNDUR LAUGARDAGINN 14.SEPTEMBER!