fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Salon Nes: Heimilislegt andrúmsloft – Iris hefur klippt hár í fjörtíu ár

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 18:00

Iris Gústafsdóttir hefur klippt hár í 40 ár

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Iris Gústafsdóttir hefur verið að klippa hár í hartnær 40 ár og má með sanni segja að hún sé reynslubolti þegar kemur að hári. Sveinsprófið í hársnyrtimeistaranum tók hún vorið 1980 og hefur ekki lagt skærin frá sér síðan þá. „Ég hef klippt heilu fjölskyldurnar og fastakúnnarnir mínir eru afar tryggir. Það skiptir mestu máli að viðskiptavinurinn sé ánægður og að hann fái klippingu sem hentar honum. Sumir vilja tískuklippingu, aðrir vilja ekki þurfa að hafa of mikið fyrir hárinu,“ segir Iris Gústafsdóttir sem framkvæmir allar óskir viðskiptavinarins af stökustu list.

 

Fjölbreyttar vörur fyrir alls konar hár

Iris er með frábært úrval af hárvörum á stofunni. „Ég vil vera með gott úrval af góðum vörum og hef verið að skipta við ýmsa aðila. Núna er ég í viðskiptum við þrjá aðila sem framleiða mjög góðar vörur á góðu verði. Ein uppáhaldsvaran mín í dag er OZHU-hárfroða, Lift o mat 04, sem gerir hárið alveg svakalega þykkt og fallegt. Í sítt hár er ég svo með frábæra vöru sem ég kalla flækjusprey og er frá Milkshake. Þetta er hálfgert kremsprey eða hárnæring sem þú skilur eftir í hárinu (leave in) og með vörunni verður ekkert mál að greiða í gegnum þykkasta hárflóka,“ segir Iris.

Facebook-leikur: Mythic Oil

„Einmitt núna erum við með leik í gangi á Facebook-síðunni okkar. Við erum að gefa rosalega fína olíu í hárið. Olían heitir Mythic Oil og er með mjög fíngerðu glimmeri sem gefur fallegan gljáa á hárið. Olían hentar vel fyrir þurrt, sítt hár. Það er um að gera að kíkja á síðuna okkar og taka þátt í leiknum,“ segir Iris.

Barnvæn stofa

Iris er snillingur í öllu sem viðkemur hári og gerir allt frá því að særa hárenda, lita, eða setja hár í lagningu. „Mér finnst mikilvægt að þjónusta allar gerðir af viðskiptavinum. Ég klippi konur og karla á öllum aldri og svo börn, en ég setti upp barnahorn með leikföngum þannig að það er ekkert mál fyrir foreldra með ung börn að koma til mín og láta klippa sig. Þau leika sér bara á meðan,“ segir Iris.

Iris með dóttur sinni, Alexöndru Jónu Hermannsdóttur, sem ætlar að verða hárgreiðslumeistari eins og mamma sín.

Notalegt andrúmsloft og vinaleg þjónusta

Iris hefur verið með hársnyrtistofu á Seltjarnarnesi í þrettán ár og enn fremur búið þar í 50 ár. Margir í kúnnahópi hennar eru af Nesinu en þónokkrir koma lengra að enda er andrúmsloftið á Salon Nes alltaf jafn notalegt. „Ég byrjaði fyrst með sjálfstæða stofu, Hársnyrtistofu Irisar, í Hafnarstræti fyrir 30 árum. Salon Nes keypti ég svo með vinkonu minni árið 2005 eða fyrir 13 árum. Það fylgdu mér margir viðskiptavinir á nýju stofuna sem var þá staðsett á Austurströnd 1 á Seltjarnarnesi. Margir eru fastakúnnar mínir enn í dag þar sem ég rek nú sjálf Salon Nes á Austurströnd 12. Að auki hafa margir nýir bæst í hópinn og koma til mín reglulega,“ segir Iris. „Ég kýs að hafa svolítið heimilislegt hér á stofunni minni. Bæði vegna þess að ég er hér allan daginn, en líka fyrir viðskiptavininn. Margir hafa líka haft orð á því hvað það sé notalegt að koma til mín í klippingu,“ segir Iris.

Ljósmynd frá Hársnyrtistofu Írisar í Hafnarstræti

 

Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðunni, Salon Nes Hársnyrtistofa og www.salonnes.is

Austurströnd 12, 170 Seltjarnarnes

Sími: 562-6065

Netpóstur: iris@salonnes.is

Opið er alla virka daga frá 9–17

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund
Kynning
Fyrir 3 dögum

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll
Kynning
Fyrir 1 viku

Það þurfa ekki allir að teygja eins og Jane Fonda, en taktu samt Omega3

Það þurfa ekki allir að teygja eins og Jane Fonda, en taktu samt Omega3
Kynning
Fyrir 1 viku

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð
Kynning
Fyrir 1 viku

Bjórböðin eru einstök heilsulind

Bjórböðin eru einstök heilsulind
Kynning
Fyrir 1 viku

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí
Kynning
Fyrir 2 vikum

Gerðu hreint fyrir þínum dyrum!

Gerðu hreint fyrir þínum dyrum!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi