fbpx
Laugardagur 04.júlí 2020
Fréttir

Sjómennirnir sem skáru sporðinn af hákarli ljóstra upp leyndarmáli Matvælastofnunar

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um það bil ári birtist myndband sem sýndi íslenska sjómenn skera sporð af hákarli sem hafði flækst að línubáti. Framferði sjómannanna varð fordæmt harðlega og rigndi hótunum yfir þá. 

Tveir þessara sjómannanna, Gunnar Þór Óðinnson og Árni Valgarð Stefánsson, voru viðmælendur Helga Seljan í Kveik í kvöld. Þar ræddu þeir umrætt atvik.

Í viðtalinu sögðust hafa gert það sem þeir töldu vera best og ekki getað drepið hákarlinn með þeim tólum sem þeir voru með. Einnig afsökuðu þeir „galsann“ í sér með því að segja að þetta væri sjómannahúmor.

„Þetta er bara okkar kolsvarti húmor sem við erum að vinna með allan daginn.“

„Við erum bara íslenskir sjómenn, við erum ekki ofurhetjur.“

„Það er verið að hóta börnunum okkar, skera af þeim lappirnar!“

Myndbandið vakti mikla athygli innan og utan landsteinanna, svo mikla að Hollywood-leikarinn Jason Mamoa gagnrýndi sjómennina harðlega á Instagram. Hann sagði að myndbandið myndi breyta lífi þeirra til frambúðar.

Í kjölfarið segjast sjómennirnir hafa fengið yfir sig gríðarlegt magn af hótunum og öðrum misfallegum skilaboðum, og að sum þeirra hafi ratað til barna þeirra.

„Hollywood-stjarna með milljónir fylgjenda biður fólk um að finna okkur.“

„Það er verið að hóta börnunum okkar, skera af þeim lappirnar!“

Ljóstra upp leyndarmáli Matvælastofnunnar

Mennirnir voru reknir og annar þeirra var sektaður um hálfa milljón af Matvælastofnun fyrir að beita dýr illri meðferð og yfirgefa það í bjargarlausu ástandi. Þetta þykir mönnunum sérstakt, en þeir segja að Matvælastofnun sé engu betri og lýsa atviki sem þeir upplifðu, þar sem að Matvælastofnun lítur ekki vel út. Mennirnir segja að þeim hafi verið bannað að ræða ástandið og óttast að vera samsekir.

Þann áttunda nóvember 2018 festist hvalur í veiðarfærum línubátsins Bíldsey SH. Fyrst var talið að um Hrefnu væri að ræða, en svo kom í ljós að hvalurinn væri Hnúfubakur, tegund sem hefur verið friðuð í fjöldamörg ár. Bæði Gunnar og Árni voru um borð.

Matvælastofnun og Landhelgisgæslan sendu lögregluna á vettvang sem var með þrjár byssutöskur, sem innihéldu tvo riffla og eina haglabyssu, auk skotfæra.

„Það er ekkert grín að hlusta á hnúfubak grenja í fjóra til fimm tíma.“

Í fimm klukkustundir virðist hvalurinn hafa verið eltur og skotinn, til þess að aflífa hann. Þetta þótti sjómönnunum sérstakt þar sem að vanalega væri gripið til annarra aðgerða.

„Þeir byrjuðu bara að skjóta strax, frá fyrstu mínútu. Ég sagði þeim að þeir mættu ekki skjóta, þetta væri alheimsfriðaður hnúfubakur, þeir hlustuðu ekkert á það.“

„Það er ekkert grín að hlusta á hnúfubak grenja í fjóra til fimm tíma.“

Lögreglan á að hafa látið Matvælastofnun vita, sem gaf þeim tilmæli um að halda áfram að skjóta. Þá segja sjómennirnir að lögreglan hafi bannað allar myndbandsupptöku á skipinu. Þeir fylgdu ekki þeim tilmælum.

Þá fullyrðir annar sjómaðurinn að lögreglan hafi gert sér fulla grein fyrir því að þetta væri bannað. Hann telur að 50 til 60 skotum hafi verið skotið á hnúfubakinn, sem var enn þá á lífi eftir að aðgerðunum lauk.

Sigurborg Daðadóttir, yfirlæknir Matvælastofnunar, segir að rétt hafi verið brugðist við miðað við þær upplýsingar sem bárust.

Hér má sjá Umfjöllun Kveiks um málið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ólga meðal flugfreyja – „Engar líkur á að samningurinn verði samþykktur“

Ólga meðal flugfreyja – „Engar líkur á að samningurinn verði samþykktur“
Fréttir
Í gær

Misþyrmdi barnsmóðurinni fyrir framan dótturina

Misþyrmdi barnsmóðurinni fyrir framan dótturina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrýsta á að tollar verði lagðir á íslenskan kísilmálm

Þrýsta á að tollar verði lagðir á íslenskan kísilmálm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri kona fær engar bætur eftir martröð í Endurvinnslunni

Eldri kona fær engar bætur eftir martröð í Endurvinnslunni