fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Bláskógaskokk HSK: Eitt elsta hlaup landsins

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. júní 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bláskógaskokkið er áreiðanlega með elstu hlaupum landsins því það hefur verið haldið árlega allar götur frá árinu 1972. Á þeim tíma var skokk ekki sú almenningsiðja sem það er í dag en fyrsta Bláskógahlaupið vakti mikla athygli og tóku yfir 300 manns þátt í því.

Skipuleggjandi hlaupsins í dag, Ingvar Garðarsson, tók þátt í einu af fyrstu hlaupunum þá unglingur að aldri. Hann segir að í allra fyrsta hlaupinu hafi margir skokkað hægt eða gengið með.

Bláskógaskokkið fer að þessu sinni fram laugardaginn 23. júní og verður ræst  kl. 11. Hlaupið hefst við Gjábakkaveg, sem er gamli þjóðvegurinn, austan Þingvallvatns. Hlaupið er eftir gamla Gjábakkavegi til Laugarvatns og komið í mark hjá heilsulindinni Fontana við Laugarvatn.

Keppendur þurfa að mæta við Fontana á Laugarvatni þar sem þeir geta skráð sig, staðfest forskráningu, sem er á hlaup.is og fengið afhent keppnisnúmer frá kl. 9:00 á keppnisdag. Hlaupurum er síðan boðið í heilsulindina Fontana að hlaupi loknu. Sérstök athygli er vakin á því að Fontana ætlar að bjóða hlaupurum frítt inn að hlaupi loknu. Almennt gjald á mann í Fontana er 3.800 kr. Hlauparar eru því að fá talsvert fyrir 2.000 kr. þátttökugjald.

Vegalengdin er nákvæmlega 10 mílur eða 16,09 km. „Þetta er nokkuð hæðótt leið og er mestmegnis á möl. Mörgum þykir mikill kostur að það er engin bílaumferð eftir veginum,“ segir Ingvar sem þarf að eyða púðrinu í að skipuleggja hlaupið og getur ekki tekið þátt en hann hefur oft hlaupið þessa leið.

Hlaupaleiðin þykir skemmtileg og falleg enda um að ræða eitt af fallegri svæðum landsins. Að sögn Ingvars eru töluvert færri þátttakendur í Bláskógaskokkinu núorðið en voru fyrstu árin og má búast við a.m.k. 40 keppendum að þessu sinni. Aldursdreifingin er hins vegar mikil, alveg niður í unglinga og upp í eldri borgara.

Sjá nánar á hlaup.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Járnskortur er algeng orsök blóðleysis meðal jarðarbúa

Járnskortur er algeng orsök blóðleysis meðal jarðarbúa
Kynning
Fyrir 5 dögum

CodeLab: Allt á milli himins og jarðar í hugbúnaði

CodeLab: Allt á milli himins og jarðar í hugbúnaði
Kynning
Fyrir 1 viku

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“
Kynning
Fyrir 1 viku

„Ég mátti teljast heppinn að vera á lífi“

„Ég mátti teljast heppinn að vera á lífi“
Kynning
Fyrir 2 vikum

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Klifurhúsið: Innanhússklifur er frábært sport fyrir krakka og unglinga

Klifurhúsið: Innanhússklifur er frábært sport fyrir krakka og unglinga