fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Auðveld leið til að bjarga lífi

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 26. október 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donna ehf er rótgróið og leiðandi fyrirtæki í sölu á búnaði til aðhlynningar og flutnings á slösuðum. Viðskiptavinir þeirra eru meðal annars sjúkrabifreiðar, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, lögregla, björgunarsveitir og einkaaðilar. Donna er umboðsaðili flestra helstu framleiðanda sjúkrabúnaðar í heiminum í dag sem hægt er að treysta við erfiðustu aðstæður. Fyrirtækið er með fjölbreytt úrval af vörum til skyndihjálpar og sjúkraflutninga.

Létt og fyrirferðarlítið hjartastuðtæki

Donna býður upp á mjög fullkomin, handhæg og fyrirferðalítil hjartastuðtæki sem eru aðeins um 1 kg að þyngd. Donna seldi á sínum tíma fyrstu hjartastuðtækin sem töluðu íslensku við notendur og hefur alltaf verið leiðandi í sölu hjartastuðtækja. Stuðtækin tala íslensku og gefa góðar leiðbeiningar um hvernig eigi að nota þau þannig að næstum hver sem er getur notað þau. Þessi tæki eru ekki bara ætluð í sjúkrabíla og á sjúkrastofnanir, heldur eru ætluð almenningi. Þau er að finna á næstum öllum sundstöðum, lögreglubifreiðum, stærri skipum, vinnustöðum, opinberum byggingum og jafnvel heimilum og sumarbústöðum.

Hver mínúta skiptir máli

Þegar fólk verður fyrir skyndilegu hjartastoppi hefur það ekki alltaf aðdraganda. Slíkt verður yfirleitt vegna rangra rafboða í hjartanu og fólk þarf ekki að vera með þekkta hjartasjúkdóma fyrir. Við slíkar aðstæður minnka lífslíkur viðkomandi um 10% á hverri mínútu og því mikið tímaspursmál að geta gefið sjúklingnum stuð sem allra fyrst.

Öruggt í notkun

Fólk þarf ekki að veigra sér við að nýta sér hjartastuðtækin því þau skynja hvort hjartslátturinn sé óeðlilegur eða ekki og gefur ekki stuð nema þess sé þörf. Sé reynt að nota tækið á manneskju með eðlilegan hjartslátt, gerir það ekkert. Þau eru einföld í notkun; aðeins þarf að setja þau á brjóstkassa sjúklingsins og láta tækið leiðbeina sér um framhaldið. Yfirleitt dugar eitt eða tvö stuð til að vekja fólk aftur. Óhætt er að nota tækið á alla sem lenda í hjartastoppi.

 

Alþjóðlegt app með skráðum tækjum

Donna heldur skrá yfir þau hjartastuðtæki sem hún selur og hefur í alþjóðlegri samvinnu með Citizens Save Lives www.citizenssavelives.com/is skráð þau á vefinn. Hægt er að nálgast þessar upplýsingar í appinu cisali þar sem hægt er að sjá hvar næsta hjartastuðtæki er staðsett. Appið er alþjóðlegt sem þýðir að víða erlendis er hægt að afla sér þessara upplýsinga líka. Lærðir fyrstu hjálpendur geta einnig skráð sig á vefinn þannig að upplýsingar um þá komi einnig þar fram. Eigendur tækja sem eru frá öðrum seljendum en Donnu geta einnig skráð tæki sín á netið. Nú þegar hefur yfir 30 mannslífum verið bjargað hér á landi með þessum hjartastuðtækjum. Þar sem þau eru ódýr og handhæg er ljóst að þau ættu að vera til á sem flestum vinnustöðum og heimilum.

Donna ehf

Móhellu 2

221 Hafnafirði

5553100

donna.is

donna@donna.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum