fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Kynning

Íslandsmót í iðngreinum (Mín framtíð 2019)

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 14. mars 2019 17:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

MÍN FRAMTÍÐ 2019 – Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning verður haldin í Laugardalshöll dagana 14. – 16. mars 2019.

Á íslandsmóti í rafiðngreinum er keppt í rafvirkjun og rafeindavirkjun. Í rafeindarvirkjun eru sex keppendur frá Tækniskólanum og Verkmenntaskóla Akureyrar, þrír frá hvorum skóla. Dómarar keppninnar eru fjórir og er verkefnið hannað af Ara Baldurssyni.

Guðni skemmtir sér við að lóða rás.

Leysa verkefni í sjö liðum

Verkefnið sem þau leysa er byggt á verkefni frá Euroskills 2018 í Búdapest, en þar vann rafeindarvirki til silfurverðlauna fyrir Íslands hönd. Verkefnið er í sjö liðum og hver þeirra bundin ákveðnum tímaramma, verkefnið skiptist í hönnun og smíði rása, bilanaleit og forritun.

Í rafvirkjun eru tíu keppendur frá sjö skólum, dómarar eru fimm og er verkefnið hannað af Magna Rafni Jónssyni. Verkefninu er skipt í þrjá hluta og tekur keppnin þrjá daga, á fyrsta degi er farið í húsarafmagn, á öðrum degi iðnaðarrafmagn og á þriðja degi er svo farið í forritun og virkniprófun.

Skemmtileg verkefni fyrir gesti og gangandi

Gestum og gangandi er boðið uppá að lóða litla rás sem er vasaljós, tengja rofa, fræðast um virkni lekaliða og ýmislegt annað sem heillar og léttir lundina. Er þetta í þriðja sinn sem framhaldsskólakynning er haldin á sama tíma og Íslandsmót iðn- og verkgreina. Hér gefst því upplagt tækifæri til að kynna sér spennandi starfsmöguleika í iðngreinum. 33 skólar á framhaldsskólastigi munu kynna fjölbreytt námsframboð, bæði verklegt og bóklegt, og svara spurningum um námsframboð og inntökuskilyrði.

Tilgangurinn er að kynna iðnnám

Megintilgangur keppninnar er að kynna iðnnám og auka vegferð þess í samfélaginu, mikill skortur er á rafiðnaðarmönnum og eru tækifærin þar gríðarleg. Aukin tækniþróun í samfélaginu mun einnig sjá til þess að eftirspurn eftir rafiðnaðarmönnum mun bara aukast á næstu árum og áratugum, og er því mikilvægt að auka vægi iðnnáms í menntakerfinu.

Gestir eru velkomnir á opnunartíma: Fimmtudag 14. mars og föstudag 15. mars er opið frá kl. 9 – 17. Laugardaginn 16. mars er opið frá kl. 10 – 16.

Nánari upplýsingar veitir Elín Thorarensen, verkefnastjóri
elin@verkidn.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Dýrafóður.is: Gæði og þekking í þágu dýra

Dýrafóður.is: Gæði og þekking í þágu dýra
Kynning
Fyrir 5 dögum

Múr og tröppuviðgerðir: Segðu bless við sleipar og illa farnar tröppur

Múr og tröppuviðgerðir: Segðu bless við sleipar og illa farnar tröppur
Kynning
Fyrir 1 viku

Fartölvur fyrir þig, mig og alla hina

Fartölvur fyrir þig, mig og alla hina
Kynning
Fyrir 1 viku

Hlý gólf til frambúðar

Hlý gólf til frambúðar
Kynning
Fyrir 1 viku

Stúdíó Andri: „Steinhættur að vera hissa á skrítnu lagavali“

Stúdíó Andri: „Steinhættur að vera hissa á skrítnu lagavali“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Óþekktarangar í axarkasti – Fullkomin blanda af keppnis- og fíflaskapi

Óþekktarangar í axarkasti – Fullkomin blanda af keppnis- og fíflaskapi
Kynning
Fyrir 2 vikum

Veiðiþjónustan Strengir: Það er til ódýr laxveiði

Veiðiþjónustan Strengir: Það er til ódýr laxveiði
Kynning
Fyrir 2 vikum

Ógleymanleg veiðiferð til Grænlands

Ógleymanleg veiðiferð til Grænlands