fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Háskaleikarnir 2019: Dalur dauðans, ærsladraugar og hrollvekjur – Þorir þú að taka þátt?

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú hugrekki til að hitta afturgöngur, borða slímkássu með augum eða dvelja í helli fullum af forynjum? Á Safnanótt munu Borgarskjalasafn og Borgarbókasafnið í Grófinni fyllast af ærsladraugum, afturgöngum, nornum og alls kyns óbermis kynjaverum sem þykir fátt skemmtilegra en að hræða líftóruna úr hugrökkum krökkum og foreldrum þeirra. Þorir þú að taka þátt?

Borgarbókasafn

Háskaleikarnir verða haldnir í annað sinn á Safnanótt, föstudaginn 8. febrúar í Grófinni Tryggvagötu 15. Leikarnir byrja kl. 18:00 og standa til 21:00.

Borgarbókasafn

„Þetta tókst frábærlega í fyrra. Um tvö þúsund manns mætti og skemmti sér konunglega. Í ár verða sex voðalegar stöðvar í boði þar sem öllum krökkum er boðið að koma og hitta illyrmi og óhræsi í dimmum afkimum hússins. Sumar stöðvar eru passlegar fyrir yngri börnin og þá sem vilja rétt dýfa tánni í hrollvekjuna. Aðrar stöðvar uppfylla þarfir þeirra spennusæknari og munum við leggja okkar metnað í að hræða börn og aðra gesti. Þetta verður að minnsta kosti allt ótrúlega skemmtilegt og erum við spennt að halda Háskaleikana þetta árið!“ segir Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barnastarfsins hjá Borgarbókasafninu.

Borgarbókasafn
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir

Stöðvarnar sem verða í boði:

– Ærsladraugar og afturgöngur-
Ærsladraugar og ýmsar óvættir leynast í húsi hinna framliðnu og ekki er á hvers barns færi að flýja örlög sín og komast klakklaust út. Aðeins þeir allra huguðustu ná að feta sig í gegnum hið voðalega draugahús og horfast í augu við sinn innri ótta.

– Slím, slor, hor eða …! Hvað leynist í ógeðskassanum? –
Það er áskorun að setja hendurnar ofan í slím en þorir þú að éta það líka? Í slímugum helli leynast áskoranir á færi þeirra allra huguðustu að takast á við.

– Nornahellir –
Hefur einhver týnt höfði? Það gæti leynst í helli seiðkerlinganna og til að finna það þarf að leysa hrikalegar þrautir til að losna undan álögum nornanna.

– Dalur dauðans-
Fortíðin reikar og ráfar allt um kring í dal hinna dauðu. Draugar, múmíur og aðrir fortíðarhrellar sækja að þeim sem þangað þora.

– Komdu og skoðaðu í líkkistuna mína –
Hver tekur á móti þér í kirkjugarðinum? Uppvakningur, draugur eða beinagrind? Það er ekki á allra færi að ganga í gegnum niðdimman kirkjugarð þar sem allra óvætta er von.

– Göngin dimmu og djúpu –
Neðanjarðar búa ýmsar kynjaskepnur sem fáir vilja mæta. Í göngunum djúpu og dimmu er betra að vera við öllu búinn því í myrkrinu mætir þú skríðandi kvikindum og skerandi ópi.

Borgarbókasafn

Ókeypis aðgangur og öll velkomin.

Dagskrána á Safnanótt er að finna á heimasíðu Vetrarhátíðar, vetrarhatid.is

Borgarbókasafn
Þessi býður ykkur velkomin á Háskaleikana!

Nánari upplýsingar veitir:

Hólmfríður Ólöf Ólafsdóttir
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is
Sími: 411-6114/ 8681851

Borgarbókasafn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Kynning
Fyrir 1 viku

Narfeyrarstofa: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi

Narfeyrarstofa: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi
Kynning
Fyrir 1 viku

Sundlaug Patreksfjarðar: Stórkostlegt útsýni yfir fjörðinn og bæinn

Sundlaug Patreksfjarðar: Stórkostlegt útsýni yfir fjörðinn og bæinn
Kynning
Fyrir 1 viku

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali
Kynning
Fyrir 2 vikum

Græna tunnan: Endurvinnsla framtíðarinnar

Græna tunnan: Endurvinnsla framtíðarinnar
Kynning
Fyrir 2 vikum

Matreiðslunámskeið Dóru: Grænkeramatreiðsla, vegan-lífsstíll og minni matarsóun

Matreiðslunámskeið Dóru: Grænkeramatreiðsla, vegan-lífsstíll og minni matarsóun
Kynning
Fyrir 3 vikum

Stjörnustríð í Hörpu: Bíótónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af!

Stjörnustríð í Hörpu: Bíótónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn