fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Ófögnuður getur fylgt jólatrjám og jólaskrauti – Steinar Smári er Meindýraeyðir Íslands

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 27. október 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mörg jólatré landsmanna koma frá útlöndum, einkum Danmörku, og í þeim geta legið hinar og þessar tegundir af pöddum í dvala. Svo kemur þetta inn í hlýjuna í híbýlum okkar yfir jólin og þá getur vaknað líf í þessu sem fer á stjá. Ég hef sjálfur lent í slíkum ófögnuði, fyrir mörgum árum gerðist það daginn eftir að ég hafði skellt upp jólatrénu þá varð það allt út í köngulóarvefjum sem náði yfir í gardínurnar og upp í loft. Ein pínulítil könguló hafði vaknað til lífsins, tegund sem ég hafði aldrei áður séð, og hún var búin að afreka þetta. Allar götur síðan hef ég úðað jólatré sem ég kaupi með eitri. Ég úða það utandyra og kem því síðan fyrir inni í bílskúr. Ég hef aldrei lent í neinu svona síðan.“

Þessa sögu segir Steinar Smári Guðbergsson sem rekur þjónustuna Meindýraeyðir Íslands. Steinar hefur starfað sem meindýraeyðir frá árinu 2005 og starfsemin er í sífelldri þróun.

Margir vita ekki að starf meindýraeyðis snýst ekki bara um að farga fyrirliggjandi meindýrum heldur einnig að sinna forvörnum: „Fyrirtækjum í matvælageiranum, bæði þeim sem framleiða og framreiða mat, ber skylda til að vera með meindýraeyði á samningi sem setur upp meindýravarnir og heldur uppi eftirliti, sem miðar að því að halda meindýrum frá framleiðslu fyrirtækja. Það er réttur neytandans að neysluvaran sé sem best á allan máta,“ segir Steinar.

„Margir Íslendingar hugsa sjálfkrafa ef minnst er á meindýraeyði að þá hljóti eitthvað að vera að. En það er alls ekki þannig. Forvarnirnar eru einn mikilvægasti þáttur starfsins. Ef þú ert með meindýraeyði þýðir það að þú ert með hlutina í lagi. Þú ert að fyrirbyggja að meindýr komist í matinn sem þú ert að framleiða eða framreiða fyrir neytandann.“

Starfsemin er því tvíþætt, annars vegar tilfallandi útköll og hins vegar meindýraeftirlit og forvarnir. „Það eru ekki endilega bara matvælafyrirtæki og veitingastaðir sem þurfa á svona forvörnum og eftirliti að halda. Flugfélög, skólar, stofnanir og margs konar önnur fyrirtæki sem eru með viðkvæman og dýran búnað þurfa líka að fá eftirlitsþjónustu hjá meindýraeyði til að koma í veg fyrir að nagdýr skemmi leiðslur og þess háttar. Hótel og gististaðir hafa einnig þurft að eiga við veggjalús (bed bugs) og eru því oft með Meindýraeyði Íslands á hraðvali í símanum sínum.“

Almenningur getur líka þurft á forvörnum meindýraeyðis að halda: „Til dæmis er ágætis vani að láta eitra húsnæðið sem fólk ætlar að flytja í, því það veit ekki hvaða óæskilegu sambýlingar bíða spenntir eftir því. Einnig er sniðugt að láta meindýraeyði eitra á nýja staðnum, sérstaklega ef meindýra varð vart á gamla staðnum, því það kemur í veg fyrir að meindýrin sem flytjast með, nái sér á strik í nýja húsnæðinu.“

Silfurskottur geta fylgt jólaskrautinu

„Í desember er mikið hringt í mig út af silfurskottum. Ástæðan er sú að fólk er búið að geyma jólaskrautið í langan tíma niðri í kjallara og þar geta hafst við silfurskottur án þess að fólk veiti þeim neina athygli. Silfurskottur elska pappa, blöð og bækur en þær sækja í þetta efni út af sterkjunni sem fylgir því. Það geta kannski 3-4 silfurskottur verið búna að koma sér fyrir í pappakassanum utan um skrautið og svo þegar byrjað er að skreyta eru komnar silfurskottur í íbúðina,“ segir Steinar og nefnir þarna annað algengt vandamál, tengt hans starfssviði, sem lætur á sér kræla fyrir jólin.

 Óvelkomnum gestum fer fjölgandi

Steinar Smári segir að skordýrum hafi fjölgað hér á landi, bæði í tegundum og magni, með auknum fjölda ferðamanna. „Veggjalús hefur fjölgað mikið, sem fyrir segir. Kakkalökkum hefur líka fjölgað og það er reglulega hringt í mig út af þeim. Þá hafa bæst við gestir sem hafa jafnvel ekki fengið íslenskt nafn ennþá. Fyrir ekki löngu fannst hér í fyrsta skipti svokallaður „ghost ant“ og fékk heitið draugamaur,“ segir Steinar.

Enn fremur hefur köngulóm fjölgað á Íslandi, sérstakleg krossköngulónni, en með hlýrra veðri og auknu skjóli frá stærri trjágróðri hefur henni fjölgað mikið.

„Það eru 84 tegundir af köngulóm á Íslandi. Hins vegar eru geitungategundirnar bara tvær, holugeitungur og trjágeitungur. Holugeitungurinn er minni en bú þeirra eru stærri og þeir eru mun árásargjarnari,“ segir Steinar Smári og kveður síðan niður algenga bábilju um köngulær:

„Það er oft sagt að þar sem mikið sé um köngulær sé lítið um flugur. En þar sem ég kem til að eitra fyrir köngulóm er yfirleitt mikið um flugur líka, það fara nefnilega ekki allar flugur í vefina. Og svo þegar úðað hefur verið fyrir köngulónum þá hverfa flugurnar líka því eitrið virkar líka á þær.“

Góður tækjabúnaður og óreglulegur vinnutími

Meindýraeyðir Íslands leggur metnað sinn í að hafa ávallt nýjasta og besta tækjabúnað sem til er á markaðnum og er því ávallt vel tækjum búinn, ásamt því að halda menntun sinni við og fylgjast með öllum nýjungum á sviði meindýravarna hjá einstaklingum og fyrirtækjum.

„Sem dæmi um tól sem ég þarf að beita er gufubyssa, hitabyssa og skammbyssa annars vegar og hins vegar alls konar ferómón, gildrur og límspjöld. Límbúnaðurinn er á undanhaldi og ég beiti honum bara í neyð og þá undir stöðugu eftirliti. Ég er með mjög góðar dælur til notkunar bæði inni og úti.“

Eins og nærri má geta er vinnutími meindýraeyðis mjög óreglulegur en í grundvallaratriðum má segja að Steinar sé alltaf til taks: „Ég loka nú oftast ellefu eða tólf á kvöldin. En ef það er neyðartilvik, til dæmis rotta í svefnherberginu, þá kem ég á vettvang á hvaða tíma sólarhringsins sem er.“

Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni www.eydir.is og í síma 897-5255. Einnig er hægt að finna Meindýraeyði Íslands á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú
Kynning
Fyrir 3 dögum

Filmarinn: Öll alhliða límfilmuþjónusta

Filmarinn: Öll alhliða límfilmuþjónusta
Kynning
Fyrir 4 dögum

Flensborg sýnir Systra Akt: Mikil kómík, skrautlegir karakterar og dásamleg tónlist

Flensborg sýnir Systra Akt: Mikil kómík, skrautlegir karakterar og dásamleg tónlist
Kynning
Fyrir 4 dögum

Bílageirinn: ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR BÍLINN ÞINN

Bílageirinn: ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR BÍLINN ÞINN
Kynning
Fyrir 1 viku

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 1 viku

Tilboð á aukahlutum í KitchenAid í Raflandi!

Tilboð á aukahlutum í KitchenAid í Raflandi!
Kynning
Fyrir 1 viku

Barnaloppan: Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt!

Barnaloppan: Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt!
Kynning
Fyrir 1 viku

Agu.is: Vönduð og litrík íslensk hönnun

Agu.is: Vönduð og litrík íslensk hönnun