fbpx
Laugardagur 21.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Kynning

Stefnumót við Múlatorg á laugardaginn: Býttaðu pottaplöntum og upplifðu ekta evrópska götumarkaðsstemningu

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 24. júlí 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn býður til heljarinnar hátíðar laugardaginn 27. júlí í lystigarðinum að Fossheiði 1, Selfossi. Þetta er allsherjar garða-, menningar- og markaðshátíð þar sem stefnt verður saman garðyrkjufræðingum, listamönnum, músíköntum og handverksfólki. Öllum áskrifendum blaðsins, velunnurum og landsmönnum er boðið að koma og fræðast um garðyrkju, næla sér í góð garðyrkjuráð, fallegar pottaplöntur, einstaka list- og handverksmuni og hugmyndir fyrir garðinn. Einnig verða til sölu plöntur, garðvörur, erlendar garðyrkjubækur og auðvitað allir 25 árgangarnir af Sumarhúsinu og garðinum sem og bækurnar.

Það er tilvalið að gera smá lagfæringu á hinum hefðbundna ísrúnt með því að renna við á Selfoss og upplifa þar ekta markaðsstemningu og kynna sér allt það sem er að gerast í garðasenunni í dag. „Það verður gífurlega skemmtileg og ljúf Notting Hill stemning. Það verður lifandi tónlist í boði Skorsteins, sem mun flytja evrópska þjóðlagatónlist.

Við hjá tímaritinu höfum staðið fyrir samskonar hátíðum hér á Selfossi frá árinu 2011 og þar áður tókum við þátt í að halda sýninguna Sumarið í átta ár. Sýningin Stefnumót við Múlatorg var fyrst haldin árið 2014 og hefur bara stækkað ár frá ári,“ segir Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur og ritstjóri tímaritsins Sumarhússins og garðsins.

Auður deilir visku sinni í garðyrkjufræðum.

Lóðréttur gróðurveggur sem hentar í heimagarða

Auður er smiður og garðyrkjufræðingur að mennt. „Fyrir nokkrum árum flutti tímaritið höfuðstöðvar sínar á Selfoss þar sem við tókum við hálf sorglegum grasbletti við Fossheiði 1. Síðan þá hef ég ræktað þar upp stóran fræðslu- og skrúðgarð. Hátíðin verður haldin í garðinum sem er nú í fullum blóma og skartar sínu fegursta. Þar verður margt sniðugt og spennandi að líta. Ég er spennt að kynna fyrir gestum lóðréttan gróðurvegg sem ég setti upp í garðinum í sumar. Garðveggir eru víða vinsælir erlendis en hafa þó ekki sést mikið hér á landi. Það er síður en svo flókið að setja svona upp og aðferðin sem ég notaði var tiltölulega ódýr, einföld og nothæf í flesta heimagarða. Páll Jökull ljósmyndari verður svo með ljósmyndasýningu, bæði landslagsmyndir og af blómum úr garðinum. Einnig verður til sýnis nýtt kryddjurtabeð og verkfærageymsla með sniðugum lausnum sem gætu verðið öðrum fyrirmynd.“

Einnig verður pottaplöntuskiptimarkaður á hátíðinni. „Þar getur fólk skiptst á pottaplöntum. Við hjálpum fólki að umpotta, ráðleggjum um jarðveg, umhirðu, vökvun og fleira. Pottar og mold fást þá gegn vægu gjaldi. Einnig hvet ég gesti til þess að koma með laslegar plöntur, eða myndir af þeim í því það eru allar líkur á því að við lumum á góðum ráðum fyrir plöntuforeldra.“

Rósin: Hvatningarverðlaun

Í ár veitir tímaritið Sumarhúsið og garðurinn í fyrsta sinn hvatningarverðlaunin „Rósina“. Þau eru veitt þeim sumarhúsaeigendum eða garðáhugamönnum sem sýnt hafa framúrskarandi hugmyndaauðgi og elju.

Fljúgandi kettlingar

Í gróðurhúsinu í bakgarðinum fræðir Óli Finnsson garðyrkjufærðingur okkur um lífrænar skordýravarnir. „Hann sýnir þar hvernig nýta má skordýr og lífrænar varnir í gróðurhúsum og görðum. Einnig verður til sýnis humlubú, samskonar því sem garðyrkjubændur nota til frjóvgunar á tómötum og gúrkum. En þessar humlur eru svo gæfar að þær eru næstum eins og fljúgandi kettlingar.“

Það þarf enginn að fara svangur heim

Að sjálfsögðu verður hægt að næra sig á hátíðinni, en Pylsuvagninn, eitt aðalsmerki Selfossbæjar, mun færa sig um set og mæta með landsfrægar pylsur og aðra girnilega rétti og selja eina með öllu. í garðinn. Einnig verður forláta pönnukökuvagn á staðnum fyrir þá sem vilja eitthvað sætt í kjölfarið.

Hátíðin Stefnumót við Múlatorg hefst kl. 11:00 og lýkur kl 17:00. „Við eigum von á miklum fjölda gesta en í fyrra lögðu hátt í þúsund manns leið sína á Múlatorg. Ég hvet fólk eindregið til að mæta snemma til að njóta sem best þess sem við og samstarfsaðilar okkar höfum uppá að bjóða.“

Hátíðin Stefnumót við Múlatorg, Fossheiði 1, Selfossi, verður opin milli kl. 11-17 laugardaginn 27. júlí.

Nánari upplýsingar má nálgast á rit.is

Skráning og nánari upplýsingar um sölubása er í fullum gangi á oli@rit.is

Fylgstu með á Facebook: Sumarhúsið og garðurinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 5 dögum

Ný og glæsileg uppskera af íslensku grænmeti!

Ný og glæsileg uppskera af íslensku grænmeti!
Kynning
Fyrir 5 dögum

Bílasmiðurinn: Hágæðavörur á sanngjörnu verði

Bílasmiðurinn: Hágæðavörur á sanngjörnu verði
Kynning
Fyrir 1 viku

Sámur sápugerð: Hreinlega ómissandi í bílaþrifin

Sámur sápugerð: Hreinlega ómissandi í bílaþrifin
Kynning
Fyrir 1 viku

Ávinningur fyrir umhverfið og bankareikninginn að kaupa notaða bílaparta

Ávinningur fyrir umhverfið og bankareikninginn að kaupa notaða bílaparta
Kynning
Fyrir 1 viku

Gæðasprautun og Gæðaréttingar – Faglegar og umhverfisvænar endurbætur á tjónabílum

Gæðasprautun og Gæðaréttingar – Faglegar og umhverfisvænar endurbætur á tjónabílum
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílaleiga með jákvæðasta orðsporið auglýsir eftir arftaka

Bílaleiga með jákvæðasta orðsporið auglýsir eftir arftaka
Kynning
Fyrir 2 vikum

„PLAstið brotnar niður í náttúrunni á 30 dögum“

„PLAstið brotnar niður í náttúrunni á 30 dögum“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Leiðir til að minnka plast: Áður elskaðir bangsar, tannkremstöflur og heimabakað brauð

Leiðir til að minnka plast: Áður elskaðir bangsar, tannkremstöflur og heimabakað brauð