fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Dráp lögreglumanna á hnúfubak kært til héraðssaksóknara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. apríl 2020 18:00

Skjáskot Kveikur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Anton Bieltvedt hefur, fyrir hönd samtakanna Jarðarvinir, kært til héraðssaksóknara dráp lögregluþjóna á hnúfubak þann 8. nóvember árið 2018. Fjallað var um atvikið í fréttaskýringaþættinum Kveikur á RÚV þann 7. apríl, en það átti sér stað í Skagafirði.

Þar var rætt við tvo sjómenn sem urðu fyrir miklu aðkasti í fyrra eftir að þeir birtu myndband af sér þar sem þeir skera sporðinn af hnúfubak. Þeir greina frá ofannefndu atviki í þættinuim en hnúfubakurinn sem hér um ræðir var felldur að skipun Matvælastofnunar. Í frétt DV um Kveiks-þáttinn segir:

„Þann áttunda nóvember 2018 festist hvalur í veiðarfærum línubátsins Bíldsey SH. Fyrst var talið að um Hrefnu væri að ræða, en svo kom í ljós að hvalurinn væri Hnúfubakur, tegund sem hefur verið friðuð í fjöldamörg ár. Bæði Gunnar og Árni voru um borð.

Matvælastofnun og Landhelgisgæslan sendu lögregluna á vettvang sem var með þrjár byssutöskur, sem innihéldu tvo riffla og eina haglabyssu, auk skotfæra.

Í fimm klukkustundir virðist hvalurinn hafa verið eltur og skotinn, til þess að aflífa hann. Þetta þótti sjómönnunum sérstakt þar sem að vanalega væri gripið til annarra aðgerða.“

Segir einnig að lögregla hafi látið Matvælastofnun vita sem gaf tilmæli um að halda áfram að skjóta. Sigurborg Daðadóttir, yfirlæknir Matvælastofnunar, segir í þættinum að rétt hafi verið brugðist við miðað við þær upplýsingar sem bárust.

Segir að lögreglu hafi borið skylda til að losa dýrið

Í kæru Jarðarvina til Héraðssaksóknara segir að lögregluþjónunum sem í hlut áttu hafi verið kunnugt um tegund dýrsins eftir fyrsta skot sitt, en hnúfubakur er friðaður. Telja Jarðarvinir að lögreglu hafi borið skylda til að reyna að losa dýrið í stað þess að aflífa það.

Samkvæmt framburði skipsverjanna í Kveiks-þættinum varði dauðastríð dýrsins í fimm klukkustundir.

Í kæru Jarðarvina segir:

„Umbjóðandi minn telur það skyldu sína að kæra framangreint til héraðssaksóknara á grundvelli 3. mgr. 35. gr. b lögreglulaga nr. 90/1996 þar sem fram kemur að héraðssaksóknari skuli rannsaka kæru á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans.“

Er bent á að í lögum um hvalveiðar komi fram að brot skuli varða sektum og kunni að varða fangelsi allt að sex mánuðum.

Í lok kærunnar segir:

„Með vísan til framangreinds er þess krafist að héraðssaksóknari taki framangreinda háttsemi lögregluþjónanna þegar til rannsóknar og leggi mat á hugsanleg viðurlög eða refsingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun