fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Fréttir

Keypti gamla ljósmynd fyrir slikk á netinu: Gæti fengið hundruð milljóna fyrir hana

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. mars 2018 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antíksafnarar eiga það til að detta í lukkupottinn þegar heppnin er með þeim. Því fékk Justin Whiting, 45 ára safnari í Kaliforníu, að kynnast þegar hann rak augun í gamla ljósmynd sem var til sölu á uppboðsvefnum eBay ekki alls fyrir löngu.

Myndin sem um ræddi kostaði sjö pund, tæpar þúsund krónur, og í sölulýsingu var svo sem ekki merkilegar upplýsingar að finna. Í lýsingunni kom fram að líklega hefði hún verið tekin einhvern tímann á árunum 1870 til 1879 og sýndi ungan mann standa við stól.

Ósvikin mynd

Whiting keypti myndina og um leið og hann fékk hana í hendurnar hafði hann samband við Will Dunniway, bandarískan sérfræðing í gömlum ljósmyndum.

Will skoðaði myndina og hann var ekki lengi að komast að því að þarna væri komin fram ósvikin ljósmynd af einum frægasta útlaga 19. aldarinnar, Jesse James. Jesse var banka- og lestarræningi í villta vestrinu en áður en hann fetaði braut glæpa tók hann þátt í þrælastríðinu þar sem hann var skæruliði í her Suðurríkjanna.

Um líf hans og dauða var gerð myndin The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford sem kom út árið 2007.

Þar sem um þekktan einstakling úr sögunni er að ræða margfaldaðist verðgildi myndarinnar svo um munar og telja sérfróðir að Justin geti fengið um 200 milljónir króna fyrir hana.

Allt mögulegt á eBay

„Þetta sýnir bara að allt er mögulegt á eBay,“ segir Justin í samtali við breska blaðið Telegraph. Hann segir að hann finni gamla hluti á eBay fyrir lítinn pening, rétt eins og fólk kaupir sér lottómiða, og svo voni hann það besta.
Aðspurður hvort hann hafi áttað sig á því að þarna gæti verið um mikil verðmæti að ræða, segir Justin að hann hafi vissulega vonað það. Hann hefði þó ekki getað áttað sig á því fyrr en hann fékk myndina í hendurnar.

 

„Ég hef verið heillaður af bandarískum útlögum um margra ára skeið og stúderað þá mikið,“ segir hann. Hann kveðst hafa séð þessa sömu mynd af Jesse í bók sem hann á en þó átt erfitt með að trúa því að um sömu mynd, í upprunalegri útgáfu, væri að ræða.

Dunniway staðfesti síðan að myndin er af bankaræningjanum alræmda og var hún tekin þegar Jesse var fjórtán ára. Endanleg staðfesting mun fást á næstunni, eða eftir að sérfræðingur bandarísku alríkislögreglunnar, Kent Gibson, hefur tekið myndina til skoðunar. Gibson kveðst sjálfur ekki í nokkrum vafa um uppruna myndarinnar.

Þess má geta að árið 2015 seldist mynd af öðrum þekktum útlaga, Billy the Kid, fyrir fimm milljónir dala, eða um fimm hundruð milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smitin á uppleið aftur

Smitin á uppleið aftur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eldur í íbúð í Kópavogi

Eldur í íbúð í Kópavogi