Fimmtudagur 12.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Gaman að sjá hvað íslenskar konur þora!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 1. apríl 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við mamma keyptum verslunina Momo árið 2015. Við höfum alveg skipt um áherslur og merki síðan þá og það er ótrúlegt hvað samvinna okkar mömmu gengur vel. Við erum ólíkar í vextinum og með ólíkan fatasmekk þannig við eigum það alveg til að vera mjög ósammála í innkaupum. En það er bara jákvætt því það sýnir sig í enn fjölbreyttara úrvali sem konur eru almennt ofboðslega ánægðar með. Við erum með allt frá skrifstofuklæðnaði og upp í þægilegan og smart hversdagsfatnað í góðum stærðum frá 32-48,“ segir Inga Hrönn, annar eigandi tískuvöruverslunarinnar Momo í Nóatúni.

Endurvakið tískumerki

Momo býður upp á danskan gæðafatnað. „Flíkurnar frá Kaffe eru sérlega fallegar og er merkið alveg ótrúlega vinsælt í dag. Einnig erum við með B.young, Soulmate og OneTwoLuxuz. Margit Brandt er svo klassísk hágæða tískuvara sem er gaman að bjóða uppá samhliða hinum merkjunum. Margit Brandt var heitasta tískuvörumerkið í Evrópu á sjötta og sjöunda áratugnum. Brandt hjónin voru svona David og Victoria Beckham síns tíma. Þau voru sannkallaðir brautryðjendur í tískunni. Merkið lagðist af en var endurvakið eftir að Margit lést árið 2011. Mörg af vinsælustu sniðunum frá þeim í dag, t.d. á kápunum þeirra eru byggð á upprunalegu sniðum sem voru vinsælust á sjötta áratugnum, sem sýnir það hvað þau voru ofboðslega langt á undan sinni samtíð.“

 

Heitt í vor!

„Vorið í ár er mjög spennandi. Við erum að sjá mikið af björtum litum, allt frá nude og yfir í gult og bleikt. Vinsældir samfestingsins eru heldur ekkert að dala. Helsta breytingin í ár er að buxurnar eru að víkka að neðan og jakkarnir að síkka. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan í tískunni, eins og alltaf. Það er svo gaman að starfa í þessum bransa. Það er eins og jólin komi einu sinni í viku hjá okkur þegar það koma nýjar sendingar. Það er alltaf jafn spennandi að sjá hvað kemur úr kössunum.“

Stelpur stjórna heiminum í gallabuxum!

„Gallabuxur eiga alltaf við, eins og maðurinn sagði: „Give a girl a pair of jeans and she can conquer the world. Við erum orðnar landsþekktar fyrir frábært gallabuxnaúrval frá Dranella og Pulz. Við eigum rosalega mörg snið, bæði með háa og lága ísetu sem passa vel á flestar mjaðmir og rassa. Dranella er með flott úrval af klassískum gallabuxum á meðan buxurnar frá Pulz eru afslappaðri, oft rifnar, með saumum eða tölum sem poppa upp buxurnar.“

Aldrei of gamlar til að vera töff!

„Nýlega erum við farnar að selja föt og töskur frá spænska merkinu Desigual! Sjálf er ég ofboðslega hrifin af því merki því það eru svo brjálaðir litir og mynstur í línunum frá þeim, sem brjóta upp allt þetta svarta sem tröllríður öllu, sérstaklega á veturna. Það er líka svo gaman að sjá hvað íslenskar konur eru farnar að þora meira og eru til í að prófa nýja liti og ný mynstur, og það alveg upp eftir öllum aldri. Við erum nefnilega aldrei of gamlar til að vera töff!“

Meira pláss og notalegra andrúmsloft

„Við erum með stóran fastan kúnnahóp sem kemur aftur og aftur vegna þess hvað þeim þykir gaman að koma til okkar. Það er líka ein af ástæðunum fyrir því að við fluttum úr Kringlunni í Nóatúnið. Hér erum við með stærri og betri aðstöðu. Mátunarrýmið er eins og „lounge“ eins og maður segir á góðri íslensku. Þar er stóll fyrir herrana sem koma með konunum sínum. Við erum líka alltaf með heitt á könnunni fyrir gesti og gangandi og viljum að öllum líði vel hjá okkur. Enda hafa þær velflestar konurnar talað um hvað það er miklu skemmtilegra að koma til okkar hingað heldur en í Kringluna.“

 

Slökkvum aldrei á þjónustulundinni

„Það er líka mjög einfalt að versla á netinu hjá okkur. Við sendum frítt hvert á land sem er og svo er lítið mál að skila eða skipta. Þó svo konur séu að versla við okkur á netinu eða í gegnum símann þá slökum við ekkert á þjónustunni. Við skellum okkur í fötin og mátum fyrir þær og mælum flíkurnar. Konurnar eru hæstánægðar með viðmótið og þjónustuna sem þær fá. Það er svo alltaf gaman þegar konurnar sem versla í netversluninni okkar, koma í heimsókn til okkar þegar þær eru í bænum. Þær eru ekkert endilega að koma til að versla heldur til að segja hæ. Það finnst okkur alveg dásamlegt.“

Saumaklúbbskvöldin slá í gegn

Í dag tökum við á móti hópum og saumaklúbbum utan hefðbundins opnunartíma. Þá bjóðum við upp á hvítvín og konurnar skemmta sér konunglega hjá okkur. Þær eru að dressa sig upp fyrir einhver tilefni eða eru bara að gera vel við sig. Við gerðum mikið af þessu á meðan verslunin var í Garðabænum en hættum því eftir að við fórum upp í  Kringlu. Við ætlum klárlega að halda þessu áfram því við höfum fundið fyrir miklum áhuga á svona konukvöldum,“ segir Inga.

Nóatúni 17, 105 Reykjavík.

Nánari upplýsingar má finna á momo.is

Fylgstu með okkur á Facebook: Momo konur

Sími: 588-2880 / 695-1894

Opnunartímar: Virka daga frá 11 – 18 og lau. frá 12 – 16.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Cyber Monday: Viðskiptavinir Hermosa.is breiða út boðskap um gleðileg kynlífstækjajól! 

Cyber Monday: Viðskiptavinir Hermosa.is breiða út boðskap um gleðileg kynlífstækjajól! 
Kynning
Fyrir 1 viku

Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár

Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár
Kynning
Fyrir 2 vikum

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna