fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Hafliði Jósteinsson er látinn: „Það er vel tekið á móti honum“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 3. ágúst 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafliði Jósteinsson frá Húsavík er látinn. Sonur hans Hjálmar Bogi Hafliðason, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Framsóknarflokksins, greindi frá því í dag. Hann segir:

„Frá ystu strönd til innstu dala þá förum við samstíga héðan út og vinnum saman‟. Já, þetta sagð´ann. En ræðurnar verða ekki fleiri. Þessi lífsglaði og hressi maður kvaddi veröldina í gær, sæll og glaður eftir baráttuna við krabbamein. Það er vel tekið á móti honum.“

Hafliði var fæddur árið 1941 og áberandi maður á Húsavík alla sína ævi og kom mörgu í verk á ýmsum sviðum. Hann var mikill söngvari og söng á skemmtunum meðal annars með Víbrum og hljómsveitinni Fimm. Kirkju, tómstunda og æskulýðsmál voru honum mjög hugleikin og lék hann til dæmis jólasvein fyrir börnin í bænum lengi. Hann var einnig virkur í starfi íþróttafélagsins Völsungs um áratuga skeið og sæmdur heiðursmerki þess árið 2015.

Árið 1964 tók hann þátt í að stofna Verslunarmannafélag Húsavíkur og var viðloðandi verkalýðsmál allar götur síðan. Líkt og sonur hans, var Hafliði dyggur Framsóknarmaður og var iðulega á listum hjá flokknum. Varð hann landsþekktur um tíma og kom meðal annars fram í umræðuþættinum Silfri Egils og fleirum.

 

Mynd: HBK

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“