fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Bjórböðin eru einstök heilsulind

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjórböðin á Árskógssandi voru opnuð 2017, en þau höfðu þá lengi verið draumur Agnesar Önnu Sigurðardóttur eftir að hún heimsótti slíkt bað í Tékklandi 2008 ásamt eiginmanni sínum, Ólafi Þresti Ólafssyni.

Hugmyndin hafði verið lengi í huga Agnesar frá fyrsta baði og hún var staðráðin í að opna bjórböð einn daginn á Árskógssandi. Undirbúningsvinna hófst 2014 og voru Bjórböðin opnuð árið 2017 en þar er einnig veitingastaður og útipottar sem hafa notið mikilla vinsælda vegna útsýnis yfir hafið.

En hverjir eru kostir bjórbaðs fyrir líkamann?

„Í bjórbaði baðar maður sig í ungum bjór, lifandi bjórgeri, humlum, vatni, bjórolíu og bjórsalti.

Bjórinn sem við notum í baðið er ungur í gerjun og er á þeim stað í ferlinu að hann hefur lágt pH-gildi og hefur þar af leiðandi stinnandi og mýkjandi áhrif á húð og hár.

Bjórgerið sem notað er í böðin er einstaklinga ríkt af nánast öllum B-vítamínskalanum, sem er einstaklega endurnærandi fyrir húð og hár. Einnig er gerið mjög ríkt af próteini, kalíum, járni, sinki og magnesíum.

 

Humlarnir sem eru notaðir í böðin hafa mjög góð áhrif á líkamann þar sem þeir eru ríkir af andoxunarefnum og alfasýrum. Olíurnar og örefnin úr plöntunni hafa bólgueyðandi áhrif og eru einnig notuð til að minnka roða í húð og hafa góð áhrif á æðakerfið. Það er sannað að humlar hafa slakandi áhrif á vöðva og líkama.“

Ekki er mælt með því að farið sé í sturtu næstu 3 til 5 klukkustundir eftir baðið, því baðið hefur mjög endurnærandi og mýkjandi áhrif á húðina.

Hitastig baðanna er um 37 til 39°C og fyllt upp með nýrri blöndu fyrir hvern kúnna, ef fólk vill hafa baðið kaldara eða heitara, þá er hægt að óska eftir því.

Innifalið í baðgjaldinu er sloppur og handklæði. Mælt er með að komið sé tímanlega og farið í útipottana áður en farið er í bjórbaðið. Sjö ker eru á staðnum og er hvert þeirra í einkaherbergi, þannig að gestir eru alveg í næði. Hvert ker er tveggja manna.

„Síðan slakar þú á í 25 mínútur. Svo er gestum fylgt upp á aðra hæð í slökunarherbergi og þar er viðkomandi í 25 mínútur. Slökunarherbergið er teppalagt og allt mjög notalegt. Við mælum með að sleppt sé sturtu í 3–4 klukkustundir eftir bað, þannig að bjórinn geri það sem hann á að gera, og húðin verður slétt og mjúk á eftir,“ segir Agnes.

Baðið er fyrir alla, hins vegar er 20 ára aldurstakmark, eins og lög gera ráð fyrir, í að neyta bjórsins. Bjórinn í bjórböðunum er 3–5 daga gamall og því ekki orðinn áfengur og því öllum óhætt að fara ofan í.

Bjórböðin hafa verið vel sótt bæði af heimamönnum og ferðamönnum, og eru viðbrögð gesta nær undantekningarlaust jákvæð og hafa farið fram úr öllum vonum og væntingum.

Bjórböðin eru einstök heilsulind og sækja innblástur til Tékklands, en eru þau fyrstu sinnar tegundar á Norðurlöndum.

Allar upplýsingar má fá í síma 414-2828, á netfanginu bjorbodin@bjorbodin.is og heimasíðunni bjorbodin.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum