fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Vita Biosa: Heilbrigð þarmaflóra er hornsteinn góðrar heilsu

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 25. maí 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigð þarmaflóra er ein af grunnstoðum góðrar heilsu. Án hennar getur melting, upptaka og nýting næringarefna ekki gengið eðlilega fyrir sig. Í meltingarfærunum býr einnig stór hluti ónæmiskerfis okkar og flóran leikur þar stórt hlutverk í að verja okkur fyrir óboðnum gestum sem geta valdið sýkingum og öðrum óskunda. Það er því gríðarlega mikilvægt að hlúa vel að meltingarflórunni.

Margt sem getur raskað jafnvægi þarmaflórunnar
„Meltingarvandamál eru gríðarlega algeng og líklegt er að ójafnvægi þarmaflórunnar eigi þar oft stóran hlut að máli. Í fullkomnum heimi væri þarmaflóran í fullkomnu jafnvægi án þess að við þyrftum að hafa nokkuð fyrir því, en ótal margt getur komið henni úr jafnvægi. Sýklalyf, hormónalyf, streita, mengun og næringarsnautt mataræði eru sennilega verstu óvinir þarmaflórunnar og eitthvað ef ekki allt af framantöldu hefur verið hluti af lífi flestra,“ segir Ösp Viðarsdóttir, næringarþerapisti.

Rannsóknir hafa sýnt hversu víðtæk áhrif þarmaflóran hefur í líkamanum:

  • Öll þarmastarfsemi veltur á góðri flóru, þ.m.t. upptaka næringarefna, nýting þeirra og úrvinnsla
  • Ónæmiskerfið – ef þarmaflóran er í ójafnvægi eru varnir líkamans veikari
  • Geðheilsa – rannsóknir hafa sýnt fram á sterkt tengsl milli ástands þarmaflóru og ýmissa geðrænna vandamála eins og kvíða og þunglyndis
  • Efnaskipti – þarmaflóran gæti verið áhrifaþáttur í offitu og sykursýki II
  • Húðin – bólur, exem og önnur húðvandamál geta verið merki um óheilbrigða þarmaflóru

Kemur þarmaflórunni í lag

Það er ekki að ástæðulausu að Vita Biosa hafa verið mest seldu meltingargerlar í Danmörku í meira en 13 ár. Um er að ræða náttúrulegan góðgerladrykk, unninn úr 19 lífrænt ræktuðum jurtum sem eru gerjaðar með vinveittum gerlum. Við gerjunina margfaldast gerlafjöldinn svo úr verður öflugur góðgerladrykkur sem nærir og styrkir okkar eigin þarmaflóru.

 

Jurtirnar sem eru notaðar eru:

anís, basil, grikkjasmári, dill, einir, fennel, yllir, engifer, hvönn, kerfill, lakkrísrót, oregano, piparmynta, steinselja, kamilla, rósmarín, salvía, netla og timjan.

Notaðir eru sex mismunandi gerlar við gerjunina, en við hana myndast mjólkursýra og svo ediksýra. Útkoman hefur PH gildið 3,5 en þetta lága sýrustig skýrir geymsluþol Vita Biosa og kemur í veg fyrir að skaðlegar örverur geti myndast í vökvanum. Þá geymist drykkurinn í tvo mánuði í kæli eftir opnun.

Gerlarnir sem við notum eru eftirfarandi:

  • Bifidobacterium animalis subs.lactis BB12
  • Lactobacillus acidophilus LA5
  • Lactobacillus paracasei subsp. paracasei L.casei 431
  • Lactococcus lactis subsp.lactis
  • Lactococcus lactis subsp.lactis biovar diacetylactis
  • Leuconostoc pseudomesenteroides
  • Streptococcus thermophilus (skaðlaus tegund)

Vita Biosa er sykur-, glúten- og mjólkurlaus vara sem hentar börnum og fullorðnum. Gott er að taka 20–30 ml tvisvar á dag eða oftar í kringum máltíðir. Bragðið er milt og frískandi og örlítið súrt. „Það er til dæmis sniðugt fyrir þá sem vilja ekki drekka Vita Biosa óblandaðan, að blanda hann út í vatn, safa eða út í morgunbústið,“ segir Ösp.

Vita Biosa er snilld í morgunbústið!

Fæst í heilsuverslunum, apótekum, Fjarðarkaupum og vefverslun Organic.is.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum