fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
HelgarmatseðillMatur

Helgarmatseðillinn með sumarblæ í boði súkkulaðigerðarmannsins

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 18. júní 2022 09:21

Kjartan býður hér upp á sumarlegan sælkera matseðil sem steinliggur um helgina. MYNDIR/VALLI.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og annar stofnenda súkkulaðiverksmiðjunnar Omnom á heiðurinn af helgarmatseðlinum þessa hátíðarhelgi. Kjartan stendur vaktina í súkkulaðigerðinni Omnom og sælkera ísbúð Omnom á Hólmaslóð út á Granda þar sem hann leyfir sköpunarhæfileikum sínum að njóta sín. Omnom er þekkt fyrir súkkulaðiframleiðslu sína, þar sköpunargleðin hefur verið í fyrirrúmi og göldruð hefur verið fram girnileg súkkulaðistykki og ýmis konar góðgæti, meðal annars ísrétti, sem súkkulaðiunnendur hafa ekki getað staðist. Kjartan er einn af þeim sem leyfir sköpunargleðin að flæða hvort sem það er í súkkulaðigerð eða matargerð. Hann veit fátt skemmtilegra að skapa og útbúa ljúffenga rétti og töfra fram föngulega sælkerarétti sem gleðja bæði bragðlauka og augu.

Hann er snillingur í eftirréttum og svo sannarlega spilar súkkulaði þar oft stórt hlutverk. Kjartan er búinn að setja saman fyrir okkur dýrindis helgarmatseðill þar sem íslenskt hágæða hráefni fær að njóta sín með sumarlegu ívafi. Þetta eru réttir sem steinliggja á góðu laugardags,- eða sunnudagskvöldi í góðum félagsskap þar sem matarástríðan fær að njóta sín til fulls.

Hér fáið þið uppskriftir af aðalrétti með girnilegu meðlæti og dýrindis eftirrétt beint frá Kjartani sem settar eru saman af mikill ástríðu og natni.

Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður töfrar hér fram guðdómlegt gúrkusalat með ferskum sumarblæ.

 

 

 

 

 

 

Gúrkusalat með ristuðum sesamfræjum og myntu

1 stk. gúrka

2 msk. hrísgrjónaedik

½  msk.  mírin eða sykur

1/2  msk. soyasósa

2 msk. ólífuolía

2 msk. ljós sesamfræ, ristuð

Handfylli af ferskum myntulaufum

Skerið gúrkuna eins og þið viljið, hún má vera í þunnum sneiðum, litlum bitum, persónulega finnst mér gaman að nota svona spíralskerara, aðalmálið er að hún passi á gaffalinn. Blandið saman edikinu, mírin, soyasósu og olíunni í stóri skál. Bætið við gúrkunni og sesamfræjunum við og blandið öllu vel saman. Setjið á stóran disk eða berið fram í skálinni og rífið myntublöðin yfir.

 

Bakaður lax með vorlauk, salthnetum og kryddjurtum

Fyrir laxinn

1 kg laxaflak með roði, heilt og beinsnyrt

1 búnt steinselja

1 búnt basilíka

1 búnt graslaukur

1 stk. hvítlauksgeiri

2-3 msk. ólífuolía

1 búnt vorlaukur, saxaður

4 msk. salthnetur

1 box baunaspírur

Salt og svartur pipar eftir smekk

1 örk bökunarpappír

1 ark álpappír

Hitið ofninn eða grillið í 200°C. Setjið laxinn, roðhlið niður, ofan á bökunarpappír og kryddið með salt og pipar. Maukið saman kryddjurtir og hvítlauk með olíunni og örlítið af salti. Smyrjið maukinu yfir allan laxinn. Brjótið bökunarpappírinn yfir laxinn og pakkið honum inn í álpappírinn, hugmyndin er að reyna búa til böggul sem er eins vel lokaður og mögulegt. Setjið í eldfast mót eða bakka og bakið/grillið í um það bil 10-20 mínútur eftir hvað þið viljið hafa hann vel eldaðan. Takið út og opnið, stráið yfir vorlauk, salthnetum og baunaspírum og berið fram.

 

 

Ristaðar kjúklingabaunir

1 dós kjúklingabaunir

1 msk. ólífuolía

1 tsk. tahini

½ tsk. reykt paprika

Safi og fínt rifið hýðið af einni sítrónu

3 msk. fínt söxuð steinselja

Salt og pipar

Hitið ofn í 200°C. Hellið safanum af baununum, skolið og þerrið. Blandið saman við olíuna, tahíni og kryddið og setjið á bökunarplötu og bakið í um það bil 10 mínútur. Setjið í skál og blandið saman við sítrónusafann, hýðið og steinseljuna.

Sænsk rabarbara- og hafþyrnisberjabaka með vanillusósu og rifnu mjólkursúkkulaði

500 g rabarbari skolaður og skorinn í bita

200 g frosin hafþyrnisber

200 g flórsykur

200 g smjör

200 g sykur

200 g hveiti

1 plata Caramel frá Omnom

Hitið ofn innvið 200°C. Blandið saman rabarbaranum, hafþyrnisberjum og flórsykrinum og blandið vel saman og setjið í eldfast mót sem passar vel fyrir þessa blöndu. Hrærið saman smjöri og sykri, þar til blandast vel saman, þarf ekki að þeyta. Blandið svo hveitinu saman við og hnoðið saman. Kælið í 25 mínútur. Rúllið út og setjið yfir rabarbarann og berin í fatinu og snyrtið vel til hliðar til að innsigla allt í forminu. Stingið göt með gaffli í deigið jafnt yfir allt deigið. Bakið í 30-45 mínútur eða þar til deigið er gullinbrúnt og safinn af rabarbaranum og berjunum er byrjaður að brjótast í gegn. Leyfið að standa í 5-10 mínútur og berið svo fram með volgri vanillusósunni og rífið vel af súkkulaðinu yfir.

Vanillusósa ( Cremé Anglais)

250 g mjólk

250 g rjómi

1 stk. vanillustöng

3 eggjarauður

200 g sykur

Setjið mjólk og rjóma í pott og hitið að suðumarki. Skerið vanillustöng fyrir miðju og skafið fræin úr og bætið í heita rjómablöndu, ásamt stönginni. Setjið plastfilmu yfir og leyfið að trekkja í 25 mínútur. Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til þykkt og ljóst. Sigtið rjómablandið og bætið við eggjablönduna varlega. Setjið aftur í pott og hitið varlega upp þar til það þykknar. Hellið í gegnum sigti og kælið eða berið fram strax með rabarbarabökunni.

Njótið vel og gleðilega hátíðarhelgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa