fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

North West Hotel & Restaurant í Víðigerði: Fólk fréttir af því að hér sé góður matur

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir, Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. júlí 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir kannast við matsölustaðinn Víðigerði í Húnaþingi vestra. Eftir að hafa áratugum saman verið með frægari vegasjoppum varð Víðigerði gjaldþrota árið 2013. Nýir eigendur keyptu húsnæðið vorið 2014 og hófu markvissa uppbyggingu undir heitinu North West Hotel & Restaurant. Í dag er þar rekið hótel og veitingastaður af miklum myndarskap og orðspor matarins á nýja veitingastaðnum veldur því að sífellt fjölgar Íslendingum sem staldra þar við.

„Við höfum enn ekki breytt neinu í ytra útliti staðarins enda margt annað sem var brýnna þegar við komum að þessu, en stefnt er á endurbætur í upphafi næsta árs. Við höfum hins vegar mikið endurnýjað innviðina og fórum strax í miklar framkvæmdir á efri hæð aðalbyggingarinnar og erum þar með níu hótelherbergi með sérbaði og sameiginlegri setustofu. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem gista er erlendir ferðamenn en á veitingastaðnum eru Íslendingar mjög stór hluti viðskiptavinanna og þeim fer sífellt fjölgandi,“ segir Kristinn Bjarnason sem rekur staðinn ásamt móður sinni, Guðlaugu Jónsdóttur, og stjúpföður, Hallgrími Hallgrímssyni.

Kristinn segir að orðspor veitingastaðarins í breyttri mynd berist víða. „Þetta er snjóbolti sem er farinn að rúlla, fólk fréttir af því að hér sé góður matur og við leggjum okkur fram við að gera betur á hverju ári,“ segir Kristinn en fjölskyldan hefur lagt áherslu á hægfara uppbyggingu staðarins:

„Við vildum ekki skuldsetja okkur of mikið strax og höfum tekið fyrir eitt ár í einu og gert þetta af yfirvegun og það hefur borgað sig.“

Matseðillinn er fjölbreyttur. Hamborgararnir seljast alltaf vel og er lagt upp úr því að þeir séu eins góðir og mögulegt er. Meðal annarra rétta eru grillaðar lambakótelettur sem njóta gífurlegra vinsælda, hægeldaðar kjúklingabringur og grísarif, íslensk kjötsúpa með heimabökuðu brauði, djúpsteiktur þorskur og fleira. Svo má einnig finna smárétti á seðlinum fyrir þá sem eru bara að leita að snarli. Þar má nefna reyktan silung frá Mývatni, grafinn lax sem er gerður á staðnum og beikonvafðar döðlur. Svo er réttur dagsins á kvöldin alla virka daga.

Annað sem breyst hefur í matreiðslunni á staðnum er áhersla á besta mögulega hráefni. „Við erum í langhlaupi í þessu, við kaupum bestu vöruna sem við teljum okkur komast í og trúum því að það skili sér á endanum, sem það er að gera. Enda mikil aukning á hverju ári. Við finnum að margir Íslendingar eru meira en til í að að stoppa annars staðar en á bensínstöð á ferð sinni um landið og fá sér að borða. Við vonum bara að fólk sýni okkur þolinmæði á meðan við erum að klára að dusta rykið af þessum stað.“

Einn ónefndur kostur við að snæða á North West Hotel í Víðigerði er náttúrufegurðin allt í kring og einstaklega fallegt útsýni úr matsalnum. „Hér er ofboðslega fallegt útsýni og við erum með Víðidalinn og Víðidalsfjallið á glugganum. Þessi staður á alveg að geta blómstrað ef við höldum áfram að þróa hann í rétta átt. Við erum að velta fyrir okkur ýmsum möguleikum,“ segir Kristinn.

Sjá nánar á Facebook-síðunni North West Hotel & Restaurant

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum