Laugardagur 18.janúar 2020
Kynning

Holt Inn: Sveitaparadís í hjarta Vestfjarða

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 13. apríl 2019 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Holt Inn er ekta sveitahótel staðsett í Önundarfirði, hjarta Vestfjarða, þar sem náttúrufegurð, sveitagestrisni, ljúfur fuglasöngur, fjölbreytt dýralíf og kyrrð mætast og mynda einstakt og notalegt andrúmsloft. „Við erum í um fimm klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík og örstutt frá Ísafirði, Flateyri og Suðureyri þar sem finna má góða grunnþjónustu, golfvelli, skíðasvæði, söfn, setur og fyrirtaks sundlaugar. Að koma hingað á að vera eins og að fara í gott frí. Ég hef sjálf töluverða reynslu af gistihúsarekstri en amma mín, sem er hússtjórnarskólagengin, rak Bed and Breakfast-gistihús. Á sumrin hjálpaði ég henni mikið og lærði margt af henni. Við sjáum til þess að gesti okkar vanhagi ekki um neitt og að þeir geti notið sín í algerri kyrrð og ró í fallegu umhverfi,“ segir Hólmfríður Bóasdóttir, eða Hófí eins og hún er alltaf kölluð.

Fyrsta flokks aðstaða

„Við hjónin, ég og Kristján Óskar Ásvaldsson, ásamt tengdaforeldrum mínum, Helgu Dóru Kristjánsdóttur og Ásvaldi Magnússyni tókum okkur til og græjuðum gamla skólann í Önundarfirði. Hótelið opnuðum við þann 18. júní 2018. Við erum með 11 2–3 manna herbergi sem öll eru með sér baði,“ segir Hófí.

Holt Inn er sérlega sjarmerandi og fjölskyldurekið sveitahótel og er opið allan ársins hring. „Við erum fjögur sem sjáum um reksturinn og skiptumst á að vera á staðnum á milli þess sem við sinnum dagvinnunni okkar. Á veturna erum við bara fjögur í þessu en á sumrin erum við með þrjá aðra starfsmenn úr Önundarfirði.“ Á hótelinu eru tveir 30 og 100 manna salir sem eru tilvaldir hvort heldur er fyrir fundahald eða veislur svo sem brúðkaup, stórafmæli eða ættarmót. Á staðnum er gott, frítt þráðlaust net, skjávarpi, sjónvarpsskjár, píanó og orgel.

Hæstánægð brúðhjón

Í Önundarfirði er mikil friðsæld og fámenni. Einnig er afar lítil ljósmengun sem gefur gullið tækifæri til norðurljósaskoðunar. Hér er líka margt hægt að gera. Umhverfið býður upp á stórskemmtilegar gönguferðir, við Holtsbryggju er hægt að stinga sér til sjósunds eða stunda ýmiss konar sjósport eins og kajakferðir. „Í fyrrasumar var gullfallegt brúðkaup haldið hjá okkur og var stemningin ólík öllu sem ég hef kynnst. Brúðhjónin höfðu samband við okkur eftirá og þökkuðu okkur fyrir að gera þennan viðburð algerlega ógleymanlegan. Það voru allir svo ánægðir með upplifunina. Það myndast líka svo skemmtileg stemning í svona veislum þegar allir eru samankomnir undir sama þaki, einhvers staðar í guðsgrænni náttúrunni fjarri skarkala borgarinnar.“

Vantar þig gistingu um páskahelgina?

„Við eigum nokkur herbergi laus núna fyrir heppna einstaklinga sem eru að leita sér að gistingu fyrir Aldrei fór ég suður, tónlistarhátíðina margrómuðu sem haldin er á Ísafirði um páskahelgina. Við erum steinsnar frá Ísafirði og því er tilvalið að koma sér fyrir hér á Holt Inn í kyrrð og ró, halda svo á skemmtilega tónleika á Ísafirði og koma svo aftur í besta nætursvefn sem þú hefur upplifað.

Það hefur verið brjálað að gera hjá okkur og þetta ævintýri hefur farið langt fram úr okkar björtustu vonum, þó svo að við höfum bara opnað í fyrra. Við höfum fengið fyrsta flokks undirtektir á helstu bókunar- og ummælasíðum á netinu og fólk er ánægt með aðstöðuna hér og gestrisnina. Við erum mjög bjartsýn á framtíðina,“ segir Hófí.

Við bjóðum alla velkomna til okkar á Holt Inn með einstakri sveitagestrisni, eins og okkur einum er lagið.

Bókaðu herbergi á holtinn.is

Holt, 426 Flateyri

Sími: 456-7611

Vefpóstur: holtinn@holtinn.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Hugræn endurforritun:  Lykillinn að árangri og vellíðan

Hugræn endurforritun:  Lykillinn að árangri og vellíðan
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hágæða gluggatjöld frá Bólstraranum

Hágæða gluggatjöld frá Bólstraranum
Kynning
Fyrir 2 vikum

Klifurhúsið: Klifur er lífsstíll

Klifurhúsið: Klifur er lífsstíll
Kynning
Fyrir 2 vikum

Eins og upp úr vísindaskáldskap, í eldhúsinu heima hjá þér!

Eins og upp úr vísindaskáldskap, í eldhúsinu heima hjá þér!
Kynning
Fyrir 4 vikum

Nýtt á Íslandi: Búlgörsk fegurðarleyndarmál afhjúpuð

Nýtt á Íslandi: Búlgörsk fegurðarleyndarmál afhjúpuð
Kynning
Fyrir 4 vikum

Hús og mál: Þú þarft ekki að leita lengra!

Hús og mál: Þú þarft ekki að leita lengra!
Kynning
18.12.2019

Pronet: Háþróuð öryggistæki og eftirlitskerfi fyrir heimili og fyrirtæki

Pronet: Háþróuð öryggistæki og eftirlitskerfi fyrir heimili og fyrirtæki
Kynning
18.12.2019

Dýrindis skötuhlaðborð á Bryggjunni Brugghúsi!

Dýrindis skötuhlaðborð á Bryggjunni Brugghúsi!