fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Kynning

Leyndarmál um lúsmý: Hvað er að gerast og hvað er til ráða?

Kynning
Þuríður Elín Sigurðardóttir
Miðvikudaginn 26. júní 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um hið hvimleiða lúsmý hefur sjálfsagt ekki farið framhjá landsmönnum það sem af er sumri. Lúsmýið virðist vera varanleg viðbót við skordýraflóruna hér á landi og breiðist nokkuð hratt út. Steinar Smári Guðbergsson hjá Meindýraeyði Íslands hefur fengist við að eyða þessari óværu frá árinu 2013.

Komið til að vera og fara víðar.

„Ég fékk fyrsta verkefnið tengt lúsmýi árið 2013, það voru alls fjögur tilfelli, í Grafarvogi og Mosfellsbæ. Árið eftir fór ég í Kjósina, nú er þetta komið ansi víða á Suðvesturlandi,“ segir Steinar, sem hefur kynnst lúsmýinu töluvert í starfi sínu.

Í grein Erlings Ólafssonar skordýrafræðings sem birtist á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að þekking á lúsmýi hér á landi sé í raun enn takmörkuð. Vitað er að tegundin sýgur blóð úr spendýrum, en kvendýrin þurfa á blóði að halda til að þroska egg sín. Ein kynslóð þroskast á ári hverju, og hefur útbreiðsla verið nokkuð ör með hlýnandi loftslagi.

Bíta alla jafnt – hættulaust en hræðilega óþægilegt.

Margir telja sig vera ónæma fyrir bitum, en Steinar segir það orðum aukið. „Við þekkjum öll sögur af fjölskyldunni sem fór saman til Spánar og pöddurnar bitu alla nema mömmuna. Það virkar ekki þannig. Lúsmýið bítur alla jafnt, en fólk bregst mjög mismunandi við bitunum.“

Steinar segist oft hafa eytt veggjalúsum í hundraðatali hjá fólki sem aldrei hefur fundið fyrir bitum. Vandamálið uppgötvast gjarnan þegar ný manneskja kemur í húsið og sýnir bráðaofnæmisviðbrögð við skordýrunum.

„Þannig er það líka með lúsmýið. Bitin eru ekki hættuleg, en þeim geta fylgt verulega mikil óþægindi, fólk hefur jafnvel þurft að yfirgefa húsin sín út af þessu. Það eru bakteríur í munnvatni flugunnar sem hún skilur eftir í húðinni þegar hún bítur. Sumir finna ekki fyrir neinu, en aðrir enda inni á bráðdeild með ofnæmisskot og sýklalyf.“

Hvað er til ráða?

Á facebooksíðu Meindýraeyðis Íslands deildi Steinar frétt um fræga Íslendinga sem orðið höfðu fyrir barðinu á lúsmýi. Í athugasemdum við færsluna er að finna fjölda húsráða sem fólk hefur notað í baráttunni við bitvarginn. Steinar telur þau góðra gjalda verð, en varar þó við að hafa of mikla trú á þeim:

„Sumir taka B-vítamín og eru aldrei bitnur, en það getur líka verið huglægt. En ef það virkar þá er það frábært. Ég hef heyrt að sprey sem kallast Vernd og fæst á bensínstöðvum hafi reynst fólki ágætlega.“

Á vefsíðunni eydir.is má einnig finna forvarnarmyndband, um hvernig koma megi minnka líkur á biti lúsmýsins.

Eyðingin atvinnuleyndarmál.

Steinar segist í raun ekki geta gefið nein töfraráð þegar kemur að því að eitra fyrir lúsmýi, önnur en þau sem hann veitir sjálfur.

„Flugurnar þola ekki sól, þessvegna koma þær á nóttunni. Ég er búinn að vera að þessu síðan 2013 og hef lagst í töluverða rannsóknarvinnu til að setja mig inní lífshætti þessara kvikinda,“ segir Steinar, sem beitir svokallaðri hringvörn í viðureign sinni við flugurnar.

„Ég meðhöndla valda staði í og við húsin og ráðlegg fólki líka varðandi frekari aðgerðir innandyra.“

Steinar Smári Guðbergsson

Fleiri en hundrað tilfelli – ein kvörtun

Frá árinu 2013 hefur Steinar fengið yfir hundrað verkefni tengd lúsmýi. Þar af hefur ein kvörtun borist.

„Það var einn viðskiptavinur sem kvartaði, það var eitthvað sem gekk ekki upp. Ég fór bara beint á staðinn og tók svæðið aftur í gegn, málið leyst.“

Hægt er að hafa samband við Steinar í síma 897-5255, gegnum vefsíðuna www.eydir.is eða á facebooksíðu Meindýraeyðis Íslands. Þar er að finna fróðleik og ráð gegn lúsmýi sem og fleiri skaðvöldum sem eiga það til að gera okkur lífið leitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn
Kynning
21.05.2020

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
20.03.2020

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum
Kynning
16.03.2020

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI
Kynning
16.03.2020

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna