fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Svínin sem stíga ölduna

Þrjár kynslóðir svína frá Hawaii hafa öll vakið athygli fyrir brimbreittareið

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. júní 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Feðgarnir Kai og Braiden Holt frá Hawaii kynntu fyrr í mánuðinum til sögunnar þriðju kynslóðar brimbrettasvínið Kama 3. Dýrið sem um ræðir er gylta og afkomandi Kama 1, svíns sem sló í gegn árið 2014 þegar myndband sem sýndi það á brimbretti varð vinsælt á Youtube.

Gölturinn Kama 1, sem heitir fullu nafni Kamapua, vegur nú rétt tæp 140 kíló og þessi mikla þyngd hefur komið í veg fyrir frekari íþróttaafrek hans. Kai Holt fann svínið í byrjun árs 2014 og uppgötvaði skömmu síðar einstaka hæfileika þess. Samband Kai og Kama 1 er svo gott að þeir sváfu um tíma í sama rúmi og sá eigandinn til þess að dýrið væri eingöngu á grænmetisfæði. Svínið varð fljótlega það frægt að bandaríska verslanakeðjan Costco ákvað að styrkja það með ókeypis brimbrettum. Einnig fékk það rausnarlegar gjafir frá myndavélaframleiðandanum GoPro. Instagram-síða svínsins, Kamathesurfingpig, er með tæplega átta þúsund fylgjendur.

Afkvæmi dýrsins, Kama 2, sem einnig getur stigið ölduna, hefur síðustu ár fetað í klaufafar Kama 1 og stundað brimbrettareið af kappi við strendur Hawaii.

„Svínið stingur vanalega tungunni út þegar það stendur á brettinu enda líkar því vel að fá vindinn í andlitið,“ segir Braiden í samtali við fjölmiðilinn KITV í Honolulu.

Kai og sonur hans Braiden eru sammála um að Kama 2 nálgist óðfluga föður sinn Kama 1 í þyngd. Af reynslu þeirra að dæma er brimbrettaferill svína einungis um tólf mánuðir. Því er stutt í að Kama 2 leggi brettið á hilluna. Kama 3 tekur þá við keflinu sem fremsta brimbrettasvín heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Endar Murk-Krissi á Bessastöðum?

Endar Murk-Krissi á Bessastöðum?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta