fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Aldrei of seint að fara á skauta

Kynning
Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 17. nóvember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldrei er neinn of gamall til þess að taka upp skauta og leika listir sínar, sama hvert tilefnið er. Hjá Skautafélagi Akureyrar, sem er í eigu Akureyrar, eru stundaðar æfingar hjá þremur deildum félagsins; listhlaupadeild, íshokkídeild og krulludeild. Að sjálfsögðu er skautafélagið einnig opið fyrir almenning til skemmtunar og heilsueflingar.

Skautahöllin hentar fyrir afmæli, fjölskyldusamveru og einfaldlega góða hreyfingu. Boðið er upp á að leigja svellið fyrir bæði hópa og fyrirtæki, á þeim tíma sem ekki er önnur starfsemi í húsinu, í hópefli, afmæli, krullu eða hokkí. Nú er einnig búið að endurnýja skauta leigunnar, þannig að bæði býðst að nota plast- og leðurskauta sem verða allir komnir í hillurnar í desember. Jafnframt er búið að bæta við skautum, hjálmum og hjálpartækjum fyrir allra yngstu börninn svo allir ættu að geta fundið góðan búnað við sitt hæfi.

Skautahöllin er ætluð öllum aldurshópum og er frábær til þess að halda upp á afmæli og aðra merkisatburði. Æfingar fyrir börn og unglinga eru á vegum Skautafélags Akureyrar. Þess má einnig geta að í Skautahöllinni verður jólaþema allan desember og sérstakt jólaball fyrir börnin sunnudaginn 9. desember.

Opið er föstudaga, laugardaga og sunnudaga klukkan 13–16 og skautadiskóin vinsælu eru öll föstudagskvöld klukkan 19–21.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum