fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Ekki gefast upp!: Líkamsrækt fyrir ungmenni sem glíma við andlega vanlíðan

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 16. febrúar 2019 09:00

Stefán, SigurðurKristján Nikulásson og Alexandra Sif Herleifsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki gefast upp! er líkamsrækt fyrir ungmenni á aldrinum 12 – 18 ára sem þjást af kvíða, þunglyndi, félagsfælni eða annarri andlegri vanlíðan. Starf sem miðar að því að mæta þeim sem hafa áhuga á að hreyfa sig en eiga erfitt með að taka þátt í hefðbundnu íþróttastarfi.

„Vá hvað mér líður vel að hreyfa mig svona reglulega“

Í hefðbundnu íþróttastarfi getur myndast mikill þrýstingur og álag sem fælir marga frá ástundun. Þó er það vitað mál að það er fátt hollara fyrir líkamlega sem og andlega líðan en að hreyfa sig reglulega. „Það var ein stelpa sem sagði við okkur um daginn með ljómann í augunum: „Vá hvað mér líður vel að hreyfa mig svona reglulega!“ Og það er algerlega það sem þetta snýst um. Að krökkunum líði betur og að þau hafi gaman af því að hreyfa sig,“ segir Stefán Ólafur Stefánsson, annar eigenda og þjálfari Ekki gefast upp!

Sigurður Kristján og Stefán Ólafur.


Íþróttastarf sem hentar þeirra þörfum

„Við erum fjögur, Stefán, Sigurður Kristján, Alexandra og Sigurður Þór sem sjáum um Ekki gefast upp! en við erum öll með víðtæka reynslu af að vinna með ungmennum sem glíma við andlega vanlíðan. Fyrir þremur árum fundum við gífurlega þörf fyrir svona starf en við sjáum reglulega hversu margir hafa átt neikvæða  upplifun af því að hreyfa sig sökum kvíða, eineltis eða annara þátta. Þykir okkur það miður og viljum því reyna að stuðla að betri upplifun.“

 

Alexandra Sif


Það er engin pressa

„Við vinnum með unglingunum í litlum hópum, rétt um 10 – 12 í hóp, og það eru alltaf tveir þjálfarar með. Hóparnir mæta á annað hvort mánudögum og miðvikudögum eða þriðjudögum og fimmtudögum. Þetta er í grunninn almenn líkamsrækt með einföldum styrktaræfingum. Þá boxum við mikið í handpúða eða „patcha“.“

Markmiðið að hafa gaman

„Hingað koma allir á sínum eigin forsendum og við leggjum gríðarlega mikið upp úr persónulegri nálgun. Við mætum öllum þar sem þeir eru staddir og vinnum út frá því. Markmiðið er fyrst og fremst að þetta sé gaman, og ef það er ekki gaman, þá aðlögum við æfinguna að viðkomandi. Markmiðið er að skapa jákvæða upplifun af því að hreyfa sig svo það geti orðið reglulegt. Það besta er að sjá þegar krakkar sem hafa lítið sem ekkert hreyft sig í gegnum árin, mæta á námskeið til okkar og enda svo á að koma aftur og aftur. Þá vitum við að við erum að gera eitthvað vel.“

Sigurður Þór.

Í samstarfi við Litlu kvíðameðferðarstöðina

Ekki gefast upp eru einu aðilarnir á landinu sem eru með sérhæft íþróttastarf fyrir ungmenni með andlegar raskanir. „Við vonumst til að geta opnað á fleiri stöðum í náinni framtíð og jafnvel fyrir fleiri aldurshópa.“ Ekki gefast upp! er í samstarfi við Litlu kvíðameðferðarstöðina, sem er sálfræði- og ráðgjafaþjónusta fyrir börn, unglinga og ungmenni á aldrinum 0-20 ára. „Hefur það samstarf reynst okkur og ungmennunum okkar afar vel,“ segir Stefán.

Námskeið eru í fullum gangi en skráning fer fram á ekkigefastupp.is. Þá má einnig senda okkur póst á ekkigefastupp@ekkigefastupp.is

Facebook: Ekki gefast upp

Víkurhvarfi 1 Kópavogi.

Sími: 849-0995

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 dögum

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú
Kynning
Fyrir 2 dögum

Filmarinn: Öll alhliða límfilmuþjónusta

Filmarinn: Öll alhliða límfilmuþjónusta
Kynning
Fyrir 3 dögum

Flensborg sýnir Systra Akt: Mikil kómík, skrautlegir karakterar og dásamleg tónlist

Flensborg sýnir Systra Akt: Mikil kómík, skrautlegir karakterar og dásamleg tónlist
Kynning
Fyrir 3 dögum

Bílageirinn: ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR BÍLINN ÞINN

Bílageirinn: ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR BÍLINN ÞINN
Kynning
Fyrir 1 viku

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 1 viku

Tilboð á aukahlutum í KitchenAid í Raflandi!

Tilboð á aukahlutum í KitchenAid í Raflandi!
Kynning
Fyrir 1 viku

Barnaloppan: Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt!

Barnaloppan: Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt!
Kynning
Fyrir 1 viku

Agu.is: Vönduð og litrík íslensk hönnun

Agu.is: Vönduð og litrík íslensk hönnun