fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

HÚÐIN skin clinic: Nýjungar í húðmeðferð

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 2. mars 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húðmeðferðarstöðin HÚÐIN skin clinic býður upp á fjölbreyttar húðmeðferðir og faglega þjónustu. Þar starfa dr. Lára G. Sigurðardóttir læknir, Sigríður Arna Sigurðardóttir, hjúkrunar- og förðunarfræðingur, Drífa Ísabella Davíðsdóttir hjúkrunarfræðingur og Esther Helga Ólafsdóttir, móttökuritari og snyrtifræðingur.

 

„Hjá HÚÐIN skin clinic fögnum við fjölbreytileika og leggjum áherslu á að bæta en ekki breyta náttúrulegu útliti. Undanfarinn áratug hefur orðið mikil vakning um hversu margt er hægt að gera til að hugsa betur um húðina, bæði með því sem maður getur gert sjálfur og meðferðum sem bæta ástand húðarinnar, eins og að draga úr öldrunareinkennum. Við erum sífellt að auka þekkingu okkar og taka inn nýjar vörur og meðferðir, því ástríða okkar er að gefa fólki kost á að halda húðinni heilbrigðri og fallegri. Auk fjölda húðmeðferða bjóðum við upp á einstaklingsmiðaða ráðgjöf,“ segir Sigríður Arna.

Undraefnið kollagen

„Við vorum að taka inn glænýja vöru sem hefur verið að slá í gegn undanfarið. Þetta eru kollagendrykkir sem maður innbyrðir í morgunsárið en kollagen hefur stinnandi áhrif á húðina. Kollagen fæst einnig í duft- og töfluformi en drykkirnir eru sérstaklega hentugir og hafa reynst vel. Einnig erum við með til sölu sérstaka varasalva með kollagenpeptíðum sem auka raka í vörum og gera þær þrýstnari og mýkri. Fyrir mér er kollagen undraefni fyrir húðina.“

 

Rakabomba

„Við erum svo að taka inn nýja maska sem við erum spenntar fyrir. Þetta eru hyaluronic-sýru maskar sem eru sérstaklega rakagefandi fyrir húðina. Í boði verður Lúxus demantshúðslípunarmeðferð með þessum möskum og við höfum vægast sagt verið mjög ánægðar með þessa samsetningu. Einnig verða maskarnir til sölu hér á stofunni hjá okkur.“

Dermapen og maski.

20% af Dermapen-meðferð í mars

„Við vorum að fjárfesta í nýjustu kynslóðinni af Dermapen sem gefur enn betri árangur en sá gamli, sem er reyndar bara ársgamall. Önnur nýjung hjá okkur er að bjóða áhrifameiri Dermapen-meðferð þar sem sérhannaðar ávaxtasýrur eru notaðar samhliða, en þessi samsetning gerir okkur kleift að vinna vel með bæði ysta- og miðlag húðarinnar,“ segir Lára og bætir við: „Það gleður okkur alltaf að geta gert vel við viðskiptavini okkar og því ætlum við að bjóða þessa eftirsóttu meðferð á 20% afslætti út mars.“

Dermapen-meðferð, fyrir og eftir.

Fyllt upp í djúpar línur með áhrifaríkum hætti

Notkun á Restylane fylliefniefnum til að minnka og fjarlægja djúpar línur í húðinni er ein vinsælasta húðmeðferðin í dag enda algengt að heyra hve úthvíldur maður er eða líti vel út eftir þessa meðferð. Restylane, sem er gert úr náttúrulegu rakaefni húðarinnar, er sett rétt undir húðina og við það sléttist úr húðinni en það er venjulega skuggaspil andlitslína sem lætur okkur taka mest eftir þeim. Þannig hverfa línurnar eða verða minna sýnilegar. Varir minnka oft með aldrinum og þá er hægt að nota Restylane til að gefa meiri fyllingu í þær.

 

Húðslípun gegn bólum og fílapenslum

Húðslípun (microdermabrasion) er vinsæl meðferð hjá ungu fólki enda vinnur hún gegn bólum og fílapenslum. „Þá notum við demantshúðslípunartæki sem fjarlægir dauðar húðfrumur og örvar endurnýjun ysta lags húðarinnar. Meðferðin gerir húðina sléttari auk þess sem hún virkar á þurra húð og gefur aukinn ljóma. Auk meðferðanna leggjum við áherslu á að upplýsa fólk um hvað það geti gert sjálft til að hlúa vel að húðinni enda hefur lífsstíll mikið að segja um hvernig húðin stenst tímans tönn,“ segir Lára.

 

Gjafabréf að eigin vali

Gjafabréf í húðmeðferð hafa notið gífurlegra vinsælda undanfarið. „Það er kannski vegna þess að fólki líkar orðið betur að gefa ástvinum sínum upplifun eða vellíðan frekar en að auka á hið sístækkandi safn hluta sem fólk sankar að sér.

ww

Á vandaðri heimasíðu Húðarinnar, hudin.is, er að finna ítarlegar upplýsingar um allar meðferðir.

Einnig eru veittar upplýsingar í síma 783-2233.

HÚÐIN skin clinic er í Hátúni 6b, 105 Reykjavík.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 dögum

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll
Kynning
Fyrir 5 dögum

Járnskortur er algeng orsök blóðleysis meðal jarðarbúa

Járnskortur er algeng orsök blóðleysis meðal jarðarbúa
Kynning
Fyrir 1 viku

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð
Kynning
Fyrir 1 viku

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“
Kynning
Fyrir 1 viku

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí
Kynning
Fyrir 1 viku

Fyrir liði, vöðva, heila og húð

Fyrir liði, vöðva, heila og húð
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi
Kynning
Fyrir 2 vikum

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!