fbpx
Mánudagur 14.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Klofið Pólland

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Kynning

Leiðsöguskóli Íslands: Ekki bara skóli fyrir fróða skemmtikrafta

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 18. júní 2019 16:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nám í Leiðsöguskóla MK er víðfemt og fjölbreytt og miðar að því að undirbúa nemendur undir hið stórskemmtilega starf sem leiðsögumannastarfið er. Þá er miðað að því að undirbúa verðandi leiðsögumenn undir það að segja frá því sem er áhugavert og frásagnavert, hvort sem það er sögulegur fróðleikur, jarðfræði eða um náttúru landsins. Þeir sem útskrifast sem leiðsögumenn frá Leiðsöguskólanum fá félagsaðild að fagdeild Félags leiðsögumanna þ.e. fulla aðild að félaginu sem á að veita þeim forgang í leiðsögustörf .

Fánýtur og fjölnýtur fróðleikur

„Nemendur læra mjög margt og meðal annars að setja ýmsar stærðir og fjölda í samhengi til þess að auka skilning ferðamannsins. Til dæmis hvað tiltekin hraunbreiða samsvarar mörgum fótboltavöllum og fleira í þeim dúr. Ferðamenn eru  oft mjög forvitnir um lífshætti Íslendinga og daglegt líf og eru verðandi leiðsögumenn fræddir um þessi málefni. Nemendur þurfa að leggja mjög margt á minnið til að vera vel undirbúnir þegar spurningar kvikna hjá ferðamönnum sem langar allt í einu að vita hve margir búa á Selfossi, hvað íbúð kostar á Hvolsvelli eða hvað kostar hafa barn á leikskóla“ segir Kristín Hrönn Þráinsdóttir, fagstjóri Leiðsöguskólans.

Sérfróðir kennarar

Kennarar eru allir sérfræðingar á sínu sviði. „Við erum t.d. með jarðfræðing, líffræðinga sem kenna nemendum um dýra- og plöntulíf, sagnfræðing, leiðsögumenn og marga gestafyrirlesara. Við höfum verið virkilega heppin með kennara því þeir eru upp til hópa mjög færir og hafa gaman að því að miðla þekkingu sinni.“ Miðað er við að nemandi kunni að minnsta kosti eitt erlent tungumáli það vel að hann sé fær um að segja frá á því þannig að áheyrendur bæði skilji og njóti frásagnarinnar. Þá er vikuleg þjálfun í tungumálahópum. „Nemendur tala langflestir ensku en þetta er þó mismunandi eftir árum. Í fyrra útskrifuðust t.d. sex nemendur sem frönsku sem leiðsagnartungumál.“

Námið

Nemendafjöldinn er breytilegur og ekki eru allir nemendur í fullu námi en hægt er að skipta náminu á 2 ár. Á haustönn eru allir saman í tímum nema í tungumálaþjálfun en hún fer fram í litlum hópum. Í lok haustannar velja nemendur sér kjörsvið, annað hvort almenna leiðsögn eða gönguleiðsögn. Námið er annars vegar bóklegt og hins vegar verklegt. Verklega námið byggist á ferðum þar sem nemendur eru þjálfaðir í því að stýra og halda tölur fyrir aðra nemendur.

Almenn leiðsögn

„Segja má að nemendur í almennri leiðsögn fari hringinn í kringum landið í kennslustofunni með kennurum. Æfingaferðir í rútu eru stór liður í þjálfun nemenda og fara nemendur á helstu ferðamannastaði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Náminu lýkur með 6 daga hringferð um landið þar sem nemendur skiptast á að leiðsegja.“

Gönguleiðsögn

Nemendur fá kennslu og þjálfun í að fara með ferðamenn í lengri eða styttri gönguferðir en einnig fá þeir þjálfun í leiðsögn í rútu. Nemendur fara í sólarhrings rötunarferð, helgarnámskeið í vetrarfjallamennsku, auk æfingar í að vaða straumvötn. Nemendur fara í nokkrar gönguferðir á eigin vegum. Náminu lýkur með 5 daga bakpokagönguferð um óbyggðir þar sem gist er í tjöldum.

Skemmtilegt og hresst fólk

„Fólkið sem sækir í þetta nám er hresst og skemmtilegt fólk upp til hópa sem hefur gaman að öðru fólki. Sumir eru listamenn sem sjá fyrir sér að vinna í  leiðsögn í hlutastarfi. Svo eru aðrir sem langar að skipta um starfsvettvang, hafa kannski unnið bak við tölvuskjá allt sitt líf og þrá að breyta til. Svo eru líka margir sem sjá leiðsögumennskuna sem framtíðarstarfsvettvang. Enn aðrir eru þarna af einskærri forvitni, enda er þetta skemmtilegt nám og gríðarlega áhugavert.“ Leiðsögunámið nýtist fyrir töluvert fleiri svið en bara leiðsögn, þetta tilvalið nám fyrir þá sem vinna við að skipuleggja ferðir, starfa í upplýsingamiðstöðum fyrir ferðamenn og fleira.

Hið falda hlutverk leiðsögumannsins

Leiðsögumaður er ekki bara fróður skemmtikraftur heldur er mikilvægur hluti af starfi hans að gæta öryggis ferðamanna sinna sem og að vernda það svæði sem farið er um. „Þetta er í raun svipað eins og flugþjónar og flugfreyjur. Mikilvægasta verkefni þeirra er ekki að bera ofan í gesti drykki, mat og selja skattfrjálsar vörur í háloftunum, heldur er það að tryggja öryggi allra sem eru um borð í flugvélinni. Leiðsögumenn, hvort sem þeir útskrifast úr almennri leiðsögn eða gönguleiðsögn, fá kennslu í skyndihjálp, læra hvernig á að undirbúa ferðamenn áður en komið er á viðkvæma ferðamannastaði sem og staði sem þarf að vara fólk við hættum áður en farið er um þá. Það er að mörgu að hyggja til að ferðir verði sem ánægjulegastar og öruggastar fyrir ferðamanninn“ segir Kristín.

Kennsla hefst 26. ágúst og útskrifast nemendur í maí árið eftir. Skráðu þig í Leiðsöguskóla MK hér. Tekið er á móti umsóknum út júní.

Digranesvegi 51, 200 Kópavogur.
Sími: 594-4000

Fylgstu með okkur á Facebook: Leiðsöguskóli Íslands

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Húðfegrun: Hátæknilegar og árangursríkar húðmeðferðir

Húðfegrun: Hátæknilegar og árangursríkar húðmeðferðir
Kynning
Fyrir 1 viku

Nuddstofan Costa Verde: Augnablik til að slaka á

Nuddstofan Costa Verde: Augnablik til að slaka á
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jólamatseðill Kol og sívinsæl villibráðarsúpa 

Jólamatseðill Kol og sívinsæl villibráðarsúpa 
Kynning
Fyrir 2 vikum

Aktu af öryggi og með góða umhverfissamvisku í allan vetur á Green Diamond

Aktu af öryggi og með góða umhverfissamvisku í allan vetur á Green Diamond
Kynning
Fyrir 2 vikum

Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts: Fagmenn á sviði raftækni

Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts: Fagmenn á sviði raftækni
Kynning
Fyrir 2 vikum

Krydduð jól og rífandi stemning á KRYDD Veitingahúsi

Krydduð jól og rífandi stemning á KRYDD Veitingahúsi