fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Sterkari börn: Sjálfstraust – sjálfsagi – sjálfsvörn

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. desember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi námskeið eru ekki síst miðuð að börnum sem hafa orðið fyrir einelti. Við tökum allt það góða úr bardagalistunum og fellum það saman við almennar styrktaræfingar þannig að börnin fá að kynnast grundvallaratriðum á borð við armbeygjur, hnébeygjur og rétta líkamsstöðu. Ef barnið verður sterkara andlega og líkamlega, minnka líkur á einelti og mótstöðuafl barnsins í slíkum hremmingum eykst sömuleiðis,“ segir Sigursteinn Snorrason, eigandi bardagaskólans Mudo Gym í Víkurhvarfi 1, Kópavogi.

Einkunnarorð námskeiðsins Sterkari börn eru: Sjálfstraust, sjálfsagi og sjálfsvörn. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 6 til 14 ára.

Aukið sjálfstraust er lykilatriði

„Við erum alls ekki að kenna börnunum að meiða hvert annað,“ segir Sigursteinn, enda er ekki um eiginlega bardagatíma að ræða. Við tökum það besta úr nokkrum bardagalistum eins og Taekwondo, hnefaleikum og fleiri greinum. Aðalatriðið er samt alltaf það að gefa þeim aukið sjálfstraust. Það næst með auknum sjálfsaga og að vita að þau geta varið sig, ef til þess kemur.

Börnin eru ekki í bardagagalla en sniðin er að þeim barnvæn útgáfa af Taekwondo bardagalistinni sem hæfir þeim. „Börnin öðlast aukið sjálfstraust við að standast beltaprófin og færast upp á næsta stig, eða með því brjóta spýtu með höndunum og sigrast á ýmsum þrautum. Þetta byggir ekki síður upp andlegan styrk þeirra en líkamlegan,“ segir Sigursteinn.

 Næstum þriggja áratuga reynsla af Taekwondo

Námskeiðið Sterkari börn er hluti af úrvali námskeiða sem eru haldin í bardagaskóla Sigursteins, Mudo Gym að Víkurhvarfi 1. Sigursteinn, sem er 43 ára gamall, á að baki 28 ára feril sem bardagalistamaður:

„Þetta var bara Karate Kid-pakkinn hjá mér. Ég tók þetta alla leið, fluttist 19 ára gamall til Suður-Kóreu, þaðan sem íþróttin er upprunnin og tók svarta beltið.“

Taekwondo-iðkendum hefur fjölgað mjög hér á landi undanfarin ár en Sigursteinn stofnaði sinn skóla árið 2016. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á barnastarf með afar góðum árangri. Taekwondo er yfir 2.000 ára gömul sjálfsvarnarlist en hún þróast í sífellu og að sama skapi þróar Mudo Gym sífellt áfram sitt farsæla starf með börnum og unglingum.

Sterkari börn æfa sjálfsvörn, styrkingu líkamans, félagsþroska og skilning. Kennt er í sex vikna námskeiðum eða heilli önn. Sjá nánar á vefsíðunni sterkariborn.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum