fbpx
Miðvikudagur 08.júlí 2020
Kynning

Tók sína fyrstu ljósmynd 5 ára – Síðan þá var ekki aftur snúið

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 5. júlí 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja að Helena Stefánsdóttir hafi fæðst með framköllunarvökva í æðum sér, enda þegar hún hélt á ljósmyndavél í fyrsta sinn voru örlög hennar ráðin. Hún skyldi leggja ljósmyndunina fyrir sig.

Helena Stefánsdóttir rekur ljósmyndastofuna Ljósmyndir Helenu Stefáns.

„Ég var fimm ára stelpa á Fáskrúðsfirði þegar ég tók mína fyrstu ljósmynd. Mamma mín var að mynda mig með kassamyndavél og spurði hvort ég vildi ekki taka af henni eina ljósmynd. Þegar ég leit ofan í glerið og horfði að það sem var fyrir framan mig, vissi ég að þetta væri eitthvað sem ég vildi gera. Ég hreifst gjörsamlega af þessum galdri. Þegar ég var unglingur fór ég að mynda síldarsöltun á Fáskrúðsfirði, Það var mikið fjör og fólkið saltaði á síldarplönunum. Ég sendi filmurúllur á Vísi (seinna Dagblaðið Vísi) ásamt fréttatilkynningum um afla og fleira. Einnig fylgdist ég með nokkrum hljómsveitum fyrir austan, ljósmyndaði þær, skrifaði greinar og sendi á Vísi. Þetta var allt birt mér til mikillar gleði. Þeir urðu svo steinhissa á blaðinu þegar þeir fréttu að það væri einhver krakki að senda til þeirra fullskrifaðar greinar og ljósmyndir. Um tvítugt fór ég svo að starfa sjálf hjá Morgunblaðinu sem tengiliður við fréttaritara á landinu og vann við filmuframköllun“ segir Helena.

Þessi byrjun var Helenu mikilvægur grunnur þegar hún fór að læra við ljósmyndaskólann í Gautaborg í Svíþjóð. „Ég hef alltaf sagt sögur með myndunum mínum og til þess að það sé hægt þá verð ég að kynna mér viðfangsefnið. Mér er sem betur fer eðlislægt að smitast af áhuga fólks. Mér hefði t.d. aldrei grunað að ég ætti eftir á fá áhuga á flugvélum, en raunin er sú að ég hef verið að ljósmynda DC3 flugvélar á Reykjavíkurflugvelli og sankað að mér miklum fróðleik um þessar vélar. Í starfi ljósmyndarans hittir maður fjölda fólks og fræðist um ýmislegt og maður verður að vera tilbúinn að meðtaka.“

Fólkið á myndunum er aðalatriðið

„Meðnemandi minn í Gautaborg, sem kennir nú við skólann, sagði það einkenna verkin mín að fólkinu liði svo vel á myndunum. Ég vil ná góðu sambandi við þá sem ég er að mynda og ná fram því besta hjá viðkomandi svo að hann eða hún sé sem eðlilegastur. Uppstilltar myndir geta verið svo stirðar. Mér finnst betra finna út hvað fólk er að leitast eftir og reyna svo að fanga það með ljósmyndunum. Í brúðkaupsmyndatökum mæti ég oft á æfingar og punkta niður hvað er að gerast í athöfninni. Þegar kemur svo að deginum þá veit ég hvar ég get verið og tekið góðar myndir en verið sem ósýnilegust. Ljósmyndarinn á aldrei að draga að sér athygli frá brúðhjónunum.“

Helena aðhyllist hreinan og einfaldan stíl. „Ég passa mig á að fólkið er aðalatriðið, ekki umhverfið eða skrautið. Þá hef ég farið mjög varlega í effecta, og nota þá ekki nema þeir eigi óneitanlega við. Ljósmyndun er listgrein og ég hef alltaf litið á hana þannig. Ég er líka að þessu því ég hef gaman að ljósmyndun.

 

 

Þegar ég rifja upp þá man ég eftir sérstöku sveitabrúðkaupi sem ég myndaði í Gautaborg. Þetta var ekta grískt brúðkaup og eins og í bíómynd þegar mynda átti stórfjölskylduna á kirkjutröppunum. Það gekk erfiðlega að koma sér saman um hver gæti eða ekki gæti staðið við hliðina á hverjum, vegna fyrrveandi sambanda. En allt blessaðist þetta og endaði veislan að sjálfsögðu með alsherjar Zorba dansi.“

Ævintýrabrúðkaup á ströndinni 

„Fyrir stuttu fór ég í ævintýrabrúðkaup til Víetnam þegar sonur minn giftist ástinni sinni. Það voru um 250 gestir og umhverfið var ótrúlegt. Þau voru gefin saman á ströndinni og svo var dansað í kringum varðeld um kvöldið. Ég þurfti að klípa mig margoft á dag til þess að sannfæra mig um að þetta væri raunverulegt. Ég náði af þeim ógleymanlegum ljósmyndum og er alveg til í að taka að mér fleiri verkefni í svipuðum dúr.“

Nánari upplýsingar á helenastefansdottir.com

Fylgstu með á Facebook

Ármúla 19, Reykjavík

Sími: 866-3314

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn
Kynning
21.05.2020

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
20.03.2020

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum
Kynning
16.03.2020

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI
Kynning
16.03.2020

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna