fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Bono og Davíðssálmar

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 18. febrúar 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðja kvöldi Fræðslufebrúars í Vídalínskirkju verður fjallað um Davíðssálma og notkun Bono á þessum forna og lífseiga kveðskap. Dagskráin verður flutt 19. febrúar og hefst kl. 19:30. Áætlað er að dagskránni ljúki 21:15. Fyrri fyrirlesturinn mun fjalla um Davíðssálma en sá síðari um notkun Bono á þeim.

„40“

Lengi vel endaði írska rokkhljómsveitin tónleika sína á að syngja lagið „40“ sem vísaði til fertugasta Davíðssálm úr Biblíunni. Bono skrifaði formála að útgáfu Canon-útgáfunnar á Davíðssálmum sem var gefin út 1996 og þvíná tengsl Bono við Davíðssálma yfir langan tíma og eru af ýmsu tagi.

Í fertugasta Davíðssálmi standa m.a. þessi orð:

Hann lagði mér ný ljóð í munn,
lofsöng til Guðs vors.
Margir sjá það og óttast
og treysta Drottni.

Davíð í túlkun hollenska málarans Jan de Bray (1627 – 1697).

Eftir að hafa sungið nokkur vers úr sálminum endar sálmurinn í flutningi U2 á því að spyrja hversu lengi á að syngja þennan söng. Þar kemur fyrir spurning sem er bæði einkennandi fyrir Davíðssálma og fyrir Bono sjálfan.

Áhrifasaga Davíðssálma

Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor á sviði Gamlatestamentisfræða við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands hefur lengi rannsakað Davíðssálma. Afrakstur þeirrar vinnu er m.a. bókin Áhrifasaga Saltarans sem kom út 2014 hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi. Þar fjallaði Gunnlaugur um Sálmana í sögu og samtíð og gerði einnig grein fyrir þýðingarsögu þeirra í gegnum aldirnar. Davíðssálmar ganga nefnilega aftur í okkar samtíð.

Gunnlaugur A. Jónsson

Það eru óteljandi dæmi um hvernig þeir hafa verið notaðir í kvikmyndum, bókmenntum og málaralist svo eitthvað sé nefnt. Það er t.a.m. algengt að heyra 23. Davíðssálm, sem hefst á orðunum: „Drottinn er minn hirðir“, lesinn í jarðarfarasenum kvikmynda. Í bók sinni rekur Gunnlaugur mörg dæmi um hvernig þekktir Davíðssálmar hafa skotið upp kollinum í menningarsögunni. Dæmin eru óteljandi og verða nokkur þeirra rakin á fræðslukvöldinu.

 


Barátta Bono

Bono heitir réttu nafni Paul David Hewson og er því með millinafni tengdur gamla konungnum sem Sálmarnir eru kenndir við. Hann fæddist árið 1960 í Dyflinni. Hljómsveitin U2 var stofnuð 1976 og gaf út sína fyrstu plötu, Boy, árið 1980. Hljómsveitin er enn að og gaf út Songs of Experience árið 2017. Hljómsveitin hefur lengi vel verið ein sú þekktasta í heimi og verið afar farsæl. En Bono hefur sjálfur lagt sig mikið fram þegar kemur að þjóðfélagslegu réttlæti. Þar hefur hann verið mikill baráttumaður. Hann hefur t.d. lagt sig fram um að rétta kjör ýmissa í Afríku og í þeim tilgangi hitt marga þekkta þjóðarleiðtoga, m.a. með það að takmarki að fá skuldir niðurfelldar fyrir einstök ríki í heimsálfunni.

Trúarleg stef í textum Bono

Gunnar Jóhannes Gunnarsson er prófessor á sviði trúarbragðafræði og trúarbragðakennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur ritað talsvert um lífviðhorf og tilvistartúlkun barna og ungmenna og einnig skrifað kennsluefni í trúarbragðafræði. Gunnar hefur einni ritað talsvert um trúarleg stef í kvikmyndum og tónlist. Hann hefur skrifað nokkrar greinar um U2 og mun gera grein fyrir notkun Bono á Davíðssálmum í fyrirlestri sínum.

Gunnar Jóhannes Gunnarsson

Fyrir, eftir og á milli fyrirlestra mun Bára Dís Björgvinsdóttir píanónemi leika tónlist á glæsilegan flygilinn sem stendur í safnaðarheimilinu.

Dagskráin verður flutt 19. febrúar, hefst kl. 19:30 og lýkur um 21:15.
Gengið er inn að norðanverðu og er aðgangur ókeypis og öllum heimill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 dögum

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú
Kynning
Fyrir 2 dögum

Filmarinn: Öll alhliða límfilmuþjónusta

Filmarinn: Öll alhliða límfilmuþjónusta
Kynning
Fyrir 3 dögum

Flensborg sýnir Systra Akt: Mikil kómík, skrautlegir karakterar og dásamleg tónlist

Flensborg sýnir Systra Akt: Mikil kómík, skrautlegir karakterar og dásamleg tónlist
Kynning
Fyrir 3 dögum

Bílageirinn: ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR BÍLINN ÞINN

Bílageirinn: ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR BÍLINN ÞINN
Kynning
Fyrir 1 viku

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 1 viku

Tilboð á aukahlutum í KitchenAid í Raflandi!

Tilboð á aukahlutum í KitchenAid í Raflandi!
Kynning
Fyrir 1 viku

Barnaloppan: Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt!

Barnaloppan: Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt!
Kynning
Fyrir 1 viku

Agu.is: Vönduð og litrík íslensk hönnun

Agu.is: Vönduð og litrík íslensk hönnun