fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Speed Stack: Einbeiting, samhæfing og ótrúlegur hraði

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 9. mars 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sport Stacking glasastöflun er stórskemmtileg íþrótt sem verður sífellt vinsælli með hverju árinu. „Íþróttin er stunduð í tæplega 50.000 skólum og stofnunum í yfir 50 löndum og það eru haldnar stórar keppnir í þessu úti um allan heim. Á hverju ári er haldið heimsmeistaramót þar sem börn, unglinar og fullorðnir keppa í þessari frábæru íþrótt,“ segir Guðmundur Már Ketilsson.

Speed Stacks glösin eru til í öllum litum!


Ekki lengur límd við símann

„Glasastöflun er meðal annars inni í námskrá í mörgum bandarískum skólum. Þá er þetta valfag eins og smíði eða handavinna. Sportið er einnig orðið mjög vinsælt í dönskum skólum en íþróttin var m.a. kynnt þar til þess að vega upp á móti öllum þeim tíma sem börn og unglingar verja í símanum og á samfélagsmiðlum í frístundum. Margir eru þá farnir að leika sér í glasastöflun úti í frímínútum í stað þess að vera límd við símann.“

Ótrúlegur hraði

Sport stacking gengur út á að stafla plastglösum í fyrirfram ákveðin mynstur, í ákveðinni röð, eins hratt og mögulegt er. Þá er staflað í 3-3-3 mynstur, 3-6-3, og svo í raðmynstur þar sem farið er í gegnum nokkur mynstur.

„Þetta hljómar kannski einfalt en þau sem eru flink geta staflað á ótrúlegum hraða og nota til þess tækni sem þau tileinka sér svo stöflunin gangi snurðulaust fyrir sig. Heimsmetið í 3-3-3 mynstrinu er 1,3 sekúndur, sem hljómar ótrúlegt, en þeir bestu eru svona snöggir.“

Speed Stacks-glösin

Það virkar langbest að notast við Speed Stack-glösin þar sem þau eru sérbyggð fyrir íþróttina. Það er gat á botninum á hverju glasi svo að þau festist ekki saman, staflist vel og renni auðveldlega í sundur og saman. „Við erum með umboð fyrir sölu á Speed Stacks-glösunum á Íslandi og höfum farið í félagsmiðstöðvar og skóla að kynna íþróttina. Við fórum á kynningu hjá Samfés með glösin og í kjölfarið sendum við Speed Stacks-glös í fjölmörg félagsheimili úti á landi. Við stefnum svo að því að halda Íslandsmeistaramót í glasastöflun innan tveggja ára.“

SEK pro series glös.

Samhæfing og einbeiting

Það sem er hvað best við þessa íþrótt er að hún hentar öllum, á öllum aldri. Börn eru fljót að tileinka sér tæknina við að stafla og fullorðnum þykir þetta ekki síður skemmtilegt. Svo henta hefðbundnar hópíþróttir og boltaíþróttir ekki alltaf öllum krökkum og þá koma íþróttir eins og Sport Stacking sterkar inn. Það hafa verið gerðar margar rannsóknir og komið hefur í ljós að þetta er virkilega holl íþrótt þar sem hún æfir vel samhæfingu milli augna og handa og eykur enn fremur einbeitingu. Þetta er því líka sniðugt sport fyrir þá sem stunda aðrar íþróttir en vilja æfa þessi atriði betur. „Sjálfur er ég ekkert sérlega góður í að stafla, en mér finnst það eigi að síður gaman. Sonur minn, sem er ellefu ára, og vinir hans eru miklu betri en ég og leika sér mikið í þessu.“

 

Lágt grunngjald

Einnig er vert að benda á að það eina sem þarf í sportið er í rauninni Speed Stacks-glösin en mottan kemur sér vel til að draga úr hávaða og halda glösunum stöðugum. Startgjaldið fyrir íþróttina er því mjög lágt miðað við margar aðrar íþróttir og tómstundir. „Einnig fylgir ævilöng ábyrgð á glösunum og ef eitt brotnar þá færðu bara nýtt,“ segir Guðmundur.

Speed Stacks motta.

Eins og staðan er í dag þá fást vörurnar eingöngu á síðunni www.speedstacks.is

Sími: 690-4920 / 698-8041

Netpóstur: info@speedstacks.is

Facebook: Speed Stacks á Íslandi

Instagram: Speedstacksisland

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum