fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Brauðgerð Ólafsvíkur: Fjölskyldufyrirtæki í 67 ár

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. ágúst 2018 12:00

Mynd: Skessuhorn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brauðgerð Ólafsvíkur, sem staðsett er að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík, hvílir á gömlum og traustum grunni, en Lúðvík Þórarinsson stofnaði fyrirtækið árið 1951. Jón Þór Lúðvíksson lærði bakaraiðnina hjá föður sínum og hefur rekið bakaríið árum saman ásamt eiginkonu sinni, Bjarneyju Jörgensen. „Þetta hvílir á gömlum merg og maður veit hvað maður hefur,“ segir Jón Þór en þrátt fyrir harða og erfiða samkeppni gengur reksturinn ágætlega.

Viðskiptavinahópur bakarísins er nokkuð breytilegur eftir árstíðum. „Yfir sumartímann eru þetta nánast allt ferðamenn fyrir utan nokkra sjómenn í landi. Ólsarar eru nefnilega ekki heima hjá sér á sumrin,“ segir Jón Þór og hlær. Á haustin fjölgar innfæddum viðskiptavinum aftur og segir Jón Þór að þetta sé mikið til sami kjarninn sem verslar reglulega við brauðgerðina.

Brauðgerð Ólafsvíkur selur einnig brauð í verslanir í héraðinu og þar ríkir hörð samkeppni. „Við erum í samkeppni við allan heiminn,“ segir Jón Þór en verslunareigendur geta valið um að kaupa brauð af honum, frá Reykjavík eða innflutt brauð.

Mikið úrval og lágt verð

Brauðgerð Ólafsvíkur er rómuð fyrir sanngjarnt verðlag. Jón Þór er þó lítillátur maður og vill ekki gera mikið úr þessu. „Við erum kannski ódýr miðað við ýmsa túristastaði en við leggjum bara áherslu á að vera með eðlilegt og sanngjarnt verð.“

Úrvalið er mikið af bakkelsi, brauði og samlokum, daglega um 50 tegundir í boði sem renna vel út. Dálítil veitingaaðstaða er líka á staðnum fyrir þá sem vilja setjast niður, fá sér kaffibolla og njóta kræsinganna á staðnum. Þrjú borð eru inni og borð og bekkir úti sem kemur sér vel í góðviðri.

Vinnutími bakara er sérstæður og núna þegar aðstoðarmaður Jóns Þórs er í fríi þá vaknar hann klukkan korter í tvö á nóttinni og vinnan hefst 2.30, en vanalega er byrjað um hálf fjögur. „Ég legg mig vanalega í einn til tvo tíma eftir hádegið og fer síðan snemma að sofa á kvöldin, enda er maður ekkert unglamb lengur,“ segir Jón Þór sem er þó á besta aldri.

Einstakt hafrakex

Brauðgerð Ólafsvíkur er opin frá 7.30 til 18 á virkum dögum og á laugardögum er opið frá 9 til 16. Þessi afgreiðslutími gildir út sumarið en yfir veturinn er opið virka daga frá 7.30 til 17.00. Kjörið er að kíkja á staðinn fyrir þá sem eiga ferð vestur það sem eftir lifir sumars. Ef þú, lesandi góður, gerir það, verður þú að bragða á hafrakexinu sem Brauðgerð Ólafsvíkur er landsþekkt fyrir og þykir einstaklega gott. Aðspurður hvað það sé sem geri hafrakexið hans svona einstakt segist Jón Þór ekki vita það. „Ætli þetta sé ekki bara góð uppskrift.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Nefstíflur loksins horfnar!

Nefstíflur loksins horfnar!
Kynning
Fyrir 5 dögum

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru
Kynning
Fyrir 1 viku

Lumon svalalokunarkerfi frá Ál og Gler: Sumarið er langbest úti á svölum!

Lumon svalalokunarkerfi frá Ál og Gler: Sumarið er langbest úti á svölum!
Kynning
Fyrir 1 viku

Dropi frá True Westfjords: Kaldunnið vestfirskt þorskalýsi

Dropi frá True Westfjords: Kaldunnið vestfirskt þorskalýsi
Kynning
Fyrir 2 vikum

Volcano Trail Run

Volcano Trail Run
Kynning
Fyrir 2 vikum

Fjögurra skóga hlaupið: Náttúrufegurð og veðursæld

Fjögurra skóga hlaupið: Náttúrufegurð og veðursæld