fbpx
Þriðjudagur 02.júní 2020
Kynning

KitchenAid: Úrval aukahluta fyrir fjölbreyttasta eldhústækið

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 20. janúar 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hægt er að kaupa úrval sniðugra aukahluta sem passa á flestar KitchenAid-hrærivélar. Aukahlutirnir auka skilvirkni í eldhúsinu og spara þannig tíma og vinnu  svo um munar. Þannig má gera KitchenAid-vélina að fjölbreyttasta og skemmtilegasta eldhústækinu.

 

Bakaðu meira með KitchenAid Sifter

Nýjasti aukahluturinn frá KitchenAid er KitchenAid Sifter eða vog með sigti og skammtara sem vigtar, sigtar og skilar hráefnunum snyrtilega ofan í skálina.

KitchenAid Rafland

KitchenAid Sifter kemur í veg fyrir þurrefnakekki í deiginu og skilar nákvæmari og mýkri bakstri. Allir íhlutir KitchenAid Sifter mega fara í uppþvottavél að voginni undanskilinni, en þá dugar að strjúka af henni með rökum klút. Ílátið sem festist ofan á vogina tekur 500 grömm af þurrefnum í einu og gerir baksturinn snyrtilegri og nákvæmari. Vogina má einnig losa frá og nota eina og sér.

KitchenAid Rafland

Margir kannast eflaust við að óska þess að hafa fleiri hendur í eldhúsinu þegar mikið stendur til. KitchenAid Sifter hefur hlotið lof fyrir að einfalda baksturinn svo um munar og þykir afar spennandi meðal áhugabakara sem hafa prófað.

KitchenAid Rafland
KitchenAid Sifter kostar 24.990 krónur og fæst í Raflandi.

 

Aðrir aukahlutir sem eru í boði: Hakkavél, grænmetisrifjárn, berjapressa, sítruspressa, ísgerðarskál, flysjari eða spíraljárn, grænmetissneiðari, ravíólítæki, pastagerðarvél, pastapressa. Einnig eru fáanlegir smærri aukahlutir eins og mismunandi gerðir af skálum, hrærurum og hveitibraut. Skálarnar fást í mismunandi stærðum og gerðum með ólíkri áferð.

KitchenAid Rafland
KitchenAid-safapressa

 

Búðu til bestu hamborgarana með KitchenAid-hakkavél

Hakkavélina ættu flestir að þekkja en á hana má festa bakka og/eða stút sem auðveldar t.d. pylsu- eða kransakökugerð. Hakkavélina má nota fyrir allskyns hráefni, bæði heimagerða kjöt- og grænmetisborgara, t.a.m. við gerð falafel eða annars sem krefst þess að hráefnið sé hakkað smátt. Ólík gatasigti fylgja með hakkavélinni fyrir mismunandi grófleika.

 

Auktu grænmetisneyslu með grænmetisspíralnum

Aðrir sniðugir aukahlutir eru grænmetissneiðarinn og grænmetisspírallinn, sem eru tæki sem henta afar vel fyrir þá sem vilja auka grænmetisneyslu eða lifa á kolvetnaskertu mataræði.

KitchenAid Rafland

Sneiðarinn hentar einnig í baksturinn þegar skera þarf ávexti eða grænmeti í þunnar plötur, en líka til þess að búa til lágkolvetnavefjur úr t.d. agúrku eða skipta út lasanjaplötum fyrir sætkartöflu eða kúrbítssneiðar. Spíraljárnið er svo tilvalið til þess að gera núðlur úr grænmeti eða til þess að fríska upp á salatið.

KitchenAid Rafland

Hollur ís með lágmarks fyrirhöfn

Ísgerðarskálin er einnig vinsæl viðbót. Hana þarf að frysta í 12–15 klukkustundir fyrir notkun en eftir það gerir hún ísinn tilbúinn á 20 mínútum. Frábær aukahlutur fyrir þá sem vilja töfra fram heimagerðan ís, hvort sem það er gamli góði jólaísinn eða jafnvel hollari ís fyrir börnin yfir sumartímann.

 

Dýrindis pasta

Ekki má gleyma pastavélunum góðu sem hjálpa þér að töfra fram ferskt pasta á einfaldan hátt. Tilbúið fyrir uppáhalds pastarétti fjölskyldunnar. Í Raflandi fæst ravíólítæki, pastagerðarvél og pastapressa.

 

KitchenAid-hrærivélin er því alls ekki bara hrærivél heldur má endalaust við hana bæta þannig að hún verði stöðugt í notkun, en til þess eru KitchenAid-hrærivélarnar einmitt gerðar. Flestir hafa þær nú uppi á borðum hvort eð er og því um að gera að bæta við aukahlutum sem gagnast heimilinu best og töfra fram glæsilega rétti hratt og örugglega.

Kynntu þér alla KitchenAid-aukahlutina á rafland.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 vikum

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
06.04.2020

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu
Kynning
16.03.2020

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI
Kynning
16.03.2020

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna