Fimmtudagur 12.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Stjörnustríð í Hörpu: Bíótónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 1. apríl 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Endur fyrir löngu, í fjarlægri vetrarbraut“

Svona byrjar ævintýrið! Stjörnustríð eða Star Wars er á efa ein frægasta kvikmyndasyrpa allra tíma. Fyrsta myndin, frá árinu 1977, sló strax í gegn og má segja að ekkert lát hafi orðið á vinsældunum síðan. Nú eru myndirnar alls orðnar átta og sagan sem þar er sögð er ævintýralegri en nokkurn óraði fyrir í upphafi.

Hin epíska kvikmynd Star Wars: A New Hope verður sýnd með lifandi flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 3. 4. og 5. apríl.

Þetta er einstakur viðburður fyrir alla aðdáendur Star Wars sagnabálksins sem og tónlistarunnendur.

Til þess að hita upp fyrir tónleikana voru nokkrir meðlimir hljómsveitarinnar fengnir til þess að sýna mátt sinn og leika fyrir okkur þekkt atriði úr myndinni með hljóðfærum sínum. Útkoman er hreint út sagt ótrúleg!

John Williams hefur samið tónlistina við allar Stjörnustríðsmyndirnar. Litrík og glæsileg tónlistin á stóran þátt í vinsældum myndanna enda hefur Williams sópað til sín verðlaunum fyrir tónlistina. Alls notar hann um 50 stef sem snúa aftur og tengjast ákveðnum persónum eða kringumstæðum, rétt eins og Richard Wagner gerði í óperum sínum meira en 100 árum fyrr.

Í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Í upphaflegu myndinni frá 1977 lék Sinfóníuhljómsveit Lundúna tónlistina, en á þessum tónleikum verður myndin sýnd við lifandi flutning Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þetta eru tónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af.

Kvikmyndin er sýnd með íslenskum texta.

Nældu þér í miða á sinfonia.is
Sími í miðasölu: 528-5050

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Cyber Monday: Viðskiptavinir Hermosa.is breiða út boðskap um gleðileg kynlífstækjajól! 

Cyber Monday: Viðskiptavinir Hermosa.is breiða út boðskap um gleðileg kynlífstækjajól! 
Kynning
Fyrir 1 viku

Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár

Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár
Kynning
Fyrir 2 vikum

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna